Ætla að auka verðmætasköpun og hagsæld með nýrri stefnu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 19:32 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunararáðherra og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri nýrrar skýrslu um svokallað klasastefnu sem hefur að markmiði að auka hagsæld. Vísir Nýsköpunarráðherra kynnir skýrslu á Alþingi í næstu viku sem felur í sér aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Fjölmargir hafa komið að mótun stefnunnar segir verkefnastýra. Stefnan geti skapað ný og spennandi tækifæri fyrir atvinnulífið í landinu. Hin nýja stefna var unnin á grundvelli þingsályktunar þar sem ríkisstjórninni var falið að skipa starfshóp sem fengi það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastýra Íslenska ferðaklasans hefur leitt vinnu við gerð stefnunnar. Hún segir að með þessu séu stjórnvöld búin að leggja ákveðinn jarðveg fyrir samstarf stjórnvalda, háskóla, frumkvöðla, fjármagnseigendur og atvinnulífið með það að markmiði að vinna að nýjum lausnum og nýsköpun í landinu. „Stefnan skýrir svolítið hlutverk stjórnvalda þegar kemur að klasamstarfi og leggur grunn að öflugri markvissri og viðspyrnu efnahagslífsins. Það er gríðarlega mikilvægt að stefnan komi fram núna þegar við þurfum að hraða þróun og breytingar vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ásta. Markmið stefnunnar sé að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í landinu. „Þarna er t.d. leiðarvísir um hvernig hægt er að brjóta við niður sýnilega og ósýnilega múra milli hinna ýmsu greina þjóðfélagsins. Þannig að við getum unnið hraðar að breytingum, hagsæld og verðmætasköpun,“ segir Ásta. Hún segir að markmiðið sé að vinna líka með þeim atvinnugreinum í landinu sem eru þegar til staðar. „Þarna eru lagðar til ákveðnar leiðir um hvernig við vinnum betur með atvinnugreinum sem eru að vinna með óafturkræfar auðlindir t.d. eins og sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan og orkugeirinn,“ segir Ásta. Í skýrslunni kemur fram að framtíðarsýn klasastefnu fyrir árið 2030 sé að Ísland verði meðal fremstu þjóða heims hvað varðar sjálfbæra atvinnuuppbyggingu, samkeppnishæfni og almenna hagsæld, samkvæmt öllum helstu mælikvörðum. Ásta segir stefnuna fela í sér gríðarmörg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Fyrirtækin eru þegar byrjuð að spretta uppúr þessum jarðvegi. Það sem þeim hefur skort hingað til er að stjórnvöld styðji við þau og með þessari nýju stefnu er komin leiðarvísir að því,“ segir Ásta. Hún segir að til að þetta verði að veruleika sé mikilvægt að forgangsraða í þágu hagsmuna allra sem koma að samstarfi. Þá þurfi samstarfið að snúast um að tengja saman þekkingu, hæfni tækni og tengsl í þágu nýsköpunar og samkeppnishæfni.Nauðsynlegt sé að stjórnvöld komi að slíkri vinnu. „Það er gríðarlegur áhugi á að stofna stafrænan ofurklasa vonandi kemst það sem fyrst á koppinn. Síðan hafa áform um líf-og heilbrigðisklasa aldrei verið meiri. Þá eru ótrúlega mikil tækifæri í kringum hönnun og skapandi greinarm,“ segir Ásta. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar-og nýsköpunarráðherra kynnir stefnuna á Alþingi í næstu viku og þá fara fram umræður um hana. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samkeppnismál Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Hin nýja stefna var unnin á grundvelli þingsályktunar þar sem ríkisstjórninni var falið að skipa starfshóp sem fengi það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastýra Íslenska ferðaklasans hefur leitt vinnu við gerð stefnunnar. Hún segir að með þessu séu stjórnvöld búin að leggja ákveðinn jarðveg fyrir samstarf stjórnvalda, háskóla, frumkvöðla, fjármagnseigendur og atvinnulífið með það að markmiði að vinna að nýjum lausnum og nýsköpun í landinu. „Stefnan skýrir svolítið hlutverk stjórnvalda þegar kemur að klasamstarfi og leggur grunn að öflugri markvissri og viðspyrnu efnahagslífsins. Það er gríðarlega mikilvægt að stefnan komi fram núna þegar við þurfum að hraða þróun og breytingar vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ásta. Markmið stefnunnar sé að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í landinu. „Þarna er t.d. leiðarvísir um hvernig hægt er að brjóta við niður sýnilega og ósýnilega múra milli hinna ýmsu greina þjóðfélagsins. Þannig að við getum unnið hraðar að breytingum, hagsæld og verðmætasköpun,“ segir Ásta. Hún segir að markmiðið sé að vinna líka með þeim atvinnugreinum í landinu sem eru þegar til staðar. „Þarna eru lagðar til ákveðnar leiðir um hvernig við vinnum betur með atvinnugreinum sem eru að vinna með óafturkræfar auðlindir t.d. eins og sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan og orkugeirinn,“ segir Ásta. Í skýrslunni kemur fram að framtíðarsýn klasastefnu fyrir árið 2030 sé að Ísland verði meðal fremstu þjóða heims hvað varðar sjálfbæra atvinnuuppbyggingu, samkeppnishæfni og almenna hagsæld, samkvæmt öllum helstu mælikvörðum. Ásta segir stefnuna fela í sér gríðarmörg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Fyrirtækin eru þegar byrjuð að spretta uppúr þessum jarðvegi. Það sem þeim hefur skort hingað til er að stjórnvöld styðji við þau og með þessari nýju stefnu er komin leiðarvísir að því,“ segir Ásta. Hún segir að til að þetta verði að veruleika sé mikilvægt að forgangsraða í þágu hagsmuna allra sem koma að samstarfi. Þá þurfi samstarfið að snúast um að tengja saman þekkingu, hæfni tækni og tengsl í þágu nýsköpunar og samkeppnishæfni.Nauðsynlegt sé að stjórnvöld komi að slíkri vinnu. „Það er gríðarlegur áhugi á að stofna stafrænan ofurklasa vonandi kemst það sem fyrst á koppinn. Síðan hafa áform um líf-og heilbrigðisklasa aldrei verið meiri. Þá eru ótrúlega mikil tækifæri í kringum hönnun og skapandi greinarm,“ segir Ásta. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar-og nýsköpunarráðherra kynnir stefnuna á Alþingi í næstu viku og þá fara fram umræður um hana.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samkeppnismál Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira