Þróttur rýmir fyrir þjóðarleikvangi en fær stórt fótboltasvæði og íþróttahús Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 14:01 Skipta á um gervigras á aðalvelli Þróttar þegar færi gefst. Suður af vellinum glittir í Laugardalshöll sem gæti farið í hendur Þróttar en þar hafa iðkendur félagsins getað æft þegar höllin er ekki frátekin fyrir landsleiki, bikarleiki eða annað. vísir/egill Knattspyrnufélagið Þróttur og Reykjavíkurborg hafa komist að samkomulagi um það hvernig uppbyggingu aðstöðu fyrir félagið í Laugardal verður háttað. Þróttarar fá samkvæmt því meðal annars tvo nýja gervigrasvelli og nýtt íþróttahús en gefa eftir svæði sem hugmyndir hafa verið uppi um að nýta fyrir þjóðarhöll- og leikvang. Finnbogi Hilmarsson, formaður Þróttar, segir að samningar þessa efnis verði formlega undirritaðir í næstu viku: „Þetta eru stórkostleg tíðindi, ekki bara fyrir Þrótt heldur íbúa í Laugardal sem hafa lengi beðið eftir að það verði einhverjar úrlausnir í aðstöðumálum í hverfinu.“ Í samkomulaginu felst að Þróttur fái tvo nýja gervigrasvelli þar sem nú er Valbjarnarvöllur, austan við Laugardalsvöll. Undirbúningur að gerð þessara valla á að hefjast strax og verða þeir báðir í fullri stærð, með upphitun og lýsingu, segir Finnbogi. Auk þess fá Þróttarar síðar meir frjálsíþróttasvæðið sem liggur norður af Valbjarnarvelli og að World Class Laugum, svokallað kastsvæði, og þar með verður til stórt svæði fyrir Þróttara með gras- og gervigrasvöllum. Þegar þeir fá kastsvæðið gefa Þróttarar eftir stórt svæði sitt við Suðurlandsbraut, suðaustur af Laugardalshöll. Þetta ætti að skapa rými fyrir nýjan þjóðarleikvang í frjálsum íþróttum eða nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir á borð við handbolta og körfubolta, eins og rætt hefur verið um. Þróttarar gefa einnig eftir völl við Álfheima. Finnbogi segir jafnframt að í næstu viku hefjist vinna við deiliskipulag fyrir nýtt íþróttahús sem byggja á þar sem nú er bílastæði við félagsheimili Þróttar og Ármanns. Íþróttahúsið á að þjóna Þrótti, Ármanni og skólunum í hverfinu. Vinnu við deiliskipulagið á að vera lokið fyrir 1. desember. Þá verður einnig kannað hvort að raunhæfur möguleiki sé að Laugardalshöll, sem komin er til ára sinna og er ekki lengur lögleg fyrir alþjóðlega leiki í stórum íþróttagreinum, geti orðið félags- og íþróttahús Þróttar að undangengnum breytingum. Reykjavík Þróttur Reykjavík Frjálsar íþróttir Handbolti Körfubolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Finnbogi Hilmarsson, formaður Þróttar, segir að samningar þessa efnis verði formlega undirritaðir í næstu viku: „Þetta eru stórkostleg tíðindi, ekki bara fyrir Þrótt heldur íbúa í Laugardal sem hafa lengi beðið eftir að það verði einhverjar úrlausnir í aðstöðumálum í hverfinu.“ Í samkomulaginu felst að Þróttur fái tvo nýja gervigrasvelli þar sem nú er Valbjarnarvöllur, austan við Laugardalsvöll. Undirbúningur að gerð þessara valla á að hefjast strax og verða þeir báðir í fullri stærð, með upphitun og lýsingu, segir Finnbogi. Auk þess fá Þróttarar síðar meir frjálsíþróttasvæðið sem liggur norður af Valbjarnarvelli og að World Class Laugum, svokallað kastsvæði, og þar með verður til stórt svæði fyrir Þróttara með gras- og gervigrasvöllum. Þegar þeir fá kastsvæðið gefa Þróttarar eftir stórt svæði sitt við Suðurlandsbraut, suðaustur af Laugardalshöll. Þetta ætti að skapa rými fyrir nýjan þjóðarleikvang í frjálsum íþróttum eða nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir á borð við handbolta og körfubolta, eins og rætt hefur verið um. Þróttarar gefa einnig eftir völl við Álfheima. Finnbogi segir jafnframt að í næstu viku hefjist vinna við deiliskipulag fyrir nýtt íþróttahús sem byggja á þar sem nú er bílastæði við félagsheimili Þróttar og Ármanns. Íþróttahúsið á að þjóna Þrótti, Ármanni og skólunum í hverfinu. Vinnu við deiliskipulagið á að vera lokið fyrir 1. desember. Þá verður einnig kannað hvort að raunhæfur möguleiki sé að Laugardalshöll, sem komin er til ára sinna og er ekki lengur lögleg fyrir alþjóðlega leiki í stórum íþróttagreinum, geti orðið félags- og íþróttahús Þróttar að undangengnum breytingum.
Reykjavík Þróttur Reykjavík Frjálsar íþróttir Handbolti Körfubolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira