Undirrituðu samning við CureVac um bóluefni gegn Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2021 10:55 Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri undirritar samninginn. Heilbrigðisráðuneytið Íslensk stjórnvöld hafa undirritað samningum um kaup á bóluefni þýska líftæknilyfjaframleiðandans CureVac gegn Covid-19 sem dugir fyrir um 90 þúsund einstaklinga. Vonir standa til að afhending bóluefnisins geti hafist á öðrum fjórðungi þessa árs, að undangengnu mati Lyfjastofnunar Evrópu og útgáfu markaðsleyfis, af því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Er um að ræða fimmta samninginn sem íslensk stjórnvöld gera um afhendingu bóluefnis við Covid-19 og var hann undirritaður mánudaginn 1. febrúar. Bóluefni CureVac er nú í fasa III í prófunum. Bóluefnið er af sömu gerð og bóluefni Pfizer og Moderna, að því leyti að hluti af RNA erfðaefni veiru er notað til að vekja mótefnasvar hjá bólusettum einstaklingum. Bólusetja þarf hvern og einn tvisvar sinnum með CureVac bóluefninu með fjögurra vikna millibili til að ná fullri virkni en ólíkt efni Pfizer og Moderna þarf ekki að flytja það í miklu frosti. Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur gefið út að bílaframleiðandinn hyggist vinna með CureVac til að útbúa nokkurs konar örverksmiðjur. Vonast milljarðamæringurinn til þess að hægt verði að dreifa umræddum búnaði um allan heim og nýta til að framleiða milljarða skammta af bóluefninu. Sanofi eitt eftir Með undirrituninni hafa íslensk heilbrigðisyfirvöld samið við alla framleiðendur sem eru nú hluti af bóluefnasamstarfi Evrópusambandsins, að undanskildu Sanofi. Tafir hafa orðið á þróun bóluefnis franska lyfjafyrirtækisins eftir að það reyndist ekki veita eldra fólki nógu góða vörn og er stefnt að því að það komi á markað í lok þessa árs. Sanofi hyggst í millitíðinni aðstoða Pfizer við framleiðslu á bóluefni þess síðarnefnda gegn Covid-19 en erfitt hefur reynst að anna eftirspurn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér fyrir neðan má sjá samantekt heilbrigðisráðuneytisins um stöðu bóluefnasamninga. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Þýskaland Tengdar fréttir Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Vonir standa til að afhending bóluefnisins geti hafist á öðrum fjórðungi þessa árs, að undangengnu mati Lyfjastofnunar Evrópu og útgáfu markaðsleyfis, af því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Er um að ræða fimmta samninginn sem íslensk stjórnvöld gera um afhendingu bóluefnis við Covid-19 og var hann undirritaður mánudaginn 1. febrúar. Bóluefni CureVac er nú í fasa III í prófunum. Bóluefnið er af sömu gerð og bóluefni Pfizer og Moderna, að því leyti að hluti af RNA erfðaefni veiru er notað til að vekja mótefnasvar hjá bólusettum einstaklingum. Bólusetja þarf hvern og einn tvisvar sinnum með CureVac bóluefninu með fjögurra vikna millibili til að ná fullri virkni en ólíkt efni Pfizer og Moderna þarf ekki að flytja það í miklu frosti. Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur gefið út að bílaframleiðandinn hyggist vinna með CureVac til að útbúa nokkurs konar örverksmiðjur. Vonast milljarðamæringurinn til þess að hægt verði að dreifa umræddum búnaði um allan heim og nýta til að framleiða milljarða skammta af bóluefninu. Sanofi eitt eftir Með undirrituninni hafa íslensk heilbrigðisyfirvöld samið við alla framleiðendur sem eru nú hluti af bóluefnasamstarfi Evrópusambandsins, að undanskildu Sanofi. Tafir hafa orðið á þróun bóluefnis franska lyfjafyrirtækisins eftir að það reyndist ekki veita eldra fólki nógu góða vörn og er stefnt að því að það komi á markað í lok þessa árs. Sanofi hyggst í millitíðinni aðstoða Pfizer við framleiðslu á bóluefni þess síðarnefnda gegn Covid-19 en erfitt hefur reynst að anna eftirspurn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér fyrir neðan má sjá samantekt heilbrigðisráðuneytisins um stöðu bóluefnasamninga.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Þýskaland Tengdar fréttir Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54
Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19
Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24