Fleiri flugvélar lentu á Akureyri en á Keflavíkurflugvelli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 21:01 Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Isavia er heildarfjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í þessum mánuði tæplega 6.200 manns. Það er um þrjú prósent af farþegafjöldanum á sama tíma fyrir ári þegar um 220 þúsund manns höfðu farið um völlinn. Breytingin hefur skiljanlega haft mikil áhrif á rekstraraðila í Leifsstöð en þar er aðeins einn veitingastaður opinn og nokkrar verslanir. Lítið hefur verið um komufarþega á Keflavíkurflugvelli síðustu daga. Stöð 2/Hafsteinn Komufarþegum hefur fækkað gríðarlega en til að mynda lenti ein flugvél á Keflavíkurflugvelli í dag en fjórar á Akureyrarflugvelli. Frá 11. til 17. febrúar komu um ellefu hundruð manns til landsins. Langfæstir komu á fimmtudeginum 11. febrúar eða 70 manns en flestir síðasta laugardag eða um 300 manns. Alls lentu flugvélar 27 sinnum á vellinum á tímabilinu en á Akureyrarflugvelli lentu flugvélar 31 sinni á sama tíma. Óljóst hvort hertar aðgerðir dragi enn frekar úr fjölda farþega Aðeins einn af átta veitingastöðum á Keflavíkurflugvelli er nú opinn en frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi í mars á síðasta ári hafa flestir veitingastaðir þar verið meira og minna lokaðir. Þá eru fimm af níu verslunum á vellinum opnar. Erfitt er að spá fyrir um hvort hertar aðgerðir á landamærum muni draga enn frekar úr fjölda farþega næstu vikur. Sóttvarnarlæknir sagði til að mynda á upplýsingafundi almannavarna í dag að þrátt fyrir hertar aðgerðir þá væru þær vægari en víða annars staðar. „Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,” sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lokað í nærri heilt ár Optical Studio hefur rekið gleraugnaverslun í Leifsstöð í 22 ár en sú verslun hefur verið lokuð í að verða heilt ár. „Við lokuðum um miðjan mars og opnuðum í nokkra daga með haustinu en það er búið að vera lokað síðan,“ segir Kjartan Bragi Kristjánsson, eigandi Optical Studio. Hann segir að verslunin hafi orðið fyrir töluverðu tekjufalli og að segja hafi þurft starfsfólki en á móti komi að sala hafi aukist í verslunum Optical Studio á höfuðborgarsvæðinu. „Um 80 til 90 þúsund manns eru núna heima sem hefðu annars verið í útlöndum og það fólk hefur svo sannarlega komið til okkar, þannig að útlitið er ekki eins slæmt og það fyrst leit út. Við getum bara vel við unað miðað við aðstæður en við höfum misst alla erlenda ferðamenn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Verslun Reykjanesbær Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Isavia er heildarfjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í þessum mánuði tæplega 6.200 manns. Það er um þrjú prósent af farþegafjöldanum á sama tíma fyrir ári þegar um 220 þúsund manns höfðu farið um völlinn. Breytingin hefur skiljanlega haft mikil áhrif á rekstraraðila í Leifsstöð en þar er aðeins einn veitingastaður opinn og nokkrar verslanir. Lítið hefur verið um komufarþega á Keflavíkurflugvelli síðustu daga. Stöð 2/Hafsteinn Komufarþegum hefur fækkað gríðarlega en til að mynda lenti ein flugvél á Keflavíkurflugvelli í dag en fjórar á Akureyrarflugvelli. Frá 11. til 17. febrúar komu um ellefu hundruð manns til landsins. Langfæstir komu á fimmtudeginum 11. febrúar eða 70 manns en flestir síðasta laugardag eða um 300 manns. Alls lentu flugvélar 27 sinnum á vellinum á tímabilinu en á Akureyrarflugvelli lentu flugvélar 31 sinni á sama tíma. Óljóst hvort hertar aðgerðir dragi enn frekar úr fjölda farþega Aðeins einn af átta veitingastöðum á Keflavíkurflugvelli er nú opinn en frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi í mars á síðasta ári hafa flestir veitingastaðir þar verið meira og minna lokaðir. Þá eru fimm af níu verslunum á vellinum opnar. Erfitt er að spá fyrir um hvort hertar aðgerðir á landamærum muni draga enn frekar úr fjölda farþega næstu vikur. Sóttvarnarlæknir sagði til að mynda á upplýsingafundi almannavarna í dag að þrátt fyrir hertar aðgerðir þá væru þær vægari en víða annars staðar. „Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,” sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lokað í nærri heilt ár Optical Studio hefur rekið gleraugnaverslun í Leifsstöð í 22 ár en sú verslun hefur verið lokuð í að verða heilt ár. „Við lokuðum um miðjan mars og opnuðum í nokkra daga með haustinu en það er búið að vera lokað síðan,“ segir Kjartan Bragi Kristjánsson, eigandi Optical Studio. Hann segir að verslunin hafi orðið fyrir töluverðu tekjufalli og að segja hafi þurft starfsfólki en á móti komi að sala hafi aukist í verslunum Optical Studio á höfuðborgarsvæðinu. „Um 80 til 90 þúsund manns eru núna heima sem hefðu annars verið í útlöndum og það fólk hefur svo sannarlega komið til okkar, þannig að útlitið er ekki eins slæmt og það fyrst leit út. Við getum bara vel við unað miðað við aðstæður en við höfum misst alla erlenda ferðamenn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Verslun Reykjanesbær Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
„Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17