Rúður brotnuðu víða og heimili skemmdust vegna sprengingarinnar sem skyldi eftir sig stærðarinnar gíg í jörðinni.
2.600 manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna sprengjunnar, samkvæmt frétt Sky News.
Rýmingin náði til allra húsa í um 400 metra fjarlægð frá sprengjunni. Sérfræðingar hersins og sjóhers Bretlands reyndu einnig að draga úr áhrifum sprengingarinnar með því að reisa veggi, grafa skurði og setja um 400 tonn af sandi yfir sprengjuna.
Þrátt fyrir það dreifði sprengingin braki í allt að 250 metra fjarlægð og olli hún töluverðum skemmdum á nærliggjandi húsum. Sérstaklega innan hundrað metra.
Hér að neðan má sjá myndbönd af sprengingunni.