Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. febrúar 2021 14:02 Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. Þrátt fyrir að ljóst varð í gær að ekkert yrði af rannsóknarverkefni Pfizer hér á landi, sem hefði kallað á bólusetningu þorra landsmanna með hraði, halda planaðar bólusetningar landsmanna áfram samkvæmt forgangsröðun heilbrigðisráðuneytisins. Að lokinni bólusetningu er mælst til þess að fólk bíði í korter til að sjá hvort alls sé ekki í lagi, hvort nokkurra ofnæmisviðbragða verði vart.Vísir/Vilhelm Byrjað var að bólusetja klukkan 13 var allt farið á fullt þegar fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum að skipuleggja þetta á miklum hraða. Þetta er keyrt hratt og gengur mjög vel,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækningar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 400 manns eru bólusettir á klukkutíma sem svarar til sex til sjö á hverri mínútu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stefnt á að bólusetja 400 manns á klukkutíma. „Mér sýnist það svínvirka,“ segir Ragnheiður Ósk. Svipaður hraði verði í bólusetningum á næstunni. Þeir virðast í fínu formi lögreglu-, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir sem mættu í bólusetningu í dag enda krefst starfið þess að þeir séu í góðu líkamlegu ástandi.Vísir/Vilhelm „Við reiknum með því. Það er að koma meira bóluefni og stærri skammtar í einu næstu vikurnar. Það er gott að eiga svona gott skipulag.“ Bóluefni frá Pfizer og Moderna hafa verið notuð undanfarnar vikur til að bólusetja landsmenn. Átta þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu og um helmingurinn eru fullkláraðir, bólusettir í bak og fyrir. Sigríður Dóra segir að á morgun verði svo byrjað að bólusetja starfsfólk hjúkrunarheimila með bóluefni frá AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/vilhelm Allir verði bólusettir í Laugardalshöll en blöndun ólíkra bóluefna fari fram á ólíkum stöðum. Bólusetning níræðra og eldri er lokið og nú vinni heilsugæslan sig niður listann. Vonir standi til að búið verði að bólusetja alla eldri en sjötíu ára í lok mars. „Nema bóluefni komi hraðar. En svona lítur þetta út í dag,“ segir Sigríður Dóra. Þolinmóðir lögreglumenn að lokinni bólusetningu.vísir/vilhelm Þær segja eitt bráðatilvik hafa komið upp við bólusetningu en þau séu vel viðbúin. „Við erum undirbúin undir bráðaofnæmi,“ segir Sigríður Dóra. Fólk sem er með sögu af bráðaofnæmi fyrir stungum eða lyfjum í æð eigi ekki að þiggja boð um bólusetningu. „Þetta hefur allt gengið mjög vel og við erum undirbúin ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/egill Stemmningin sé góð á vettvangi bólusetninga fyrir Covid-19 að mati þeirra Ragnheiðar Óskar og Sigríðar Dóru. „Já, það er mikil gleði. Þetta eru skemmtilegir dagar, bólusetningardagarnir hjá okkur,“ segir Ragnheiður Ósk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Sjá meira
Þrátt fyrir að ljóst varð í gær að ekkert yrði af rannsóknarverkefni Pfizer hér á landi, sem hefði kallað á bólusetningu þorra landsmanna með hraði, halda planaðar bólusetningar landsmanna áfram samkvæmt forgangsröðun heilbrigðisráðuneytisins. Að lokinni bólusetningu er mælst til þess að fólk bíði í korter til að sjá hvort alls sé ekki í lagi, hvort nokkurra ofnæmisviðbragða verði vart.Vísir/Vilhelm Byrjað var að bólusetja klukkan 13 var allt farið á fullt þegar fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum að skipuleggja þetta á miklum hraða. Þetta er keyrt hratt og gengur mjög vel,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækningar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 400 manns eru bólusettir á klukkutíma sem svarar til sex til sjö á hverri mínútu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stefnt á að bólusetja 400 manns á klukkutíma. „Mér sýnist það svínvirka,“ segir Ragnheiður Ósk. Svipaður hraði verði í bólusetningum á næstunni. Þeir virðast í fínu formi lögreglu-, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir sem mættu í bólusetningu í dag enda krefst starfið þess að þeir séu í góðu líkamlegu ástandi.Vísir/Vilhelm „Við reiknum með því. Það er að koma meira bóluefni og stærri skammtar í einu næstu vikurnar. Það er gott að eiga svona gott skipulag.“ Bóluefni frá Pfizer og Moderna hafa verið notuð undanfarnar vikur til að bólusetja landsmenn. Átta þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu og um helmingurinn eru fullkláraðir, bólusettir í bak og fyrir. Sigríður Dóra segir að á morgun verði svo byrjað að bólusetja starfsfólk hjúkrunarheimila með bóluefni frá AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/vilhelm Allir verði bólusettir í Laugardalshöll en blöndun ólíkra bóluefna fari fram á ólíkum stöðum. Bólusetning níræðra og eldri er lokið og nú vinni heilsugæslan sig niður listann. Vonir standi til að búið verði að bólusetja alla eldri en sjötíu ára í lok mars. „Nema bóluefni komi hraðar. En svona lítur þetta út í dag,“ segir Sigríður Dóra. Þolinmóðir lögreglumenn að lokinni bólusetningu.vísir/vilhelm Þær segja eitt bráðatilvik hafa komið upp við bólusetningu en þau séu vel viðbúin. „Við erum undirbúin undir bráðaofnæmi,“ segir Sigríður Dóra. Fólk sem er með sögu af bráðaofnæmi fyrir stungum eða lyfjum í æð eigi ekki að þiggja boð um bólusetningu. „Þetta hefur allt gengið mjög vel og við erum undirbúin ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/egill Stemmningin sé góð á vettvangi bólusetninga fyrir Covid-19 að mati þeirra Ragnheiðar Óskar og Sigríðar Dóru. „Já, það er mikil gleði. Þetta eru skemmtilegir dagar, bólusetningardagarnir hjá okkur,“ segir Ragnheiður Ósk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent