Svona yrði brugðist við á Keflavíkurflugvelli í eldgosi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2021 12:27 Keflavíkurflugvöllur er vel staðsettur með tillit til eldgosa á Reykjanesskaga, að sögn Isavia. Vísir/vilhelm Litlar líkur eru á að hraun loki Keflavíkurflugvelli komi til eldgoss. Öskufall er helsti áhrifaþáttur á völlinn. Þetta kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn fréttastofu um áhrif eldgoss á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Isavia segir að kæmi til eldgos á Reykjanesskaga yrðu áætlanir félagsins vegna eldgosa og öskufalls virkjaðar. Þær feli í sér að tryggja öryggi og áframhaldandi rekstur. Vert sé að hafa í huga að í aðdraganda eldgoss verði flugrekendur að taka ýmsar ákvarðanir um sinn rekstur, færa til vélar og þess háttar. Þær ákvarðanir séu ekki á borðum Isavia. „Við upphaf eldgoss er afmarkaður 120 sjómílna (220 km) hringur utan um eldstöðina sem er lokaður fyrir allri flugumferð, ef flugvöllurinn er innan þess svæðis verða ekki komur eða brottfarir á flugvellinum,“ segir Isavia. Á sama tíma sé útbúin spá um öskusvæðið. Lokunarhringurinn verði tekinn af um leið og spáin liggi fyrir og flugrekendur ákveði hvort þeir vilji fljúga í gegnum spásvæðið. Keflavíkurflugvöllur verði opinn meðan aðstæður leyfa en helsti áhrifaþáttur í því samhengi sé öskufall á vellinum. Lítil hætta stafi af hraunflæði. „Keflavíkurflugvöllur er afar vel staðsettur með tilliti til hraunflæðis hann stendur hátt og litlar líkur eru á að hraun loki vellinum sjálfum, það gæti hins vegar lokað aðkomu að vellinum. Keflavíkurflugvöllur er vel búin með tilliti til varaafls og mikilvægar gagnaleiðir eru tvöfaldar.“ Keflavíkurflugvöllur Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn fréttastofu um áhrif eldgoss á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Isavia segir að kæmi til eldgos á Reykjanesskaga yrðu áætlanir félagsins vegna eldgosa og öskufalls virkjaðar. Þær feli í sér að tryggja öryggi og áframhaldandi rekstur. Vert sé að hafa í huga að í aðdraganda eldgoss verði flugrekendur að taka ýmsar ákvarðanir um sinn rekstur, færa til vélar og þess háttar. Þær ákvarðanir séu ekki á borðum Isavia. „Við upphaf eldgoss er afmarkaður 120 sjómílna (220 km) hringur utan um eldstöðina sem er lokaður fyrir allri flugumferð, ef flugvöllurinn er innan þess svæðis verða ekki komur eða brottfarir á flugvellinum,“ segir Isavia. Á sama tíma sé útbúin spá um öskusvæðið. Lokunarhringurinn verði tekinn af um leið og spáin liggi fyrir og flugrekendur ákveði hvort þeir vilji fljúga í gegnum spásvæðið. Keflavíkurflugvöllur verði opinn meðan aðstæður leyfa en helsti áhrifaþáttur í því samhengi sé öskufall á vellinum. Lítil hætta stafi af hraunflæði. „Keflavíkurflugvöllur er afar vel staðsettur með tilliti til hraunflæðis hann stendur hátt og litlar líkur eru á að hraun loki vellinum sjálfum, það gæti hins vegar lokað aðkomu að vellinum. Keflavíkurflugvöllur er vel búin með tilliti til varaafls og mikilvægar gagnaleiðir eru tvöfaldar.“
Keflavíkurflugvöllur Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira