„Mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 19:00 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ. Vísir/Baldur Íþróttahreyfingin fagnaði þegar 200 áhorfendur voru leyfðir á kappleikjum hér á landi en þar með er ekki öll sagan sögð. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, fór yfir stöðuna í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. „Það er vissulega rétt en fyrst og fremst gleðjumst við yfir því að fá áhorfendur aftur í húsin. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar hreyfingu og félögin okkar, tala nú ekki um fjárhagslega. Það er rétt, þó það séu komnir 200 áhorfendur þá er það ekki öll sagan,“ sagði Róbert Geir og hélt áfram. „Áhorfendafjöldi fer líka eftir stærð stúkna hverju sinni. Það þarf hver áhorfandi að vera með tvo fermetra í kringum sig, til að halda fjarlægðartakmörkunum í næsta mann. Þannig þetta fer eftir stærð íþróttahúsa hversu margir geta komið á völlinn.“ Misjafnt eftir félögum „Mjög misjafnt. Lið eins og til dæmis Haukar og FH – með stór hús með tveimur svæðum – geta tekið á móti fleirum og jafnvel verið með tvö hólf. Síðan sjáum við hús eins og á Selfossi eða Seltjarnarnesi, þar verða örlítið færri en 200 áhorfendur er ég hræddur um.“ Verður þetta erfitt í framkvæmd? „Já og nei. Við þurfum náttúrulega að aðlaga reglurnar okkar. Það er búið að vera mikil samvinna við KKÍ í að aðlaga þær. Þetta verður vissulega flókið, það þarf að gæta sóttvarna og skrá alla sem koma í íþróttahúsin með nöfnum, kennitölum og símanúmerum. Það er örlítið flækjustig að halda utan um þetta allt.“ „Við erum sátt við að fá fólk í húsin, því ber að gleðjast. Vissulega viljum við sjá frekari afléttingar og bindum miklar vonir að í næstu afléttingum hjá yfirvöldum verði opnað enn frekar á þetta og við sjáum enn fleiri komast fyrir í húsunum. Þetta er byrjun en vissulega viljum við meira þegar líður á,“ sagði Róbert Geir aðspurður út í sína skoðun á hvort fleiri en 200 áhorfendur ættu að vera leyfðir á kappleikjum hér á landi. Áhorfendur eru lífæð félaga landsins „Við sjáum það, fyrirtæki halda að sér höndum. Það hefur verið miklu erfiðara að afla sér styrkja heldur en áður og því skipta þessar áhorfendatekjur miklu máli fyrir félögin. Því fleiri áhorfendur sem við fáum því auðveldara verður fyrir félögin að reka sig, það er ekkert launungamál þannig að það er mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ sagði Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, í viðtali við Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Róber Geir fer yfir mikilvægi þess að fá áhorfendur í húsin Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira
„Það er vissulega rétt en fyrst og fremst gleðjumst við yfir því að fá áhorfendur aftur í húsin. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar hreyfingu og félögin okkar, tala nú ekki um fjárhagslega. Það er rétt, þó það séu komnir 200 áhorfendur þá er það ekki öll sagan,“ sagði Róbert Geir og hélt áfram. „Áhorfendafjöldi fer líka eftir stærð stúkna hverju sinni. Það þarf hver áhorfandi að vera með tvo fermetra í kringum sig, til að halda fjarlægðartakmörkunum í næsta mann. Þannig þetta fer eftir stærð íþróttahúsa hversu margir geta komið á völlinn.“ Misjafnt eftir félögum „Mjög misjafnt. Lið eins og til dæmis Haukar og FH – með stór hús með tveimur svæðum – geta tekið á móti fleirum og jafnvel verið með tvö hólf. Síðan sjáum við hús eins og á Selfossi eða Seltjarnarnesi, þar verða örlítið færri en 200 áhorfendur er ég hræddur um.“ Verður þetta erfitt í framkvæmd? „Já og nei. Við þurfum náttúrulega að aðlaga reglurnar okkar. Það er búið að vera mikil samvinna við KKÍ í að aðlaga þær. Þetta verður vissulega flókið, það þarf að gæta sóttvarna og skrá alla sem koma í íþróttahúsin með nöfnum, kennitölum og símanúmerum. Það er örlítið flækjustig að halda utan um þetta allt.“ „Við erum sátt við að fá fólk í húsin, því ber að gleðjast. Vissulega viljum við sjá frekari afléttingar og bindum miklar vonir að í næstu afléttingum hjá yfirvöldum verði opnað enn frekar á þetta og við sjáum enn fleiri komast fyrir í húsunum. Þetta er byrjun en vissulega viljum við meira þegar líður á,“ sagði Róbert Geir aðspurður út í sína skoðun á hvort fleiri en 200 áhorfendur ættu að vera leyfðir á kappleikjum hér á landi. Áhorfendur eru lífæð félaga landsins „Við sjáum það, fyrirtæki halda að sér höndum. Það hefur verið miklu erfiðara að afla sér styrkja heldur en áður og því skipta þessar áhorfendatekjur miklu máli fyrir félögin. Því fleiri áhorfendur sem við fáum því auðveldara verður fyrir félögin að reka sig, það er ekkert launungamál þannig að það er mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ sagði Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, í viðtali við Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Róber Geir fer yfir mikilvægi þess að fá áhorfendur í húsin Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Snær duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira