Spyr hvort það hafi virkilega ekki hvarflað að ráðherra að samskiptin væru óeðlileg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 17:47 Þorbjörg var gagnrýnin á símhringingar dómsmálaráðherra á aðfangadag. „Hvarflaði það virkilega ekki að ráðherra að samskiptin og bein símtöl hennar sjálfrar til lögreglustjóra væru óeðlileg á þessum tímapunkti, til lögreglustjóra sem þarna var í blábyrjun rannsóknar á meintum brotum á sóttvarnalögum af hálfu samflokksmanns þessa ráðherra og formanns?“ Þannig spurði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag en greint hefur verið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á aðfangadag. Lögregla hafði þá sent út verkefnaskrá, þar sem meðal annars kom fram að ónefndur ráðherra hefði verið staddur á samkomu þar sem tilkynnt var um sóttvarnabrot. Í ljós koma að um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Þorbjörg sagðist í ræðu sinni ekki að ætla að fullyrða neitt um ástæður dómsmálaráðherra en sagði að með símhringingum sínum hefði hún auðveldlega getað sett lögreglustjóra í óþægilega stöðu. „Krafan er ekki bara sú að stjórnvöld tjái sig ekki um einstök mál heldur gæti þess í hvívetna að snerta ekki á þeim heldur og að þau gefi aldrei annað til kynna. Mér finnst símtal ráðherra til lögreglustjóra á þessum tímapunkti því miður til þess fallið að vekja upp spurningar á skilningi á þessum mörkum. Ég ber fullt og óskorað traust til lögreglunnar í þessu máli sem öðrum en hegðun og gerðir ráðherra þennan dag finnst mér hins vegar mikill dómgreindarbrestur og kalla á það að ráðherra svari því af hvaða ástæðu hún hafði samband við lögreglustjóra þennan dag og eftir hverju hún var að leita.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Þannig spurði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag en greint hefur verið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á aðfangadag. Lögregla hafði þá sent út verkefnaskrá, þar sem meðal annars kom fram að ónefndur ráðherra hefði verið staddur á samkomu þar sem tilkynnt var um sóttvarnabrot. Í ljós koma að um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Þorbjörg sagðist í ræðu sinni ekki að ætla að fullyrða neitt um ástæður dómsmálaráðherra en sagði að með símhringingum sínum hefði hún auðveldlega getað sett lögreglustjóra í óþægilega stöðu. „Krafan er ekki bara sú að stjórnvöld tjái sig ekki um einstök mál heldur gæti þess í hvívetna að snerta ekki á þeim heldur og að þau gefi aldrei annað til kynna. Mér finnst símtal ráðherra til lögreglustjóra á þessum tímapunkti því miður til þess fallið að vekja upp spurningar á skilningi á þessum mörkum. Ég ber fullt og óskorað traust til lögreglunnar í þessu máli sem öðrum en hegðun og gerðir ráðherra þennan dag finnst mér hins vegar mikill dómgreindarbrestur og kalla á það að ráðherra svari því af hvaða ástæðu hún hafði samband við lögreglustjóra þennan dag og eftir hverju hún var að leita.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16