Flugmenn í þjálfun keyptu fimm þúsund hótelnætur Kristján Már Unnarsson skrifar 7. febrúar 2021 16:55 Flugmenn æfa lendingu í einum af flughermum Icelandair. Stöð 2 Á sama tíma tíma og flugheimurinn er í djúpri lægð vegna kórónufaraldursins hefur þjálfun erlendra flugmanna í flughermum Icelandair stóraukist. Þannig sendu erlend flugfélög fimm þúsund flugmenn í þjálfun til Hafnarfjarðar í fyrra. Þjálfunarsetur Icelandair er á Flugvöllum í útjaðri bæjarins. Það vekur athygli okkar að á síðasta ári var helmingur þeirra flugmanna sem þangað sótti þjálfun á vegum annarra flugfélaga. „Það eru flugfélög allsstaðar að úr heiminum sem koma hérna og kaupa þjálfun hjá okkur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, í fréttum Stöðvar 2, en flughermarnir eru fyrir þrjár tegundir Boeing-véla; 737, 757 og 767. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við Boeing 737 max-flughermi.Arnar Halldórsson Meðan dregið hefur úr þjálfun flugmanna Icelandair streyma flugmenn erlendra flugfélaga í flughermana, frá löndum eins og Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Grikklandi og Bahrein. „Þannig að það er gríðarleg fjölgun í þjálfun fyrir erlend flugfélög hérna hjá okkur,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland, en svo nefnist dótturfélag Icelandair sem rekur flughermana. Skýringin á fjölguninni liggur í því að þetta eru einkum flugmenn fraktflugfélaga. „Þannig að það hefur orðið vöxtur og sprenging í því. Það spretta upp cargo-flugfélög um alla Evrópu núna til þessa að flytja vörur,“ segir Guðmundur Örn. Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland.Arnar Halldórsson Og þetta er ekki ókeypis. Klukkutíminn í flughermi kostar milli 400 og 500 dollara eða allt að 65 þúsund krónur. „Þannig að við erum að fá verulegar tekjur, nokkur hundruð milljónir, utanfrá í þetta.“ Í fyrra voru þetta fimm þúsund flugmenn, raunar 2.500 sem hver kom tvisvar, og allir þurfa gistingu. Þannig áætlar Guðmundur Örn að í fyrra hafi verið keyptar um fimm þúsund hótelnætur fyrir þá flugmenn sem komu erlendis frá í þjálfun í flughermunum. Flugrekstrarstjóri Icelandair segir það hafa reynst góða ákvörðun að kaupa eigin flugherma, eins og þann sem núna nýtist við endurþjálfun Max-flugmanna. „Þessi flughermir er tveggja ára gamall og besta mögulega tækið sem hægt er að fá til þess að þjálfa flugmenn. Þannig að við stöndum einstaklega vel að vígi hvað það varðar,“ segir Haukur Reynisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Hafnarfjörður Boeing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Þjálfunarsetur Icelandair er á Flugvöllum í útjaðri bæjarins. Það vekur athygli okkar að á síðasta ári var helmingur þeirra flugmanna sem þangað sótti þjálfun á vegum annarra flugfélaga. „Það eru flugfélög allsstaðar að úr heiminum sem koma hérna og kaupa þjálfun hjá okkur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, í fréttum Stöðvar 2, en flughermarnir eru fyrir þrjár tegundir Boeing-véla; 737, 757 og 767. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við Boeing 737 max-flughermi.Arnar Halldórsson Meðan dregið hefur úr þjálfun flugmanna Icelandair streyma flugmenn erlendra flugfélaga í flughermana, frá löndum eins og Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Grikklandi og Bahrein. „Þannig að það er gríðarleg fjölgun í þjálfun fyrir erlend flugfélög hérna hjá okkur,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland, en svo nefnist dótturfélag Icelandair sem rekur flughermana. Skýringin á fjölguninni liggur í því að þetta eru einkum flugmenn fraktflugfélaga. „Þannig að það hefur orðið vöxtur og sprenging í því. Það spretta upp cargo-flugfélög um alla Evrópu núna til þessa að flytja vörur,“ segir Guðmundur Örn. Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland.Arnar Halldórsson Og þetta er ekki ókeypis. Klukkutíminn í flughermi kostar milli 400 og 500 dollara eða allt að 65 þúsund krónur. „Þannig að við erum að fá verulegar tekjur, nokkur hundruð milljónir, utanfrá í þetta.“ Í fyrra voru þetta fimm þúsund flugmenn, raunar 2.500 sem hver kom tvisvar, og allir þurfa gistingu. Þannig áætlar Guðmundur Örn að í fyrra hafi verið keyptar um fimm þúsund hótelnætur fyrir þá flugmenn sem komu erlendis frá í þjálfun í flughermunum. Flugrekstrarstjóri Icelandair segir það hafa reynst góða ákvörðun að kaupa eigin flugherma, eins og þann sem núna nýtist við endurþjálfun Max-flugmanna. „Þessi flughermir er tveggja ára gamall og besta mögulega tækið sem hægt er að fá til þess að þjálfa flugmenn. Þannig að við stöndum einstaklega vel að vígi hvað það varðar,“ segir Haukur Reynisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Hafnarfjörður Boeing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira