Koma þurfti manni undir læknishendur á Akureyri en varðskipið hefur verið til taks á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu og verðurs.
Í Facebookfærslu frá Landhelgisgæslunni segir að landfestar hafi verið leystar á Akureyri um klukkan tíu í gærkvödli og stefnan sett til Siglufjarðar. Skipið var komið aftur að bryggja á Akureyri snemma í morgun.
Þar biðu sjúkraflutningamenn sem fluttu manninn á sjúkrahúsið á Akureyri.
Þá er gert ráð fyrir því að varðskipið Þór verði komið til Flateyrar í Önundarfirði laust fyrir hádegi í dag. Þar á skipið og áhöfn að vera til taks vegna snjóflóðahættu.