Í dag varð heimurinn öruggari Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. janúar 2021 08:30 Friðarsinnar um allan heim hafa ástæðu til að fagna í dag, 22. janúar, þegar nýr afvopnunarsáttmáli tekur gildi í heiminum. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er metnaðarfyllsta tilraun alþjóðasamfélagsins til að útrýma þessum skelfilegu vopnum sem allt of lengi hafa verið ógn við tilvist og framtíð jarðarbúa. Tildrög sáttmálans eru þau að hópur ríkja sem ekki hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða misstu endanlega þolinmæðina að bíða eftir því að kjarnorkuveldin stæðu við skuldbindingar sínar um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Á ráðstefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna á árunum 2016 og 2017 var búið til samkomulag sem 86 ríki hafa nú undirritað. Að auki hefur 51 ríki staðfest samninginn á þjóðþingum sínum og í samræmi við reglur Sameinuðu þjóðanna telst hann því fullgildur alþjóðasáttmáli á hundraðasta degi frá fimmtugustu staðfestingunni. Það er í dag. Ljóst er að á næstu mánuðum og misserum munu enn fleiri ríki bætast í hópinn, sem gefur góða von um að samningurinn muni með tímanum stuðla að útrýmingu kjarnavopna. Fyrirmyndirnar eru fyrir hendi. Alþjóðasáttmálar á borð við þá sem banna jarðsprengjur, klasasprengjur og efnavopn voru allir í fyrstu bornir fram af löndum sem ekki áttu slík vopn en í óþökk hinna, sem urðu þó að lokum að beygja sig fyrir áliti heimsbyggðarinnar. Það skyggir á gleði friðarsinna hér á landi á þessum tímamótum að íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað samninginn. Raunar hefur Ísland tekið sama pól í hæðina og önnur Nató-ríki sem hafa neitað að koma að undirbúningsvinnunni og raunar reynt að leggja stein í götu sáttmálans á ýmsan hátt. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Ísland þori að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu mikilvæga máli og skipi sér í hóp þeirra ríkja sem vinna að kjarnorkuafvopnun og öruggari framtíð. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Hernaður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Friðarsinnar um allan heim hafa ástæðu til að fagna í dag, 22. janúar, þegar nýr afvopnunarsáttmáli tekur gildi í heiminum. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er metnaðarfyllsta tilraun alþjóðasamfélagsins til að útrýma þessum skelfilegu vopnum sem allt of lengi hafa verið ógn við tilvist og framtíð jarðarbúa. Tildrög sáttmálans eru þau að hópur ríkja sem ekki hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða misstu endanlega þolinmæðina að bíða eftir því að kjarnorkuveldin stæðu við skuldbindingar sínar um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Á ráðstefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna á árunum 2016 og 2017 var búið til samkomulag sem 86 ríki hafa nú undirritað. Að auki hefur 51 ríki staðfest samninginn á þjóðþingum sínum og í samræmi við reglur Sameinuðu þjóðanna telst hann því fullgildur alþjóðasáttmáli á hundraðasta degi frá fimmtugustu staðfestingunni. Það er í dag. Ljóst er að á næstu mánuðum og misserum munu enn fleiri ríki bætast í hópinn, sem gefur góða von um að samningurinn muni með tímanum stuðla að útrýmingu kjarnavopna. Fyrirmyndirnar eru fyrir hendi. Alþjóðasáttmálar á borð við þá sem banna jarðsprengjur, klasasprengjur og efnavopn voru allir í fyrstu bornir fram af löndum sem ekki áttu slík vopn en í óþökk hinna, sem urðu þó að lokum að beygja sig fyrir áliti heimsbyggðarinnar. Það skyggir á gleði friðarsinna hér á landi á þessum tímamótum að íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað samninginn. Raunar hefur Ísland tekið sama pól í hæðina og önnur Nató-ríki sem hafa neitað að koma að undirbúningsvinnunni og raunar reynt að leggja stein í götu sáttmálans á ýmsan hátt. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Ísland þori að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu mikilvæga máli og skipi sér í hóp þeirra ríkja sem vinna að kjarnorkuafvopnun og öruggari framtíð. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun