Lögreglan gerði húsleit hjá Barcelona í morgun og fréttir eru um að fyrrum forseti félagsins sé einn af þeim sem var handtekinn í þessari stóru lögregluaðgerð.
Josep Maria Bartomeu, hætti skyndilega sem forseti Barcelona í lok október eftir að hafa gengt þeirri stöðu síðan árið 2014.
Police raid Barcelona's Camp Nou in search and seize operation https://t.co/I9rSxd2c6V
— Guardian sport (@guardian_sport) March 1, 2021
Þá var allt í háalofti vegna samskipta hans og Lionel Messi en Argentínumaðurinn var búinn að fá alveg nóg af stjórnarháttum Bartomeu og vildi fara frá félaginu.
Forsetakosningar hjá Barcelona eru í þessari viku og yfir tuttugu þúsund meðlimir Barcelona hafa þegar kosið. Victor Font, Joan Laporta og Toni Freia vilja allir verða nýr forseti Barcelona.
BREAKING: Police arrest Barcelona ex-president Josep Bartomeu, their CEO and head of legal https://t.co/wEBJW7M6Oq pic.twitter.com/jbVPyVWR3K
— MailOnline Sport (@MailSport) March 1, 2021
Bartomeu er ekki eina stóra nafnið sem lögreglan handtók því framkvæmdastjórinn Oscar Grau og yfirlögfræðingur félagisns Román Gómez Pontí, voru einnig í þeim hópi samkvæmt fréttum frá Spáni.
Málið er tengt „Barça-gate„ þar sem yfirmenn félagsins voru sakaðir um að skipuleggja rógsherferð á samfélagsmiðlum gegn fyrrum og núverandi leikmönnum liðsins sem höfðu gagnrýnt forsetann.
Cadena SER útvarpsstöðin segir að málið snúist einnig um spillingu milli einstaklinga og svo grun um peningaþvætti.