Mettekjur hjá Apple: 14,4 þúsund milljarða tekjur sem raktar eru til sölu iPhone 12 Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 11:46 Um 64 prósent tekna Apple komu til vegna alþjóðlegrar sölu fyrirtækisins á símum, tölvum, úrum og öðrum tækjum, vörum og þjónustu. AP/Andy Wong Tekjur Apple á síðasta ársfjórðungi 2020 voru 111,4 milljarðar dala. Það samsvarar um 14.400 milljörðum króna (14.400.000.000), gróflega reiknað, og hækkuðu tekjurnar um 21 prósent, samanborið við sama tímabil 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem Apple rýfur hundrað milljarða dala múrinn og fór gengi fyrirtækisins töluvert fram úr væntingum á mörkuðum. Hagnaður Apple á síðasta ársfjórðungi síðasta árs var 28,8 milljarðar dala (3.732 milljarðar króna). Um 64 prósent tekna Apple komu til vegna alþjóðlegrar sölu fyrirtækisins á símum, tölvum, úrum og öðrum tækjum, vörum og þjónustu. Stærsta rullu þar spilar iPhone 12 síminn en símasala Apple jókst um 17 prósent á milli ára og var 65,6 milljarðar dala (Um 8.500 milljarðar króna). Viðtökur framúrskarandi Í samtali við fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að viðtökurnar við nýjum vörum fyrirtækisins hefðu verið framúrskarandi. Vöxtur allra vörulína hafi náð tveimur tölustöfum á ársfjórðungnum. Tim Cook, forstjóri Apple.Getty/Pavlo Gonchar Þá sagði Cook að nú væri rúmlega milljarður iPhone síma í notkun á heimsvísu. Við síðasta ársfjórðungsuppgjör hafi þeir verið um 900 milljónir. Í heild eru um 1,65 milljarður tækja frá Apple í virkri notkun. Cook sagði þó í samtali við fréttamann CNBC að ef ekki hefði verið fyrir faraldur nýju kórónuveirunnar hefðu tekjur Apple líklega verið töluvert hærri. Það væri vegna þess að mörgum verslunum Apple hefði verið lokað vegna faraldursins. Hlusta má á kynningu forsvarsmanna Apple á ársfjórðungsuppgjörinu og samtal þeirra og fjárfesta hér á vef Apple. Samkvæmt frétt CNN hefur virði hlutabréfa Apple hækkað töluvert á undanförnum vikum þar sem greinendur sáu að mjög gott uppgjör var í vændum. Þrátt fyrir það hafi virðið lækkað í gær. Apple Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Apple rýfur hundrað milljarða dala múrinn og fór gengi fyrirtækisins töluvert fram úr væntingum á mörkuðum. Hagnaður Apple á síðasta ársfjórðungi síðasta árs var 28,8 milljarðar dala (3.732 milljarðar króna). Um 64 prósent tekna Apple komu til vegna alþjóðlegrar sölu fyrirtækisins á símum, tölvum, úrum og öðrum tækjum, vörum og þjónustu. Stærsta rullu þar spilar iPhone 12 síminn en símasala Apple jókst um 17 prósent á milli ára og var 65,6 milljarðar dala (Um 8.500 milljarðar króna). Viðtökur framúrskarandi Í samtali við fjárfesta í gær sagði Tim Cook, forstjóri Apple, að viðtökurnar við nýjum vörum fyrirtækisins hefðu verið framúrskarandi. Vöxtur allra vörulína hafi náð tveimur tölustöfum á ársfjórðungnum. Tim Cook, forstjóri Apple.Getty/Pavlo Gonchar Þá sagði Cook að nú væri rúmlega milljarður iPhone síma í notkun á heimsvísu. Við síðasta ársfjórðungsuppgjör hafi þeir verið um 900 milljónir. Í heild eru um 1,65 milljarður tækja frá Apple í virkri notkun. Cook sagði þó í samtali við fréttamann CNBC að ef ekki hefði verið fyrir faraldur nýju kórónuveirunnar hefðu tekjur Apple líklega verið töluvert hærri. Það væri vegna þess að mörgum verslunum Apple hefði verið lokað vegna faraldursins. Hlusta má á kynningu forsvarsmanna Apple á ársfjórðungsuppgjörinu og samtal þeirra og fjárfesta hér á vef Apple. Samkvæmt frétt CNN hefur virði hlutabréfa Apple hækkað töluvert á undanförnum vikum þar sem greinendur sáu að mjög gott uppgjör var í vændum. Þrátt fyrir það hafi virðið lækkað í gær.
Apple Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28. janúar 2021 10:29