Vegur númer 85 um ströndina og er verið að moka hann samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ástandið við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum verður metið í birtingu.
Vetrarfærð er annars í flestum landshlutum og verið að moka á leiðum þar sem þess er þörf, þó er greiðfært með suðurströndinni.
Á Vestfjörðum er Steingrímsfjarðarheiði ófær, óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu og vegurinn um Flateyrarveg er lokaður vegna snjófljóðahættu. Þá er óvissustig einnig í gildi í Ólafsfjarðarmúla á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu.