Landsnet getur skert tekjur Orkuveitunnar af raforkusölu til Norðuráls Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2021 19:21 Raforkuverðssamningur Norðuráls við Orkuveitu Reykjavíkur er fyrsti samningur stóriðjunnar við orkufyrirtæki til að vera gerður opinber. Stöð 2/Arnar Landsnet getur skert tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af þeirri raforku sem hún selur í tvíhliða samningi til Norðuráls með því að hækka gjaldskrá sína. En opinberun á raforkusamningi Orkuveitunnar við Norðurál leiðir í ljós að hún tekur flutningskostnað orkunnar á sig. Alger leynd hefur hvílt yfir raforkuverðssamningum stóriðjunnar á Íslandi við orkufyrirtækin. Iðnaðarráðherra, forstjóri Landsvikjunar og fleiri hafa þrýst á að samningarnir verði opinberaðir. Í dag var fyrsti slíki samningurinn opinberaður þegar Orkuveitan varð við óskum Norðuráls um opinberun samnings fyrirtækjanna. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar segir samninginn óhagstæðan og barn síns tíma. Samningurinn var gerður á árunum 2006 - 2007 og er raforkuverðið tengt heimsmarkaðsverði á áli. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur áhyggjur af fjárfestingaáformum Landnets sem geti hækkað gjaldskrár gagnvart Orkuveitunni og þar með lækkað það verð sem hún fær fyrir sölu á orku til Norðuráls.Stöð 2/Arnar „Þá lá til grundvallar spá fyrir álverð. Sú spá hefur alls ekki gengið eftir. Ef hún hefði gengið eftir værum við í ágætum málum,“ segir Bjarni. Samkvæmt spánni hefði verð á tonni af áli átt að vera 2.800 bandaríkjadalir á þessu ári en verðið er mun lægra eða 2.025 dollarar. Orkuveitan hefði fengið 35,89 dollara fyrir megavattsstundina samkvæmt spánni en er að fá 25,24 dollara. Þá er flutningur á orkunni til Norðuráls innifalinn í verðinu, þótt búið hafi verið að stofna dreifingarfyrirtækið Landsnet þegar samningurinn var gerður. „Það þýðir að draga verður flutningskostnaðinn frá tekjum okkar af þessum samningi. Þá fáum við það sem við getum kallað skilaverð til Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir forstjórinn. Í dag er Orkuveitan því að greiða Landsneti 6,35 dollara af hverri megavattsstund. Samningurinn gildir til ársins 2036 og nær til sölu á 47,5 megavöttum, sem er 18 prósent af sölu Orkuveitunnar til Norðuráls og 11 prósent af heildarraforkuvinnslu veitunnar. Hækkun gjaldskrár Landsnets myndi skerða tekjur Orkuveitunnar. „Við höfum áhyggjur af því, já, að þetta flutningsgjald muni hækka. Hugsanlega verulega miðað við þær áætlanir sem Landsnet hefur um fjárfestingar á næstu árum,“ segir Bjarni Bjarnason. Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. 28. janúar 2021 10:28 Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Alger leynd hefur hvílt yfir raforkuverðssamningum stóriðjunnar á Íslandi við orkufyrirtækin. Iðnaðarráðherra, forstjóri Landsvikjunar og fleiri hafa þrýst á að samningarnir verði opinberaðir. Í dag var fyrsti slíki samningurinn opinberaður þegar Orkuveitan varð við óskum Norðuráls um opinberun samnings fyrirtækjanna. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar segir samninginn óhagstæðan og barn síns tíma. Samningurinn var gerður á árunum 2006 - 2007 og er raforkuverðið tengt heimsmarkaðsverði á áli. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur áhyggjur af fjárfestingaáformum Landnets sem geti hækkað gjaldskrár gagnvart Orkuveitunni og þar með lækkað það verð sem hún fær fyrir sölu á orku til Norðuráls.Stöð 2/Arnar „Þá lá til grundvallar spá fyrir álverð. Sú spá hefur alls ekki gengið eftir. Ef hún hefði gengið eftir værum við í ágætum málum,“ segir Bjarni. Samkvæmt spánni hefði verð á tonni af áli átt að vera 2.800 bandaríkjadalir á þessu ári en verðið er mun lægra eða 2.025 dollarar. Orkuveitan hefði fengið 35,89 dollara fyrir megavattsstundina samkvæmt spánni en er að fá 25,24 dollara. Þá er flutningur á orkunni til Norðuráls innifalinn í verðinu, þótt búið hafi verið að stofna dreifingarfyrirtækið Landsnet þegar samningurinn var gerður. „Það þýðir að draga verður flutningskostnaðinn frá tekjum okkar af þessum samningi. Þá fáum við það sem við getum kallað skilaverð til Orkuveitu Reykjavíkur,“ segir forstjórinn. Í dag er Orkuveitan því að greiða Landsneti 6,35 dollara af hverri megavattsstund. Samningurinn gildir til ársins 2036 og nær til sölu á 47,5 megavöttum, sem er 18 prósent af sölu Orkuveitunnar til Norðuráls og 11 prósent af heildarraforkuvinnslu veitunnar. Hækkun gjaldskrár Landsnets myndi skerða tekjur Orkuveitunnar. „Við höfum áhyggjur af því, já, að þetta flutningsgjald muni hækka. Hugsanlega verulega miðað við þær áætlanir sem Landsnet hefur um fjárfestingar á næstu árum,“ segir Bjarni Bjarnason.
Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. 28. janúar 2021 10:28 Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. 28. janúar 2021 10:28
Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45