Björgvin Páll semur við Val Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. febrúar 2021 17:45 Björgvin Páll hefur verið með fastamaður í íslenska landsliðinu í vel yfir áratug. Vísir/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur samið við að leika með Val næstu fimm árin. Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeild Vals sendi frá sér rétt í þessu. Í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag var þetta til umræðu og sagði Henry Birgir Gunnarsson til að mynda að hakan myndi ekkert falla í gólfið ef Valur myndi tilkynna að Björgin myndi ganga til liðs við félagið í sumar. Það gekk heldur betur eftir. Björgvin Pál þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur varið mark íslenska landsliðsins um árabil og er með betri handboltamarkvörðum Íslands frá upphafi. Á hann að baki 240 landsleiki og var í liðinu sem landaði silfri á Ólympíuleikunum árið 2008. Hann mun ganga í raðir Valsmanna í sumar og leika með liðinu út tímabilið 2026. „Valsmenn eru gríðarlega ánægðir að fá gæði hans og reynslu inn í hópinn en þetta er mikil styrking fyrir liðið í baráttunni á komandi árum í sterkri Olís deild,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Vals. „Björgvin Páll mun einnig koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla og kemur til með að vera einn af lykilmönnum í framúrskarandi starfi handknattleiksdeildarinnar á komandi árum,“ segir einnig í tilkynningu Vals sem má sjá hér að neðan. Valur er sem stendur í 3. sæti Olís deildar karla með tíu stig, tveimur stigum minna en topplið Hauka. Fréttatilkynning! Björgvin Páll Gústavsson semur við Val! Handknattleiksdeild Vals hefur samið við Björgvin Pál...Posted by Valur Handbolti on Tuesday, February 9, 2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Sportið í dag: „Hakan hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val“ Það kæmi lítið á óvart ef Björgvin Páll Gústavsson gengi í raðir Vals í sumar. Þetta sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. 9. febrúar 2021 13:50 Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag var þetta til umræðu og sagði Henry Birgir Gunnarsson til að mynda að hakan myndi ekkert falla í gólfið ef Valur myndi tilkynna að Björgin myndi ganga til liðs við félagið í sumar. Það gekk heldur betur eftir. Björgvin Pál þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur varið mark íslenska landsliðsins um árabil og er með betri handboltamarkvörðum Íslands frá upphafi. Á hann að baki 240 landsleiki og var í liðinu sem landaði silfri á Ólympíuleikunum árið 2008. Hann mun ganga í raðir Valsmanna í sumar og leika með liðinu út tímabilið 2026. „Valsmenn eru gríðarlega ánægðir að fá gæði hans og reynslu inn í hópinn en þetta er mikil styrking fyrir liðið í baráttunni á komandi árum í sterkri Olís deild,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Vals. „Björgvin Páll mun einnig koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla og kemur til með að vera einn af lykilmönnum í framúrskarandi starfi handknattleiksdeildarinnar á komandi árum,“ segir einnig í tilkynningu Vals sem má sjá hér að neðan. Valur er sem stendur í 3. sæti Olís deildar karla með tíu stig, tveimur stigum minna en topplið Hauka. Fréttatilkynning! Björgvin Páll Gústavsson semur við Val! Handknattleiksdeild Vals hefur samið við Björgvin Pál...Posted by Valur Handbolti on Tuesday, February 9, 2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Sportið í dag: „Hakan hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val“ Það kæmi lítið á óvart ef Björgvin Páll Gústavsson gengi í raðir Vals í sumar. Þetta sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. 9. febrúar 2021 13:50 Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
Sportið í dag: „Hakan hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val“ Það kæmi lítið á óvart ef Björgvin Páll Gústavsson gengi í raðir Vals í sumar. Þetta sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. 9. febrúar 2021 13:50
Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59