Tveir pappakassar, móttökustaður: óþekktur Ragnheiður Finnbogadóttir skrifar 23. janúar 2021 08:30 Ég sá frétt í vikunni að hlutfall kvenna sem færu í skimun fyrir krabbameini annars vegar í brjóstum og hins vegar í leghálsi væri ekki nógu hátt. Af hverju skyldi það vera? Ég fór í skimun fyrir krabbameini í leghálsi í byrjun desember hjá kvensjúkdómalækninum mínum. Það voru komin þrjú ár síðan ég fór síðast, því kerfið býður ekki upp á að fara oftar vegna kostnaðar. Læknirinn minn hefði frekar viljað skima oftar, því oft eru frumubreytingar mjög hraðar og eins og dæmin sýna hefur leghálskrabbamein dregið ungar konur til dauða langt fyrir aldur fram. Biðin mun þó verða lengri en þrjú ár hjá mér í þetta skiptið, því þegar sýnið var tekið voru samningar lausir við Krabbameinsfélagið og læknar höfðu enn ekki fengið að vita hvað myndi verða um sýnin, hvert ætti að senda þau eða hvort þau yrðu yfir höfuð skoðuð hérlendis. Traustvekjandi. Hefði kannski verið skynsamlegra að hálfu yfirvalda að ganga úr skugga um það áður en samningum var slitið við Krabbameinsfélagið? Ég bara spyr, því núna liggja yfir 2000 sýni frá konum í sömu stöðu og ég sem bíða eftir að verða skoðuð... í tveimur pappakössum, móttökustaður óþekktur. Miðað við fréttir er líklegast að sýnin verði send úr landi. Í miðjum heimsfaraldri og metatvinnuleysi eru þeir sérfræðingar sem störfuðu áður hérlendis við að greina sýnin orðnir atvinnulausir og vinnan send úr landi. Í ofan á lag bárust fréttir af því að hækka ætti lágmarksaldur í skimunum vegna krabbameins í brjóstum, og lengja tímann milli skimana vegna leghálskrabbameins úr þremur árum í fimm. Skiptir heilsa kvenna stjórnvöld svona litlu máli? Eru þær konur sem greinast fyrir fimmtugt með brjóstakrabbamein bara tölur á blaði? Eru þær konur sem fá hraðar frumubreytingar og skjótt illkynja krabbamein í leghálsi á innan við fimm árum bara tölur á blaði? Sanngjörn fórn fyrir hagræðingu í heilbrigðiskerfinu? Ég verð að segja að ég skil ekki alveg á hvaða vegferð heilbrigðisyfirvöld eru, en það er í öllu falli ekki til þess gert að efla traust kvenna á heilbrigðiskerfinu og kannski ekki að undra að hlutfall kvenna sem fer í skimun sé ekki hærra en raun ber vitni. Krabbamein er dauðans alvara og yfirvöld verða að taka þessi mál föstum tökum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Ég sá frétt í vikunni að hlutfall kvenna sem færu í skimun fyrir krabbameini annars vegar í brjóstum og hins vegar í leghálsi væri ekki nógu hátt. Af hverju skyldi það vera? Ég fór í skimun fyrir krabbameini í leghálsi í byrjun desember hjá kvensjúkdómalækninum mínum. Það voru komin þrjú ár síðan ég fór síðast, því kerfið býður ekki upp á að fara oftar vegna kostnaðar. Læknirinn minn hefði frekar viljað skima oftar, því oft eru frumubreytingar mjög hraðar og eins og dæmin sýna hefur leghálskrabbamein dregið ungar konur til dauða langt fyrir aldur fram. Biðin mun þó verða lengri en þrjú ár hjá mér í þetta skiptið, því þegar sýnið var tekið voru samningar lausir við Krabbameinsfélagið og læknar höfðu enn ekki fengið að vita hvað myndi verða um sýnin, hvert ætti að senda þau eða hvort þau yrðu yfir höfuð skoðuð hérlendis. Traustvekjandi. Hefði kannski verið skynsamlegra að hálfu yfirvalda að ganga úr skugga um það áður en samningum var slitið við Krabbameinsfélagið? Ég bara spyr, því núna liggja yfir 2000 sýni frá konum í sömu stöðu og ég sem bíða eftir að verða skoðuð... í tveimur pappakössum, móttökustaður óþekktur. Miðað við fréttir er líklegast að sýnin verði send úr landi. Í miðjum heimsfaraldri og metatvinnuleysi eru þeir sérfræðingar sem störfuðu áður hérlendis við að greina sýnin orðnir atvinnulausir og vinnan send úr landi. Í ofan á lag bárust fréttir af því að hækka ætti lágmarksaldur í skimunum vegna krabbameins í brjóstum, og lengja tímann milli skimana vegna leghálskrabbameins úr þremur árum í fimm. Skiptir heilsa kvenna stjórnvöld svona litlu máli? Eru þær konur sem greinast fyrir fimmtugt með brjóstakrabbamein bara tölur á blaði? Eru þær konur sem fá hraðar frumubreytingar og skjótt illkynja krabbamein í leghálsi á innan við fimm árum bara tölur á blaði? Sanngjörn fórn fyrir hagræðingu í heilbrigðiskerfinu? Ég verð að segja að ég skil ekki alveg á hvaða vegferð heilbrigðisyfirvöld eru, en það er í öllu falli ekki til þess gert að efla traust kvenna á heilbrigðiskerfinu og kannski ekki að undra að hlutfall kvenna sem fer í skimun sé ekki hærra en raun ber vitni. Krabbamein er dauðans alvara og yfirvöld verða að taka þessi mál föstum tökum. Höfundur er lögfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun