Handbolti

HK átti aldrei mögu­­leika á Akur­eyri þar sem heima­stúlkur fóru á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ásdís Guðmundsdóttir skoraði 13 mörk í liði KA/Þór í dag.
Ásdís Guðmundsdóttir skoraði 13 mörk í liði KA/Þór í dag. Vísir/KA

KA/Þór vann öruggan tólf marka sigur á HK í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 31-19.

Sigur heimakvenna var einkar öruggur og fór Ásdís Guðmundsdóttir hamförum í liði KA/Þórs. Alls skoraði hún 13 mörk úr 13 skotum og bar af í markaskorun hjá báðum liðum.

Matea Lonac átti líka góðan leik í marki Akureyringa en hún varði alls 17 skot. Þá skoraði Rakel Sara Elvarsdóttir fimm mörk. Í liði HK var Sigríður Hauksdóttir markahæst með sex mörk.

Segja má að sigurinn hafi verið óvæntur en liðin voru nokkurn veginn á sama stað í töflunni fyrir leik. KA/Þór hafði unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum á meðan HK hafði unnið tvo og tapað tveimur.

Sigurinn lyftir KA/Þór því upp í toppsæti deildarinnar með sjö stig að loknum fjórum leikjum.

Tölfræði fengin frá HB Statz.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×