Fá reglulega ábendingar um að grímulausum farþegum sé hleypt um borð Eiður Þór Árnason skrifar 15. janúar 2021 16:08 Grímuskylda hefur verið tekin upp í Strætó. Jón Magnús segir skynsamlegt að fólk noti grímur í aðstæðum þar sem ekki er víst að hægt sé að tryggja fjarlægðarmörk. Vísir/Vilhelm Strætó hefur alls borist 151 ábending um ófullnægjandi grímunotkun vagnstjóra og farþega frá 5. október síðastliðnum. Snýr meirihluti ábendinganna að vagnstjórum eða 96 talsins og hefur fjöldi þeirra rétt rúmlega tvöföldast frá því í byrjun nóvember. Þar af hefur Strætó fengið 53 ábendingar um grímulausa vagnstjóra frá því í október og 43 vegna vagnstjóra sem eru sagðir bera grímuna vitlaust. 55 ábendingar varða grímulausa farþega um borð. Grímuskylda hefur verið í gildi í vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu frá því í október í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Nær grímuskyldan bæði til farþega og vagnstjóra. „Við fáum reglulega einhverjar ábendingar um að það sé verið að hleypa grímulausum farþegum um borð eða þá að vagnstjórinn sé grímulaus. Við þurfum bara að halda áfram að minna fólk á að vera með grímuna og við erum reglulega að minna starfsfólk á það,“ segir Guðmundur H. Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ekki allt sem ratar þarna inn en þetta gefur okkur ágætis mynd af stöðunni.“ Erfitt fyrir vagnstjóra að fylgjast með farþegum Nýlega hefur Strætó fengið nokkrar ábendingar um farþega sem taki grímuna niður um borð í vagninum. „Við viljum árétta að fólk ber ábyrgð á sínum persónulegu sóttvörnum. Vagnstjórar eiga að fylgjast með hvort fólk sé með grímu þegar það kemur um borð en það er ómögulegt fyrir þá að fylgjast almennilega með hvað fólk gerir eftir það.“ Guðmundur segir stjórnendur hvetja farþega til að senda Strætó skilaboð á samfélagsmiðlum eða ábendingu á heimasíðu Strætó ef tilefni er til. „Við skráum allar ábendingar niður og spyrjum alltaf hvar þetta var og á hvaða leið. Þá getum við fundið út hver var að keyra og getum þá átt samtalið við viðkomandi starfsmann. Við sendum svo reglulega út ábendingar um að halda áfram að sinna sóttvörnum og nota grímuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir 45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. 3. nóvember 2020 15:16 Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki. 16. nóvember 2020 11:02 Grímuskylda í Strætó tekur gildi á mánudag Frá og meðan morgundeginum þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. 4. október 2020 22:29 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þar af hefur Strætó fengið 53 ábendingar um grímulausa vagnstjóra frá því í október og 43 vegna vagnstjóra sem eru sagðir bera grímuna vitlaust. 55 ábendingar varða grímulausa farþega um borð. Grímuskylda hefur verið í gildi í vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu frá því í október í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Nær grímuskyldan bæði til farþega og vagnstjóra. „Við fáum reglulega einhverjar ábendingar um að það sé verið að hleypa grímulausum farþegum um borð eða þá að vagnstjórinn sé grímulaus. Við þurfum bara að halda áfram að minna fólk á að vera með grímuna og við erum reglulega að minna starfsfólk á það,“ segir Guðmundur H. Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ekki allt sem ratar þarna inn en þetta gefur okkur ágætis mynd af stöðunni.“ Erfitt fyrir vagnstjóra að fylgjast með farþegum Nýlega hefur Strætó fengið nokkrar ábendingar um farþega sem taki grímuna niður um borð í vagninum. „Við viljum árétta að fólk ber ábyrgð á sínum persónulegu sóttvörnum. Vagnstjórar eiga að fylgjast með hvort fólk sé með grímu þegar það kemur um borð en það er ómögulegt fyrir þá að fylgjast almennilega með hvað fólk gerir eftir það.“ Guðmundur segir stjórnendur hvetja farþega til að senda Strætó skilaboð á samfélagsmiðlum eða ábendingu á heimasíðu Strætó ef tilefni er til. „Við skráum allar ábendingar niður og spyrjum alltaf hvar þetta var og á hvaða leið. Þá getum við fundið út hver var að keyra og getum þá átt samtalið við viðkomandi starfsmann. Við sendum svo reglulega út ábendingar um að halda áfram að sinna sóttvörnum og nota grímuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir 45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. 3. nóvember 2020 15:16 Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki. 16. nóvember 2020 11:02 Grímuskylda í Strætó tekur gildi á mánudag Frá og meðan morgundeginum þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. 4. október 2020 22:29 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. 3. nóvember 2020 15:16
Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki. 16. nóvember 2020 11:02
Grímuskylda í Strætó tekur gildi á mánudag Frá og meðan morgundeginum þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. 4. október 2020 22:29