Bayern sektaði leikmann fyrir að fá sér nýtt húðflúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 10:00 Corentin Tolisso sýndi algjört hugsunarleysi og má ekki umgangast Bayern liðið á næstunni. Getty/Mario Hommes Franskur heimsmeistari varð að fá sér nýtt húðflúr í miðjum heimsfaraldri og yfirmenn hans voru allt annað en sáttir. Franski miðjumaðurinn Corentin Tolisso var hvergi sjáanlegur í leik Bayern München um helgina og það var aðeins honum sjálfum að kenna. Forráðamenn Bayern ákváðu að sekta leikmanninn og taka hann út úr hópnum fyrir leikinn á móti Hoffenheim í þýsku deildinni. *** BILDplus Inhalt *** Corona-Verstoß! - Bayern-Star lässt sich tätowieren https://t.co/UBLnVhFRoK #fcbayern #bayernmünchen #münchen— BILD FC Bayern (@BILD_Bayern) January 29, 2021 Franski heimsmeistarinn braut sóttvarnarreglur með því að „laumast út“ og fá sér nýtt húðflúr. Corentin Tolisso sýndi myndband af sér og nýja húðflúrinu á samfélagsmiðlum en tók það seinna út. Forráðamenn Bayern urðu þess hins vegar varir og brugðust skjótt við. „Við erum ánægð með að það geti hreinlega farið fram leikir í Bundesligunni í þessu ástandi. Þetta er ástand sem kallar á það að leikmenn, þjálfarar og starfsmenn passi upp á það að fylgja öllum sóttvarnarreglum,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, í yfirlýsingu. Bayern Munich midfielder Corentin Tolisso got a tattoo this week, breaking the DFL's hygiene concept in the process.Karl-Heinz Rummenigge: "We won t tolerate violations like this. We will hand Corentin Tolisso a heavy fine, which will be donated to charity."#FCBTSG pic.twitter.com/Bbf4vIj0y8— DW Sports (@dw_sports) January 30, 2021 „Corentin Tolisso hefur nú brotið þessar reglur þrátt fyrir að stjórnendur félagsins hafi farið skýrt og greinilega yfir þessar reglur með liðnu. Þetta er pirrandi og verður ekki umborið,“ sagði Rummenigge. Corentin Tolisso er 26 ára gamall. Hann hefur komið við sögu í átján leikjum á tímabilinu þar af tólf í þýsku deildinni. Hann skoraði eitt mark í þýska ofurbikarnum í lok september og annað mark í sigri á Atlético Madrid í Meistaradeildinni. Þýski boltinn Húðflúr Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Corentin Tolisso var hvergi sjáanlegur í leik Bayern München um helgina og það var aðeins honum sjálfum að kenna. Forráðamenn Bayern ákváðu að sekta leikmanninn og taka hann út úr hópnum fyrir leikinn á móti Hoffenheim í þýsku deildinni. *** BILDplus Inhalt *** Corona-Verstoß! - Bayern-Star lässt sich tätowieren https://t.co/UBLnVhFRoK #fcbayern #bayernmünchen #münchen— BILD FC Bayern (@BILD_Bayern) January 29, 2021 Franski heimsmeistarinn braut sóttvarnarreglur með því að „laumast út“ og fá sér nýtt húðflúr. Corentin Tolisso sýndi myndband af sér og nýja húðflúrinu á samfélagsmiðlum en tók það seinna út. Forráðamenn Bayern urðu þess hins vegar varir og brugðust skjótt við. „Við erum ánægð með að það geti hreinlega farið fram leikir í Bundesligunni í þessu ástandi. Þetta er ástand sem kallar á það að leikmenn, þjálfarar og starfsmenn passi upp á það að fylgja öllum sóttvarnarreglum,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, í yfirlýsingu. Bayern Munich midfielder Corentin Tolisso got a tattoo this week, breaking the DFL's hygiene concept in the process.Karl-Heinz Rummenigge: "We won t tolerate violations like this. We will hand Corentin Tolisso a heavy fine, which will be donated to charity."#FCBTSG pic.twitter.com/Bbf4vIj0y8— DW Sports (@dw_sports) January 30, 2021 „Corentin Tolisso hefur nú brotið þessar reglur þrátt fyrir að stjórnendur félagsins hafi farið skýrt og greinilega yfir þessar reglur með liðnu. Þetta er pirrandi og verður ekki umborið,“ sagði Rummenigge. Corentin Tolisso er 26 ára gamall. Hann hefur komið við sögu í átján leikjum á tímabilinu þar af tólf í þýsku deildinni. Hann skoraði eitt mark í þýska ofurbikarnum í lok september og annað mark í sigri á Atlético Madrid í Meistaradeildinni.
Þýski boltinn Húðflúr Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira