Lítill hluti ofbeldismála á hendur fötluðu fólki ratar inn í réttarvörslukerfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 10:08 Runólfur Þórhallsson er einn þeirra sem stóð að gerð skýrslunnar. Hann segir að farið verði í frekari rannsóknir og átak til að bæta stöðuna. Vísir/Arnar Talið er að fjöldi fatlaðs fólks hér á landi verði fyrir ofbeldi en að aðeins lítill hluti málanna rati inn í réttarvörslukerfið. Svört skýrsla kom út í dag um ofbeldi gagnvart fötluðum þar sem dregin er sú ályktun að sá hópur njóti ekki sömu réttinda og aðrir í kerfinu. Skýrslan er unnin af greiningardeild ríkislögreglustjóra en henni er ætlað að bregða ljósi á ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður hér á landi en það er meðal annars vegna þess að ekki er hægt að skrá heilsufarsupplýsingar í LÖKE lögreglukerfið. Skýrslan er nokkuð svört en þar segir meðal annars að fatlaðir tilkynni síður um brot gagnvart sér, því þeir óttist að þeim verði ekki trúað. Í skýrslunni er bent á norskra rannsókn sem leiðir í ljós að gerendur sleppa oft með skrekkinn. „Það kemur í ljós í þessari rannsókn að gerendur eru síður sóttir til saka, og ekki nóg með það að þeir eru að fá vægari dóma. Það var eitt af því sem kom okkur verulega á óvart,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og einn skýrsluhöfunda. Hann segir vandamálið stærra en marga gruni, þó að frekari rannsóknar, sem nú þegar hafi verið boðaðar muni leiða það betur í ljós. „Ég held að það sé niðurstaðan, þetta er dulinn vandi.“ Í framhaldi af skýrslunni verður farið í átak í samstarfi við 112 og félagsmálayfirvöld til að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu og úrræðum. „Við ætlum að reyna að lyfta upp umræðunni um þetta og skapa vettvang til þess að tilkynna brot og auðvelda aðgengi inn í réttarvörslukerfið, til þess að við getum bætt þjónustuna v ið þennan hóp.“ Draga megi þá ályktun að fatlaðir njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins. „Þarna held ég að við þyrftum að fá betri rannsóknir og þess vegna er í skýrslunni hjá okkur kallað eftir því að þetta verði rannsakað betur hér á landi,“ segir Runólfur. „Ég myndi segja að ein af niðurstöðum skýrslunnar sé að standi höllum fæti í réttarvörslukerfinu, því miður. Heimilisofbeldi Lögreglumál Félagsmál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Skýrslan er unnin af greiningardeild ríkislögreglustjóra en henni er ætlað að bregða ljósi á ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður hér á landi en það er meðal annars vegna þess að ekki er hægt að skrá heilsufarsupplýsingar í LÖKE lögreglukerfið. Skýrslan er nokkuð svört en þar segir meðal annars að fatlaðir tilkynni síður um brot gagnvart sér, því þeir óttist að þeim verði ekki trúað. Í skýrslunni er bent á norskra rannsókn sem leiðir í ljós að gerendur sleppa oft með skrekkinn. „Það kemur í ljós í þessari rannsókn að gerendur eru síður sóttir til saka, og ekki nóg með það að þeir eru að fá vægari dóma. Það var eitt af því sem kom okkur verulega á óvart,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og einn skýrsluhöfunda. Hann segir vandamálið stærra en marga gruni, þó að frekari rannsóknar, sem nú þegar hafi verið boðaðar muni leiða það betur í ljós. „Ég held að það sé niðurstaðan, þetta er dulinn vandi.“ Í framhaldi af skýrslunni verður farið í átak í samstarfi við 112 og félagsmálayfirvöld til að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu og úrræðum. „Við ætlum að reyna að lyfta upp umræðunni um þetta og skapa vettvang til þess að tilkynna brot og auðvelda aðgengi inn í réttarvörslukerfið, til þess að við getum bætt þjónustuna v ið þennan hóp.“ Draga megi þá ályktun að fatlaðir njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins. „Þarna held ég að við þyrftum að fá betri rannsóknir og þess vegna er í skýrslunni hjá okkur kallað eftir því að þetta verði rannsakað betur hér á landi,“ segir Runólfur. „Ég myndi segja að ein af niðurstöðum skýrslunnar sé að standi höllum fæti í réttarvörslukerfinu, því miður.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Félagsmál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira