Neitaði að borga reikninginn á veitingastað og var vistuð í fangageymslu Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2021 07:44 Lögregla heimsótti tvö veitingahús í gærkvöldi, annað vegna viðskiptavinar en hitt vegna sóttvarnabrota. Mynd/Almannavarnir Lögregla var kölluð til á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna konu á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Konan hafði neitað að greiða reikninginn á veitingastaðnum og gaf ekki upp nafn eða kennitölu þegar lögregla kom á vettvang. Var hún vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Tæpum klukkutíma síðar var lögregla aftur við störf á veitingahúsi, í það skiptið vegna brots á sóttvarnalögum. Þá var klukkan 23:05 og voru gestir enn inn á staðnum, en samkvæmt núgildandi reglugerð mega veitingastaðir hafa opið til 22. Skýrsla var rituð um málið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá var töluvert um samkvæmi, en frá miðnætti til klukkan fimm í morgun voru 22 mál skráð vegna samkvæmishávaða. Eitt samkvæmið fór fram í Laugardal en þar hafði óvelkominn maður reynt að komast inn í húsnæðið og var lögregla kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Maðurinn er einnig grunaður um brot á vopnalögum, en hann fékk að yfirgefa vettvang ásamt vini sínum. Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu, annað í fjölbýlishúsi í Hlíðahverfi upp úr klukkan níu þar sem farið var inn í bifreið og stolið ýmsum munum. Hið seinna var í Laugardal rétt eftir miðnætti en þar sá eigandi bíls þegar maður tók saman muni úr bílnum. Þjófurinn reyndi að hlaupa í burtu þegar eigandinn kom að bílnum en var að lokum stöðvaður og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Ósáttur við myndatökur af konunni Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi. Þar hafði maður orðið ósáttur þegar annar maður tók myndir af konu hans samkvæmt dagbók lögreglu. Ekki er vitað hverjir áverkar árásarþola voru eftir árásina. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem er sautján ára gamall. Lögregla hafði samband við móður ökumannsins og var málið tilkynnt til Barnaverndar í kjölfarið. Þá hafði lögregla afskipti af manni á rafskútu í Kópavogi á ellefta tímanum, en sá er grunaður um vörslu fíkniefna. Í dagbók lögreglu er að finna eina tilkynningu um þjófnað úr verslun, en sú barst lögreglu rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Þar hafði maður verið stöðvaður eftir að hann reyndi að yfirgefa verslun í miðbænum með matvöru fyrir 25 þúsund krónur. Maðurinn viðurkenndi brotið og var skýrsla rituð um málið. Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Tæpum klukkutíma síðar var lögregla aftur við störf á veitingahúsi, í það skiptið vegna brots á sóttvarnalögum. Þá var klukkan 23:05 og voru gestir enn inn á staðnum, en samkvæmt núgildandi reglugerð mega veitingastaðir hafa opið til 22. Skýrsla var rituð um málið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá var töluvert um samkvæmi, en frá miðnætti til klukkan fimm í morgun voru 22 mál skráð vegna samkvæmishávaða. Eitt samkvæmið fór fram í Laugardal en þar hafði óvelkominn maður reynt að komast inn í húsnæðið og var lögregla kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Maðurinn er einnig grunaður um brot á vopnalögum, en hann fékk að yfirgefa vettvang ásamt vini sínum. Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu, annað í fjölbýlishúsi í Hlíðahverfi upp úr klukkan níu þar sem farið var inn í bifreið og stolið ýmsum munum. Hið seinna var í Laugardal rétt eftir miðnætti en þar sá eigandi bíls þegar maður tók saman muni úr bílnum. Þjófurinn reyndi að hlaupa í burtu þegar eigandinn kom að bílnum en var að lokum stöðvaður og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Ósáttur við myndatökur af konunni Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi. Þar hafði maður orðið ósáttur þegar annar maður tók myndir af konu hans samkvæmt dagbók lögreglu. Ekki er vitað hverjir áverkar árásarþola voru eftir árásina. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem er sautján ára gamall. Lögregla hafði samband við móður ökumannsins og var málið tilkynnt til Barnaverndar í kjölfarið. Þá hafði lögregla afskipti af manni á rafskútu í Kópavogi á ellefta tímanum, en sá er grunaður um vörslu fíkniefna. Í dagbók lögreglu er að finna eina tilkynningu um þjófnað úr verslun, en sú barst lögreglu rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Þar hafði maður verið stöðvaður eftir að hann reyndi að yfirgefa verslun í miðbænum með matvöru fyrir 25 þúsund krónur. Maðurinn viðurkenndi brotið og var skýrsla rituð um málið.
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira