Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2021 18:19 Vísindamenn spá ekki, þeir hanna sviðsmyndir, segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. Páll er dulur um niðurstöðu fundarins og segir tilkynningar að vænta. Spurður að því hvernig hann les í stöðu mála segir hann fátt nýtt að frétta; um sé að ræða framhald á umbrotum sem hófust í lok árs 2019, sem virðist heldur vera að aukast. Orsök skjálftanna séu flekahreyfingar en hrinan núna sé raunar dálítið merkileg. „Þetta gengur í svona bylgjum, það bresta á hrinur og þær haga sér með svolítið mismunandi hætti,“ segir Páll. „Þessi fyrsta byrjar með tiltölulega stórum skjálfta og síðan koma strax í kjölfarið á honum svokallaðir „gikkskjálftar“ í talsverðri fjarlægð jafnvel. Hann hleypir þannig af stað öðrum skjálftum. Síðan róast nú frekar næsta dag og fram á morgun á föstudag en þá dynur yfir annar svona skjálfti og í kjölfarið á honum koma líka margir skjálftar en þeir eru meira eins og eftirskjálftar.“ Sviðsmyndirnar spanna allan skalann Spurður um möguleg eldsumbrot svara Páll einfaldlega: „Það er ekkert eldgos í þessu ennþá.“ Í fyrra hafi menn merkt kvikuhreyfingar en ekkert bendi til þess nú. Hann segist ómögulega vilja spá fyrir um framhaldið. „Nei, við reynum nú að spá ekki neitt nema við vitum eitthvað. Það sem er stundað er að setja upp sviðsmyndir því við viljum ógjarnan að þetta komi aftan að okkur; að eitthvað komi okkur á óvart,“ segir Páll. Sviðsmyndirnar spanna allan skalann, segir hann. „Þetta gæti hugsanlega hætt á morgun en miðað við að þetta hefur nú frekar verið að sækja í sig veðrið er það ekki líklegasta sviðsmyndin í safninu. Ein er að virknin dreifist út til austurs en þar er efniviður í stærri skjálfta.“ Páll ítrekar að fólk þurfi ekki að óttast þann möguleika, það er að segja stóran skjálfta nær höfuðborginni. „Við erum í raun bara að tala um skjálfta eins og Reykvíkingar upplifðu 1930 og 1970, sem ollu tjóni en það hrundu ekki hús eða svoleiðis. Það varð tjón á innanstokksmunum. Þetta eru ekki einhverjir hamfaraskjálftar. Það er sjálfsagt að láta þau skilaboð berast út í þjóðfélagið. Það er ekkert að hafa áhyggjur af og fólk getur verið rólegt heima hjá sér.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Páll er dulur um niðurstöðu fundarins og segir tilkynningar að vænta. Spurður að því hvernig hann les í stöðu mála segir hann fátt nýtt að frétta; um sé að ræða framhald á umbrotum sem hófust í lok árs 2019, sem virðist heldur vera að aukast. Orsök skjálftanna séu flekahreyfingar en hrinan núna sé raunar dálítið merkileg. „Þetta gengur í svona bylgjum, það bresta á hrinur og þær haga sér með svolítið mismunandi hætti,“ segir Páll. „Þessi fyrsta byrjar með tiltölulega stórum skjálfta og síðan koma strax í kjölfarið á honum svokallaðir „gikkskjálftar“ í talsverðri fjarlægð jafnvel. Hann hleypir þannig af stað öðrum skjálftum. Síðan róast nú frekar næsta dag og fram á morgun á föstudag en þá dynur yfir annar svona skjálfti og í kjölfarið á honum koma líka margir skjálftar en þeir eru meira eins og eftirskjálftar.“ Sviðsmyndirnar spanna allan skalann Spurður um möguleg eldsumbrot svara Páll einfaldlega: „Það er ekkert eldgos í þessu ennþá.“ Í fyrra hafi menn merkt kvikuhreyfingar en ekkert bendi til þess nú. Hann segist ómögulega vilja spá fyrir um framhaldið. „Nei, við reynum nú að spá ekki neitt nema við vitum eitthvað. Það sem er stundað er að setja upp sviðsmyndir því við viljum ógjarnan að þetta komi aftan að okkur; að eitthvað komi okkur á óvart,“ segir Páll. Sviðsmyndirnar spanna allan skalann, segir hann. „Þetta gæti hugsanlega hætt á morgun en miðað við að þetta hefur nú frekar verið að sækja í sig veðrið er það ekki líklegasta sviðsmyndin í safninu. Ein er að virknin dreifist út til austurs en þar er efniviður í stærri skjálfta.“ Páll ítrekar að fólk þurfi ekki að óttast þann möguleika, það er að segja stóran skjálfta nær höfuðborginni. „Við erum í raun bara að tala um skjálfta eins og Reykvíkingar upplifðu 1930 og 1970, sem ollu tjóni en það hrundu ekki hús eða svoleiðis. Það varð tjón á innanstokksmunum. Þetta eru ekki einhverjir hamfaraskjálftar. Það er sjálfsagt að láta þau skilaboð berast út í þjóðfélagið. Það er ekkert að hafa áhyggjur af og fólk getur verið rólegt heima hjá sér.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent