„Við þurftum á góðum úrslitum að halda eftir Everton leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. febrúar 2021 22:35 Ole var sáttur með sigurinn en fannst að sínir menn hefðu átt að klára leikinn fyrr í kvöld. Matthew Peters/Getty Images Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir leikinn gegn Everton á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir að hafa misst leikinn gegn Everton niður í jafntefli á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. „Mér fannst við stjórna leiknum. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik varð þetta meiri leikur. Þegar staðan er markalaus og við erum ekki að nýta færin okkar getur allt gerst. Við vissum það eftir leikinn gegn Everton. Þetta snýst um að klára leiki en við erum komnir áfram. Við erum í drættinum og það er allt sem við vildum,“ sagði Ole við BBC eftir leik. „Ég held að við höfum átt rúmlega fimmtán skot á endanum en við þurfum að nýta færin betur. Við hefðum átt að klára leikinn fyrr og helst í venjulegum leiktíma en stundum gengur það ekki eftir.“ „Við þurftum á góðum úrslitum að halda og þessari góðu tilfinningu vegna þess að við vorum langt niðri eftir Everton leikinn. Það var erfitt að taka því en strákarnir voru einbeittir í kvöld og náðu að vinna leikinn.“ „Auðvitað viltu vinna alla leiki. Við viljum berjast um titla og við viljum fara í úrslitaleiki, það er það sem hlutirnir snúast um hjá Manchester United. Stundum ertu heppinn með drátt í bikar – við höfum ekki verið það heppnir – en augljóslega erum við skrefi nær því að komast í úrslit.“ „Scott McTominay var framherji hér áður fyrr og kann að klára færi. Þú sérð að það er ekkert nýtt fyrir honum að vera í þessum stöðum á vellinum, hann neglir boltanum bara í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum eftir 1-0 sigur Man United á West Ham þökk sé marki McTominay í framlengingu. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir að hafa misst leikinn gegn Everton niður í jafntefli á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. „Mér fannst við stjórna leiknum. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik varð þetta meiri leikur. Þegar staðan er markalaus og við erum ekki að nýta færin okkar getur allt gerst. Við vissum það eftir leikinn gegn Everton. Þetta snýst um að klára leiki en við erum komnir áfram. Við erum í drættinum og það er allt sem við vildum,“ sagði Ole við BBC eftir leik. „Ég held að við höfum átt rúmlega fimmtán skot á endanum en við þurfum að nýta færin betur. Við hefðum átt að klára leikinn fyrr og helst í venjulegum leiktíma en stundum gengur það ekki eftir.“ „Við þurftum á góðum úrslitum að halda og þessari góðu tilfinningu vegna þess að við vorum langt niðri eftir Everton leikinn. Það var erfitt að taka því en strákarnir voru einbeittir í kvöld og náðu að vinna leikinn.“ „Auðvitað viltu vinna alla leiki. Við viljum berjast um titla og við viljum fara í úrslitaleiki, það er það sem hlutirnir snúast um hjá Manchester United. Stundum ertu heppinn með drátt í bikar – við höfum ekki verið það heppnir – en augljóslega erum við skrefi nær því að komast í úrslit.“ „Scott McTominay var framherji hér áður fyrr og kann að klára færi. Þú sérð að það er ekkert nýtt fyrir honum að vera í þessum stöðum á vellinum, hann neglir boltanum bara í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum eftir 1-0 sigur Man United á West Ham þökk sé marki McTominay í framlengingu. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira