Fast land undir fótum Jón Steindór Valdimarsson skrifar 16. febrúar 2021 07:00 Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika. Allt stuðlar þetta að aukinni velsæld okkar allra ef vel er á málum haldið. Skilningur á þessum sannindum hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum hér á landi. Þar með skilningur á því að hið opinbera hafi hlutverki að gegna á þessu sviði með því að skapa hagfellda umgjörð og hvata fyrir þessa starfsemi, ekki síst fjárhagslegum. Þess sjást fjöldamörg dæmi og margt hefur verið vel gert. Hinu verður þó ekki neitað að það er helst þegar kreppir að og áföll verða sem þessi mál fá verðuga athygli um hríð en svo dofnar yfir. Það er eins og litið sé á uppbyggingu á þessu sviði sem bráðaaðgerð en ekki verkefni til langstíma. Núverandi ríkisstjórn er engin undantekning í þessum efnum. Hún hefur gert margt vel til þess að efla nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi en nær allt er það því marki brennt að vera tímabundnar ráðstafanir sem viðbragð við bráðavanda heimsfaraldursins. Frá þessum hugsunarhætti verðum við að hverfa. Eðli nýsköpunar, rannsókna, tækni og vísinda er þannig að þau sem fyrir þeirri starfsemi standa verða að geta horft allmörg ár fram í tímann í senn þegar kemur að stuðningi og umgjörð. Óvissan að öðru leyti er ærin og ekki á hana bætandi af hálfu stjórnvalda. Lögin um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki frá árinu 2009 hafa stuðlað að arðbærum rannsóknum og þróun. Fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki hafa náð góðum árangri, ekki síst fyrir tilstuðlan þessa kerfis. Óhætt er að segja að hörð alþjóðleg samkeppni ríki um staðsetningu og nýsköpunarfyrirtækja og um að koma á fót umhverfi sem skapar þeim tækifæri til áframhaldandi vaxtar. Hér á landi hefur það ekki síður verið áskorunin, að búa svo um hnútana að fyrirtæki geti haldið áfram að vaxa og dafna eftir að þeim hefur verið komið á fót. Nýsköpun og fjárfestingar henni tengdar eru langtímaverkefni og þess vegna skiptir máli að horft sé til langs tíma þegar stuðningur og ívilnanir eru ákveðnar. Þar má Ísland ekki vera eftirbátur. Viðreisn leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að gera bráðabirgðaráðstöfun ríkisstjórnarinnar varanlega. Að sérstakur frádráttur frá álögðum tekjuskatti og hámark kostnaðar við útreikning hans gildi ekki aðeins árin 2021 og 2022 heldur áfram, um ókomna tíð. Það er liður í því að nýsköpunarfyrirtæki fái fastara land undir fætur. Einn helsti kosturinn við að bæta núgildandi kerfi með varanlegum hætti er sá að þetta er leið sem er almenn en ekki sértæk. Hún krefst þess að fyrirtækin sjálf fjármagni leiðina í upphafi en færir þeim mikilvægt svigrúm til þess að taka aðeins meiri áhættu með fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það leiðir til þess til verða vel launuð störf í fyrirtækjunum sem skilar auknum skatttekjum. Fyrirtækin eflast, þau auka fjölbreytni í atvinnulífinu og skila þannig ávinningi til samfélagsins framförum, sköttum og atvinnusköpun. Ekki verður öðru trúað en að Alþingi taki vel undir þetta frumvarp og að það verði að lögum fyrir þinglok. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Nýsköpun Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika. Allt stuðlar þetta að aukinni velsæld okkar allra ef vel er á málum haldið. Skilningur á þessum sannindum hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum hér á landi. Þar með skilningur á því að hið opinbera hafi hlutverki að gegna á þessu sviði með því að skapa hagfellda umgjörð og hvata fyrir þessa starfsemi, ekki síst fjárhagslegum. Þess sjást fjöldamörg dæmi og margt hefur verið vel gert. Hinu verður þó ekki neitað að það er helst þegar kreppir að og áföll verða sem þessi mál fá verðuga athygli um hríð en svo dofnar yfir. Það er eins og litið sé á uppbyggingu á þessu sviði sem bráðaaðgerð en ekki verkefni til langstíma. Núverandi ríkisstjórn er engin undantekning í þessum efnum. Hún hefur gert margt vel til þess að efla nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi en nær allt er það því marki brennt að vera tímabundnar ráðstafanir sem viðbragð við bráðavanda heimsfaraldursins. Frá þessum hugsunarhætti verðum við að hverfa. Eðli nýsköpunar, rannsókna, tækni og vísinda er þannig að þau sem fyrir þeirri starfsemi standa verða að geta horft allmörg ár fram í tímann í senn þegar kemur að stuðningi og umgjörð. Óvissan að öðru leyti er ærin og ekki á hana bætandi af hálfu stjórnvalda. Lögin um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki frá árinu 2009 hafa stuðlað að arðbærum rannsóknum og þróun. Fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki hafa náð góðum árangri, ekki síst fyrir tilstuðlan þessa kerfis. Óhætt er að segja að hörð alþjóðleg samkeppni ríki um staðsetningu og nýsköpunarfyrirtækja og um að koma á fót umhverfi sem skapar þeim tækifæri til áframhaldandi vaxtar. Hér á landi hefur það ekki síður verið áskorunin, að búa svo um hnútana að fyrirtæki geti haldið áfram að vaxa og dafna eftir að þeim hefur verið komið á fót. Nýsköpun og fjárfestingar henni tengdar eru langtímaverkefni og þess vegna skiptir máli að horft sé til langs tíma þegar stuðningur og ívilnanir eru ákveðnar. Þar má Ísland ekki vera eftirbátur. Viðreisn leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að gera bráðabirgðaráðstöfun ríkisstjórnarinnar varanlega. Að sérstakur frádráttur frá álögðum tekjuskatti og hámark kostnaðar við útreikning hans gildi ekki aðeins árin 2021 og 2022 heldur áfram, um ókomna tíð. Það er liður í því að nýsköpunarfyrirtæki fái fastara land undir fætur. Einn helsti kosturinn við að bæta núgildandi kerfi með varanlegum hætti er sá að þetta er leið sem er almenn en ekki sértæk. Hún krefst þess að fyrirtækin sjálf fjármagni leiðina í upphafi en færir þeim mikilvægt svigrúm til þess að taka aðeins meiri áhættu með fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það leiðir til þess til verða vel launuð störf í fyrirtækjunum sem skilar auknum skatttekjum. Fyrirtækin eflast, þau auka fjölbreytni í atvinnulífinu og skila þannig ávinningi til samfélagsins framförum, sköttum og atvinnusköpun. Ekki verður öðru trúað en að Alþingi taki vel undir þetta frumvarp og að það verði að lögum fyrir þinglok. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun