Ótækt að bera saman tilkynningar um aukaverkanir Moderna og Pfizer Sylvía Hall skrifar 18. janúar 2021 18:34 Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. mynd/lyfjastofnun Alls hafa sextán aukaverkanir verið tilkynntar eftir bólusetningar með bóluefni Moderna en aðeins ein er talin alvarleg. Í því tilfelli fékk einstaklingur ofnæmisviðbrögð eftir bólusetninguna. Þetta kom fram í máli Rúnu Hauksdóttur forstjóra Lyfjastofnunar í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir þó ekki hægt að bera saman tilkynningar um aukaverkanir af völdum Moderna-bóluefnisins við Pfizer, enda sé um gjörólíka hópa að ræða. Framlínustarfsfólk úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna var bólusett með bóluefninu þann 13. janúar síðastliðinn, en það er hópur sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna í störfum sínum. Tólfhundruð skammtar af bóluefni Moderna komu til landsins í síðustu viku en alls eru fimm þúsund skammtar af efninu væntanlegir út febrúar. Aðspurð hvað þurfi til svo aukaverkun teljist alvarleg segir Rúna að það þurfi einhvers konar innlögn eða inngrip á heilbrigðisstofnun. Tiltölulega ungt fólk fékk Moderna „Hafa ber í huga að þarna er verið að bólusetja alveg ólíka hópa. Með Moderna bóluefninu var verið að bólusetja tilölulega ungt fólk - framlínustarfsmenn. Í fyrsta skammti af Pfizer-bóluefninu var verið að bólusetja okkar elsta og hrumasta fólk. Það er ekki hægt að bera þetta saman,“ segir Rúna um þær tilkynningar sem hafa borist vegna aukaverkana. Lyfjastofnun tekur nú saman þær tilkynningar sem hafa borist og eru þær birtar á heimasíðu stofnunarinnar á hverjum degi klukkan 11. Þar er jafnframt greint á milli hvers bóluefnis fyrir sig. Margar þær tilkynningar teljast nokkuð eðlilegar miðað við bólusetningar. Margir upplifa bólguviðbragð og jafnvel flensulík einkenni, sem þykir jafnvel gott því það er til marks um að ónæmiskerfið sé að taka við sér. Rúna segir þetta tilkynnt með neytendur í huga og í þokkabót sé það nú lögbundin skylda að heilbrigðisstarfsmenn tilkynni um aukaverkanir eftir að ný lyfjalög tóku gildi um áramót. „Það er hluti af þessari svokölluðu lyfjagát og það er gerður greinarmunur á alvarlegum og ekki alvarlegum aukaverkunum. Þetta er eitt af því sem er fylgst með og kannski hvort það komi eitthvað nýtt fram í ekki alvarlegum aukaverkunum. Þetta er hluti af þeirri neytendavernd sjúklinga þegar ný lyf koma á markað, að þá sé tekið á móti mögulegum aukaverkunum og þær greindar.“ Tilkynnt um tvö andlát til viðbótar Alma Möller landlæknir kynnti í dag niðurstöður rannsóknar sérfræðinga á vegum embættis landlæknis á fimm andlátum sem tilkynnt voru í kjölfar bólusetninga. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilfellum væri ekki eða mjög ólíklega um orsakatengsl að ræða. „Það er ekki hægt að útiloka tengslin í einu þeirra, þó það sé líklegt að andlátið hafi verið af völdum undirliggjandi ástands,“ segir Rúna um rannsóknina. Hún segir tilkynningar nú vera átta, þar af sjö andlát. Tvö andlát hafi verið tilkynnt eftir að rannsóknin fór af stað. „Það var ekki talið að það ætti að taka þá inn í þessa rannsókn, enda hafði hún þegar farið af stað, og töluverður tími leið milli bólusetninga og andláts.“ Hún segir að við rannsókn hafi verið farið í sjúkraskrár einstaklinganna en einnig litið til tölfræði á Norðurlöndum. Hún fylgist náið með stöðunni þar og í Evrópu ásamt sóttvarnalækni. „Þar er verið að tilkynna andlát á öldruðum einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma með sambærilegum hætti. Þessar tilkynningar eru að koma aðeins seinna en komu hjá okkur, en það ber að hafa í huga að löndin í kringum okkur eru í miðjum faraldrinum eins og við getum sagt. Það mæðir mjög mikið á þeim út frá Covid og andlátum vegna Covid. Þeir eru svolítið í öðru umhverfi en við.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. 15. janúar 2021 10:52 Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Þetta kom fram í máli Rúnu Hauksdóttur forstjóra Lyfjastofnunar í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir þó ekki hægt að bera saman tilkynningar um aukaverkanir af völdum Moderna-bóluefnisins við Pfizer, enda sé um gjörólíka hópa að ræða. Framlínustarfsfólk úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna var bólusett með bóluefninu þann 13. janúar síðastliðinn, en það er hópur sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna í störfum sínum. Tólfhundruð skammtar af bóluefni Moderna komu til landsins í síðustu viku en alls eru fimm þúsund skammtar af efninu væntanlegir út febrúar. Aðspurð hvað þurfi til svo aukaverkun teljist alvarleg segir Rúna að það þurfi einhvers konar innlögn eða inngrip á heilbrigðisstofnun. Tiltölulega ungt fólk fékk Moderna „Hafa ber í huga að þarna er verið að bólusetja alveg ólíka hópa. Með Moderna bóluefninu var verið að bólusetja tilölulega ungt fólk - framlínustarfsmenn. Í fyrsta skammti af Pfizer-bóluefninu var verið að bólusetja okkar elsta og hrumasta fólk. Það er ekki hægt að bera þetta saman,“ segir Rúna um þær tilkynningar sem hafa borist vegna aukaverkana. Lyfjastofnun tekur nú saman þær tilkynningar sem hafa borist og eru þær birtar á heimasíðu stofnunarinnar á hverjum degi klukkan 11. Þar er jafnframt greint á milli hvers bóluefnis fyrir sig. Margar þær tilkynningar teljast nokkuð eðlilegar miðað við bólusetningar. Margir upplifa bólguviðbragð og jafnvel flensulík einkenni, sem þykir jafnvel gott því það er til marks um að ónæmiskerfið sé að taka við sér. Rúna segir þetta tilkynnt með neytendur í huga og í þokkabót sé það nú lögbundin skylda að heilbrigðisstarfsmenn tilkynni um aukaverkanir eftir að ný lyfjalög tóku gildi um áramót. „Það er hluti af þessari svokölluðu lyfjagát og það er gerður greinarmunur á alvarlegum og ekki alvarlegum aukaverkunum. Þetta er eitt af því sem er fylgst með og kannski hvort það komi eitthvað nýtt fram í ekki alvarlegum aukaverkunum. Þetta er hluti af þeirri neytendavernd sjúklinga þegar ný lyf koma á markað, að þá sé tekið á móti mögulegum aukaverkunum og þær greindar.“ Tilkynnt um tvö andlát til viðbótar Alma Möller landlæknir kynnti í dag niðurstöður rannsóknar sérfræðinga á vegum embættis landlæknis á fimm andlátum sem tilkynnt voru í kjölfar bólusetninga. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilfellum væri ekki eða mjög ólíklega um orsakatengsl að ræða. „Það er ekki hægt að útiloka tengslin í einu þeirra, þó það sé líklegt að andlátið hafi verið af völdum undirliggjandi ástands,“ segir Rúna um rannsóknina. Hún segir tilkynningar nú vera átta, þar af sjö andlát. Tvö andlát hafi verið tilkynnt eftir að rannsóknin fór af stað. „Það var ekki talið að það ætti að taka þá inn í þessa rannsókn, enda hafði hún þegar farið af stað, og töluverður tími leið milli bólusetninga og andláts.“ Hún segir að við rannsókn hafi verið farið í sjúkraskrár einstaklinganna en einnig litið til tölfræði á Norðurlöndum. Hún fylgist náið með stöðunni þar og í Evrópu ásamt sóttvarnalækni. „Þar er verið að tilkynna andlát á öldruðum einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma með sambærilegum hætti. Þessar tilkynningar eru að koma aðeins seinna en komu hjá okkur, en það ber að hafa í huga að löndin í kringum okkur eru í miðjum faraldrinum eins og við getum sagt. Það mæðir mjög mikið á þeim út frá Covid og andlátum vegna Covid. Þeir eru svolítið í öðru umhverfi en við.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. 15. janúar 2021 10:52 Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30
Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. 15. janúar 2021 10:52
Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01