Þingheimur skelkaður en Ari Trausti telur líklegt að gjósi Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2021 10:33 Ari Trausti á Alþingi. Helsti jarðvísindamaður þingheims og hann hefur frætt kollega sína um að líkur séu á eldgosi, þeim til nokkurrar hrellingar. vísir/vilhelm Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, helsti jarðvísindamaður þingsins, hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu fyrirboði eldgoss. Vísir ræddi við þingmenn í gær sem tjáðu blaðamanni býsna skelkaðir að Ari Trausti færi ekki leynt með þá skoðun sína, á göngum Alþingis og í matsalnum, að líklegt sé að jarðhræringarnar á Reykjanesi væru fyrirboði eldgoss. Ari Trausti útlistaði þetta nánar á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin. Margt mætti skrifa um óróann á Reykjanesskaga en þrennt skal nefnt hér: Skjálftahrinan er f. og fr. á SV-NA-lægu...Posted by Ari Trausti on Miðvikudagur, 24. febrúar 2021 Ari Trausti rekur þróun jarðhræringa á svæðinu og bendir meðal annars á það sem fram hefur komið að höfuðborgarbúar geti verið að horfa fram á skjálfta í Brennisteins- og Bláfjallakerfinu upp á 6,5 stig. Virkni á svæðinu hljóti að teljast merki um kvikuinnskot, segir Ari Trausti meðal annars. Töluvert sé nú um skjálfta á dýptarbili frá um 10 kílómetrum niður í 20 til 30 og þar sé komið niður úr brotgjörnu skorpunni og hræringar ummerki spennulosunar við tilfærslu eða uppkomu kviku. „Að öllu samanlögu er þróunin tilefni hættustigs í óákveðin tíma. Hún getur stöðvast en einnig talist fyrirboði enn fleiri hræringa sem leiða til uppkomu jarðelda (t.d. goshrinu, sbr. Kröfluelda, sem stendur lengi en með hléum líkt og á síðustu umbrotatímum á skaganum) innan vikna, mánuða eða ára. Samt þarf það ekki að vera með þeim hætti. Orðin eru ekki spá; aðeins endurtekning á því sem vitað er um jarðvirkni á skaganum,“ segir Ari Trausti. Eldgos og jarðhræringar Alþingi Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 06:25 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Vísir ræddi við þingmenn í gær sem tjáðu blaðamanni býsna skelkaðir að Ari Trausti færi ekki leynt með þá skoðun sína, á göngum Alþingis og í matsalnum, að líklegt sé að jarðhræringarnar á Reykjanesi væru fyrirboði eldgoss. Ari Trausti útlistaði þetta nánar á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin. Margt mætti skrifa um óróann á Reykjanesskaga en þrennt skal nefnt hér: Skjálftahrinan er f. og fr. á SV-NA-lægu...Posted by Ari Trausti on Miðvikudagur, 24. febrúar 2021 Ari Trausti rekur þróun jarðhræringa á svæðinu og bendir meðal annars á það sem fram hefur komið að höfuðborgarbúar geti verið að horfa fram á skjálfta í Brennisteins- og Bláfjallakerfinu upp á 6,5 stig. Virkni á svæðinu hljóti að teljast merki um kvikuinnskot, segir Ari Trausti meðal annars. Töluvert sé nú um skjálfta á dýptarbili frá um 10 kílómetrum niður í 20 til 30 og þar sé komið niður úr brotgjörnu skorpunni og hræringar ummerki spennulosunar við tilfærslu eða uppkomu kviku. „Að öllu samanlögu er þróunin tilefni hættustigs í óákveðin tíma. Hún getur stöðvast en einnig talist fyrirboði enn fleiri hræringa sem leiða til uppkomu jarðelda (t.d. goshrinu, sbr. Kröfluelda, sem stendur lengi en með hléum líkt og á síðustu umbrotatímum á skaganum) innan vikna, mánuða eða ára. Samt þarf það ekki að vera með þeim hætti. Orðin eru ekki spá; aðeins endurtekning á því sem vitað er um jarðvirkni á skaganum,“ segir Ari Trausti.
Eldgos og jarðhræringar Alþingi Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 06:25 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 06:25
Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30
Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07