Hver á réttinn? Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 08:31 Nú stöndum við frammi fyrir því að vinna að styttingu vinnuvikunnar á yngsta skólastiginu, leikskólanum. Leikskólinn er reyndar einnig einn mikilvægasti þjónustuaðili hjá sveitafélögum ásamt því að vera eitt mest krefjandi vinnuumhverfi sem fagfólki í skólastarfi býðst að starfa í. Þetta þrennt vinnur oft á tíðum gegn hvert öðru þar sem leikskólinn er að mínu mati pólitískasta skólastigið þar sem það er nauðsynlegt að bjóða upp á ákveðna þjónustu sem tryggir jafnræði foreldra á vinnumarkaði en jafnframt huga að því hvaða afleiðingar slík þjónusta hefur á þjónustu við börnin sem þar dvelja oft á tíðum hátt í 80% af vökutíma sínum. Umræðan sem skapast hefur meðal þeirra sem starfa í leikskólum víðsvegar hefur verið á þá leið að áhyggjur hafa myndast af því að þetta ferli komi til með að bitna á faglegu starfi og þá sérstaklega vegna þess að það hefur verið stöðugt fráhvarf frá leikskólakennarastéttinni um nokkurt skeið eða í kjölfar breytinga er varða leyfisbréf á milli skólastiga. Rannsóknir hafa sýnt fram á að leikskólakennarar leita annað í von um betra vinnuumhverfi. Stytting vinnuvikunnar ef vel er farið með getur vissulega haft jákvæð áhrif á vinnuumhverfi kennara ásamt auknum undirbúningstíma en það tvennt þýðir á sama tíma minni viðvera með börnum. Í leikskóla læra börn einna helst í gegnum leikinn, námsumhverfið þeirra er nánasta umhverfi þeirra á leikskólanum. Til þess að námsumhverfið standist kröfur eru mikilvægustu þættirnir þeir að barnið upplifi öryggi og vellíðan. Í Garðabæ eru leikskólagjöld hærri en tíðkast í öðrum sveitafélögum, það hefur verið rökstutt með gæðum þjónustu við börn og foreldra. Nú stöndum við frammi fyrir krefjandi áskorunum sem kallar á samvinnu stjórnenda, starfsmanna og sveitarfélagsins. Nú þegar í fjárhagsáætlunum er gert ráð fyrir 50% minni fjárhæð í þróunarsjóð í leikskólum Garðabæjar sem hefur verið gulrót í fagstarfi í skólastofnunum sveitarfélagsins. Starfsfólk á leikskólum hefur undanfarið ár starfað undir miklu álagi á tímum Covid og er verið að rannsaka áhrif þess á starfsemi leikskóla og nú er ljóst er að það mun taka sinn toll að innleiða styttingu vinnuvikunnar. Eins og sveitafélögin setja dæmið fram núna þá hafa skilaboðin verið þau að stytta eigi vinnutímann án þess að hækka kostnað og skerða þjónustu gagnvart börnunum en eins og þetta horfir við í raunveruleikanum þá skiptir einnig höfuðmáli að skerða ekki þjónustu gagnvart foreldrum. Viðhorf samfélagsins til leikskólans togast á í heimi þar sem konur, menn og börn þurfa nauðsynlega á því að halda að gæði skerðist ekki. Það er dæmi sem gengur illa upp og því fyrr sem sveitafélögin hefja samtal um raunverulegan kostnað eða skerðingu á þjónustu komumst við nær að því að leysa þetta verkefni á farsælan hátt. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stytting vinnuvikunnar Garðabær Harpa Þorsteinsdóttir Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Nú stöndum við frammi fyrir því að vinna að styttingu vinnuvikunnar á yngsta skólastiginu, leikskólanum. Leikskólinn er reyndar einnig einn mikilvægasti þjónustuaðili hjá sveitafélögum ásamt því að vera eitt mest krefjandi vinnuumhverfi sem fagfólki í skólastarfi býðst að starfa í. Þetta þrennt vinnur oft á tíðum gegn hvert öðru þar sem leikskólinn er að mínu mati pólitískasta skólastigið þar sem það er nauðsynlegt að bjóða upp á ákveðna þjónustu sem tryggir jafnræði foreldra á vinnumarkaði en jafnframt huga að því hvaða afleiðingar slík þjónusta hefur á þjónustu við börnin sem þar dvelja oft á tíðum hátt í 80% af vökutíma sínum. Umræðan sem skapast hefur meðal þeirra sem starfa í leikskólum víðsvegar hefur verið á þá leið að áhyggjur hafa myndast af því að þetta ferli komi til með að bitna á faglegu starfi og þá sérstaklega vegna þess að það hefur verið stöðugt fráhvarf frá leikskólakennarastéttinni um nokkurt skeið eða í kjölfar breytinga er varða leyfisbréf á milli skólastiga. Rannsóknir hafa sýnt fram á að leikskólakennarar leita annað í von um betra vinnuumhverfi. Stytting vinnuvikunnar ef vel er farið með getur vissulega haft jákvæð áhrif á vinnuumhverfi kennara ásamt auknum undirbúningstíma en það tvennt þýðir á sama tíma minni viðvera með börnum. Í leikskóla læra börn einna helst í gegnum leikinn, námsumhverfið þeirra er nánasta umhverfi þeirra á leikskólanum. Til þess að námsumhverfið standist kröfur eru mikilvægustu þættirnir þeir að barnið upplifi öryggi og vellíðan. Í Garðabæ eru leikskólagjöld hærri en tíðkast í öðrum sveitafélögum, það hefur verið rökstutt með gæðum þjónustu við börn og foreldra. Nú stöndum við frammi fyrir krefjandi áskorunum sem kallar á samvinnu stjórnenda, starfsmanna og sveitarfélagsins. Nú þegar í fjárhagsáætlunum er gert ráð fyrir 50% minni fjárhæð í þróunarsjóð í leikskólum Garðabæjar sem hefur verið gulrót í fagstarfi í skólastofnunum sveitarfélagsins. Starfsfólk á leikskólum hefur undanfarið ár starfað undir miklu álagi á tímum Covid og er verið að rannsaka áhrif þess á starfsemi leikskóla og nú er ljóst er að það mun taka sinn toll að innleiða styttingu vinnuvikunnar. Eins og sveitafélögin setja dæmið fram núna þá hafa skilaboðin verið þau að stytta eigi vinnutímann án þess að hækka kostnað og skerða þjónustu gagnvart börnunum en eins og þetta horfir við í raunveruleikanum þá skiptir einnig höfuðmáli að skerða ekki þjónustu gagnvart foreldrum. Viðhorf samfélagsins til leikskólans togast á í heimi þar sem konur, menn og börn þurfa nauðsynlega á því að halda að gæði skerðist ekki. Það er dæmi sem gengur illa upp og því fyrr sem sveitafélögin hefja samtal um raunverulegan kostnað eða skerðingu á þjónustu komumst við nær að því að leysa þetta verkefni á farsælan hátt. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun