Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2021 18:09 Hermenn standa vörð við þinghús Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. Mennirnir funduðu síðasta föstudag og ræddu leiðir til að stofna mið-hægriflokk. Alls tóku rúmlega 120 manns þátt í fjarfundinum og þar á meðal voru fyrrverandi embættismenn úr ríkisstjórnum Ronalds Reagan, Bush feðganna og Trumps. Samkvæmt frétt Reuters, sem hefur rætt við menn sem tóku þátt í fundinum, snerist umræðan um það að stofna nýjan flokk sem byggi á grundvallargildum íhaldssemi, því að framfylgja stjórnarskrá Bandaríkjanna og lögum. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja þessi gildi hafa tekið á sig mikið högg í forsetatíð Trumps. Áætlun þeirra er að bjóða fram þar sem það reynist mögulegt og styðja við bakið á öðrum frambjóðendum sem fylgja gildum þeirra, hvort sem um er að ræða Repúblikana, óflokksbundna frambjóðendur eða Demókrata. Nýr flokkur eða andspyrna gegn Trump Evan McMullin, sem var áður háttsettur innan Repúblikanaflokksins, tók þátt í skipulagningu fundarins og hann segir að stór hluti þeirra sem sóttu fundinn hafi verið þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að bjarga Repúblikanaflokknum. Þó það væri erfitt að stofna nýjan flokk, telji hópurinn sig ekki eiga annarra kosta völ. Aðrir á fundinum sögðu að réttast væri að byggja upp andspyrnu gegn Trump innan Repúblikanaflokksins. Miklar deilur hafa átt sér stað innan Repúblikanaflokksins að undanförnu sem snúa að miklu leyti að ásökunum Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar. Eftir árásina var útlit fyrir að Trump gæti misst tökin á flokknum en svo hefur ekki farið. Trump er enn gífurlega vinsæll meðal stórs hóps kjósenda Repúblikanaflokksins. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið og standa nú réttarhöld yfir í öldungadeild Bandaríkjaþings. Tveir þriðju þingmanna þurfa að greiða atkvæði gegn Trump til að sakfella hann og í kjölfarið færi líklegast fram atkvæðagreiðsla um að meina honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Sjá einnig: Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Trump Það er þó talið mjög ólíklegt að Trump verði sakfelldur, miðað við yfirlýsingar og atkvæði öldungadeildarþingmanna hingað til. Nokkrir þingmenn sem greiddu atkvæði með Demókrötum í fulltrúadeildinni varðandi það að ákæra Trump fyrir embættisbrot hafa orðið fyrir miklum þrýstingi innan flokksins. Aðspurður um viðræðurnar um að stofna nýjan flokk sagði Jason Miller, talsmaður Trumps, að „þessir aular hefðu yfirgefið Repúblikanaflokkinn þegar þeir kusu Joe Biden.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Mennirnir funduðu síðasta föstudag og ræddu leiðir til að stofna mið-hægriflokk. Alls tóku rúmlega 120 manns þátt í fjarfundinum og þar á meðal voru fyrrverandi embættismenn úr ríkisstjórnum Ronalds Reagan, Bush feðganna og Trumps. Samkvæmt frétt Reuters, sem hefur rætt við menn sem tóku þátt í fundinum, snerist umræðan um það að stofna nýjan flokk sem byggi á grundvallargildum íhaldssemi, því að framfylgja stjórnarskrá Bandaríkjanna og lögum. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja þessi gildi hafa tekið á sig mikið högg í forsetatíð Trumps. Áætlun þeirra er að bjóða fram þar sem það reynist mögulegt og styðja við bakið á öðrum frambjóðendum sem fylgja gildum þeirra, hvort sem um er að ræða Repúblikana, óflokksbundna frambjóðendur eða Demókrata. Nýr flokkur eða andspyrna gegn Trump Evan McMullin, sem var áður háttsettur innan Repúblikanaflokksins, tók þátt í skipulagningu fundarins og hann segir að stór hluti þeirra sem sóttu fundinn hafi verið þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að bjarga Repúblikanaflokknum. Þó það væri erfitt að stofna nýjan flokk, telji hópurinn sig ekki eiga annarra kosta völ. Aðrir á fundinum sögðu að réttast væri að byggja upp andspyrnu gegn Trump innan Repúblikanaflokksins. Miklar deilur hafa átt sér stað innan Repúblikanaflokksins að undanförnu sem snúa að miklu leyti að ásökunum Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember og árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar. Eftir árásina var útlit fyrir að Trump gæti misst tökin á flokknum en svo hefur ekki farið. Trump er enn gífurlega vinsæll meðal stórs hóps kjósenda Repúblikanaflokksins. Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið og standa nú réttarhöld yfir í öldungadeild Bandaríkjaþings. Tveir þriðju þingmanna þurfa að greiða atkvæði gegn Trump til að sakfella hann og í kjölfarið færi líklegast fram atkvæðagreiðsla um að meina honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Sjá einnig: Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Trump Það er þó talið mjög ólíklegt að Trump verði sakfelldur, miðað við yfirlýsingar og atkvæði öldungadeildarþingmanna hingað til. Nokkrir þingmenn sem greiddu atkvæði með Demókrötum í fulltrúadeildinni varðandi það að ákæra Trump fyrir embættisbrot hafa orðið fyrir miklum þrýstingi innan flokksins. Aðspurður um viðræðurnar um að stofna nýjan flokk sagði Jason Miller, talsmaður Trumps, að „þessir aular hefðu yfirgefið Repúblikanaflokkinn þegar þeir kusu Joe Biden.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira