Í dagbók lögreglu segir að sá sem ráðist var á hafi verið fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar.
Hann hafi síðan verið vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins ásamt tveimur öðrum mönnum sem voru handteknir og eru taldir tengjast árásinni. Í dagbók lögreglu segir að ekki sé vitað um áverka á þeim sem ráðist var á.
Upp úr klukkan tvö í nótt var síðan tilkynnt um líkamsárás í Mosfellsbæ. Kona var handtekin grunuð um árásina og var hún flutt í fangageymslu. Ekkert er skráð um áverka að því er segir í dagbók lögreglunnar.