„Ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. mars 2021 08:10 Mikil jarðskjálftavirkni er nú á Reykjanesskaganum og virðist ekkert lát vera á skjálftunum. Vísir/Vilhelm Of snemmt er að lesa nokkuð í þá stöðu að færri stórir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta tæpa sólarhringinn eða svo heldur en dagana á undan. Ekkert lát er á skjálftavirkninni þar sem fjöldi þeirra skjálfta sem mælst hefur frá miðnætti er svipaður og til dæmis í gær, eða um 600 skjálftar. Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Frá því á hádegi í gær hafa mælst nokkuð færri stórir skjálftar en síðustu daga. Tveir nokkuð snarpir skjálftar urðu í nótt, einn klukkan 02:12 að stærð 4,1 og annar sex mínútum síðar að stærð 3,2. „Það er ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur. Það er í raun of snemmt að segja til um það núna. Við munum funda með vísindaráði, háskólanum og almannavörnum í dag og þá verður þetta rætt betur,“ segir Elísabet aðspurð um hvað megi lesa í það að færri stórir skjálftar mælast. Hún segir í raun ekki rólegt á svæðinu þar sem skjálftavirknin hefur verið mest undanfarið. „Það er alveg jafnmikið af skjálftum en þeir eru ekki alveg jafnsterkir þannig að vonandi fékk fólk smá svefnfrið í nótt,“ segir Elísabet. Skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku síðan og hafa síðan þá margir skjálftar yfir fjórum og nokkrir yfir fimm að stærð riðið yfir. Jarðvísindamenn telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Ekkert lát er á skjálftavirkninni þar sem fjöldi þeirra skjálfta sem mælst hefur frá miðnætti er svipaður og til dæmis í gær, eða um 600 skjálftar. Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Frá því á hádegi í gær hafa mælst nokkuð færri stórir skjálftar en síðustu daga. Tveir nokkuð snarpir skjálftar urðu í nótt, einn klukkan 02:12 að stærð 4,1 og annar sex mínútum síðar að stærð 3,2. „Það er ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur. Það er í raun of snemmt að segja til um það núna. Við munum funda með vísindaráði, háskólanum og almannavörnum í dag og þá verður þetta rætt betur,“ segir Elísabet aðspurð um hvað megi lesa í það að færri stórir skjálftar mælast. Hún segir í raun ekki rólegt á svæðinu þar sem skjálftavirknin hefur verið mest undanfarið. „Það er alveg jafnmikið af skjálftum en þeir eru ekki alveg jafnsterkir þannig að vonandi fékk fólk smá svefnfrið í nótt,“ segir Elísabet. Skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku síðan og hafa síðan þá margir skjálftar yfir fjórum og nokkrir yfir fimm að stærð riðið yfir. Jarðvísindamenn telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira