Vel vopnum búin Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 17. febrúar 2021 16:30 Maður er skotinn til bana í Reykjavík. Og enn og aftur upphefst kunnuglegt margtuggið stef. Í hvert skipti sem svona jaðartilvik eiga sér stað þá rísa ákveðnir aðilar upp, þar á meðal þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, og kalla eftir aukinni vopnvæðingu lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri mætir í viðtal og vill endurskoða vopnareglur. En hverju hefði það breytt í þessu tilviki hefði lögreglan verið almennt meira vopnum búin en hún er nú þegar? Nákvæmlega engu og við vitum það. Það voru engir lögregluþjónar á staðnum þegar atvikið átti sér stað og ekki var þeim ógnað með vopnum þegar hinir grunuðu voru handteknir. Hversu oft er almennum lögreglumönnum yfirhöfuð ógnað með skotvopnum? Helst myndi aukinn vígbúnaður lögreglu breyta því að við myndum fjölga þeim tilvikum til muna þar sem rimmum milli lögreglu og borgara lyki með skotsárum eða dauðsfalli, eins og dæmin sanna. Það er enginn eðlismunur á þessum röksemdarfærslum vopnvæðingarsinnanna og þeim sem sjást í umræðunni um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum. Þar hefur til dæmis verið kallað eftir því að kennarar – já kennarar – væru betur vopnaðir, því þá geti þeir stöðvað árásarmenn. Verið er að kalla eftir lausnum sem gera vandamálið stærra og undirbúa jarðveginn fyrir ömurlegan hildarleik. Í Danmörku er tíðrætt um glæpasamtök og gengi sem ganga laus um stræti borgarinnar. Einstöku sinnum eiga sér stað útistöður milli gengja á götum úti í formi skotbardaga. En það sem vert er að hafa í huga er það að í fyrsta lagi beina þeir spjótum sínum nánast undantekningarlaust hver að öðrum. Í öðru lagi láta þeir sig hverfa um leið og lögreglan lætur sjá sig, enda hefðu glæpamenn ekkert upp úr því að eiga í útistöðum við hana. Jafnvel þó glæpalandslagið hér sé að breytast, þá er engin ástæða til að ætla að það sama myndi ekki gilda um Ísland. Í þeim örfáu tilvikum sem glæpamenn sýna í raun og veru vilja til að kljást við laganna verði, þá höfum við sérstakt, vel þjálfað viðbragðsteymi sem kemur til aðstoðar með skömmum fyrirvara. Við erum friðsælt samfélag þar sem vopnuð átök eru sárasjaldgæf. Flest glæpsamlegt athæfi má rekja til félagslegra eða sálrænna erfiðleika eða til fátæktar og við ættum í auknum mæli að takast á við þau vandamál með þá hugsun að leiðarljósi. Neyslurýmin sem nú er verið að setja upp í Reykjavík og afglæpavæðing neysluskammta er liður í því að skapa hér umhyggjusamara samfélag sem leitast við að halda utan um þau sem minnst mega sín í samfélaginu. Vopnvæðing lögreglunnar væri skref í þveröfuga átt. Ef við ætlum á annað borð að vígbúa lögregluna þá þætti mér heilbrigðara að sjá lögreglu og þingmenn kalla eftir auknu stuðningsneti lögreglunnar, hækka við hana launin, , styrkja sálfræði- og félagslega þekkingu hennar og vígbúa lögregludeildir landsins með félagsráðgjöfum og sálfræðingum frekar en skotvopnum. Höfundur er formaður Vinstri Grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Lögreglan Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Maður er skotinn til bana í Reykjavík. Og enn og aftur upphefst kunnuglegt margtuggið stef. Í hvert skipti sem svona jaðartilvik eiga sér stað þá rísa ákveðnir aðilar upp, þar á meðal þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, og kalla eftir aukinni vopnvæðingu lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri mætir í viðtal og vill endurskoða vopnareglur. En hverju hefði það breytt í þessu tilviki hefði lögreglan verið almennt meira vopnum búin en hún er nú þegar? Nákvæmlega engu og við vitum það. Það voru engir lögregluþjónar á staðnum þegar atvikið átti sér stað og ekki var þeim ógnað með vopnum þegar hinir grunuðu voru handteknir. Hversu oft er almennum lögreglumönnum yfirhöfuð ógnað með skotvopnum? Helst myndi aukinn vígbúnaður lögreglu breyta því að við myndum fjölga þeim tilvikum til muna þar sem rimmum milli lögreglu og borgara lyki með skotsárum eða dauðsfalli, eins og dæmin sanna. Það er enginn eðlismunur á þessum röksemdarfærslum vopnvæðingarsinnanna og þeim sem sjást í umræðunni um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum. Þar hefur til dæmis verið kallað eftir því að kennarar – já kennarar – væru betur vopnaðir, því þá geti þeir stöðvað árásarmenn. Verið er að kalla eftir lausnum sem gera vandamálið stærra og undirbúa jarðveginn fyrir ömurlegan hildarleik. Í Danmörku er tíðrætt um glæpasamtök og gengi sem ganga laus um stræti borgarinnar. Einstöku sinnum eiga sér stað útistöður milli gengja á götum úti í formi skotbardaga. En það sem vert er að hafa í huga er það að í fyrsta lagi beina þeir spjótum sínum nánast undantekningarlaust hver að öðrum. Í öðru lagi láta þeir sig hverfa um leið og lögreglan lætur sjá sig, enda hefðu glæpamenn ekkert upp úr því að eiga í útistöðum við hana. Jafnvel þó glæpalandslagið hér sé að breytast, þá er engin ástæða til að ætla að það sama myndi ekki gilda um Ísland. Í þeim örfáu tilvikum sem glæpamenn sýna í raun og veru vilja til að kljást við laganna verði, þá höfum við sérstakt, vel þjálfað viðbragðsteymi sem kemur til aðstoðar með skömmum fyrirvara. Við erum friðsælt samfélag þar sem vopnuð átök eru sárasjaldgæf. Flest glæpsamlegt athæfi má rekja til félagslegra eða sálrænna erfiðleika eða til fátæktar og við ættum í auknum mæli að takast á við þau vandamál með þá hugsun að leiðarljósi. Neyslurýmin sem nú er verið að setja upp í Reykjavík og afglæpavæðing neysluskammta er liður í því að skapa hér umhyggjusamara samfélag sem leitast við að halda utan um þau sem minnst mega sín í samfélaginu. Vopnvæðing lögreglunnar væri skref í þveröfuga átt. Ef við ætlum á annað borð að vígbúa lögregluna þá þætti mér heilbrigðara að sjá lögreglu og þingmenn kalla eftir auknu stuðningsneti lögreglunnar, hækka við hana launin, , styrkja sálfræði- og félagslega þekkingu hennar og vígbúa lögregludeildir landsins með félagsráðgjöfum og sálfræðingum frekar en skotvopnum. Höfundur er formaður Vinstri Grænna í Reykjavík.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun