Evrópusamstarfið þungamiðjan en samskipti við framleiðendur alltaf í gangi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2021 12:47 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/vilhelm Evrópusamstarfið er þungamiðjan í bóluefnakaupum Íslendinga að sögn forsætisráðherra. Stjórnvöld eiga þó áfram í samskiptum við framleiðendur innan þess og utan til þess að tryggja að bólusetning gangi eins hratt og mögulegt getur hér á landi. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi áhyggjum og að íslensk stjórnvöld skoði nú aðra kosti í þeim efnum. Aðspurð um málið segir Katrín stöðuna óbreytta frá því sem verið hefur og enga stefnubreytinginu varðandi Evrópusamstarfið. „Hins vegar er það þannig að hér eftir sem hingað til höfum auðvitað líka verið í samskiptum beint við framleiðendur, eins og var kunnugt í tengslum við hugsanlega Pfizer-tilraun, og líka við þá framleiðindur sem ekki eru innan ESB samstarfsins,“ segir Katrín. Hvaða framleiðendur eru það? „Það eru auðvitað framleiðendur sem við þekkjum til en það er ekkert haldbært að frétta af því. Hins vegar er það bara hlutverk stjórnvalda að vera á tánum í þessum málum og tryggja að þetta geti gengið eins hratt og örugglega fyrir sig og hugsast getur. En þungamiðjan í þessum málum er samstarf Evrópuríkja og þar hefur gengið á ýmsu á undanförnum dögum eins og við höfum séð í fréttum.“ Bóluefni sem eru utan Evrópusamstarfsins eru til dæmis frá kínverska framleiðandinn Sinovac og síðan rússneska bóluefnið Spútnik. Í morgun greindi Lyfjastofnun Evrópu frá því að svokallað áfangamat væri hafið á rússneska bóluefninu. Tvö aðildarríki Evrópusambandsins, Ungverjaland og Slóvakía, hafa þegar tekið efnið í notkun. Það hefur verið rætt um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Finnst þér þetta ekki ganga nógu hratt? Finnst þér að það þurfi að leita annarra leiða? „Við höfum sett okkur þá stefnu að á meðan á þessu ferli stendur séum við að gera allt sem við getum til þess að tryggja þetta. En svo erum við á þeim góða stað núna að hér hefur gengið ótrúlega vel í baráttunni við faraldurinn. Við erum núna á mjög góðum stað og það er auðvitað stóra málið.“ Eruð þið þá fyrst og fremst að horfa til framleiðenda sem standa utan við Evópusamstarfið eða getið þið samið við framleiðendur sem þar hefur þegar verið samið við? „Til að mynda vorum við í samskiptum við ýmsa framleiðendur varðandi möguleika á vísindarannsóknum tengdum bóluefnunum og þó að Pfizer málið hafi náð lengst í þeim efnum vorum við auðvitað í samskiptum við aðra framleiðendur varðandi það.“ Eru slík samskipti enn í gangi? „Það er í raun og veru ekkert annað að gerast en það sem hefur verið í gangi allan tímann. Íslensk stjórnvöld eru í þessu verkefni á hverjum degi en um leið og eitthvað haldbært er að frétta þá verður það kynnt.“ Hún segir stöðuna því óbreytta enn sem komið er. „Við erum á mjög góðum stað hvað varðar okkar áætlanir í bólusetningum. Framkvæmd bólusetninga hefur gengið mjög vel og ég ítreka að ég hef fullar væntingar til þess að það gangi eftir að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur fyrir mitt ár,“ segir Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi áhyggjum og að íslensk stjórnvöld skoði nú aðra kosti í þeim efnum. Aðspurð um málið segir Katrín stöðuna óbreytta frá því sem verið hefur og enga stefnubreytinginu varðandi Evrópusamstarfið. „Hins vegar er það þannig að hér eftir sem hingað til höfum auðvitað líka verið í samskiptum beint við framleiðendur, eins og var kunnugt í tengslum við hugsanlega Pfizer-tilraun, og líka við þá framleiðindur sem ekki eru innan ESB samstarfsins,“ segir Katrín. Hvaða framleiðendur eru það? „Það eru auðvitað framleiðendur sem við þekkjum til en það er ekkert haldbært að frétta af því. Hins vegar er það bara hlutverk stjórnvalda að vera á tánum í þessum málum og tryggja að þetta geti gengið eins hratt og örugglega fyrir sig og hugsast getur. En þungamiðjan í þessum málum er samstarf Evrópuríkja og þar hefur gengið á ýmsu á undanförnum dögum eins og við höfum séð í fréttum.“ Bóluefni sem eru utan Evrópusamstarfsins eru til dæmis frá kínverska framleiðandinn Sinovac og síðan rússneska bóluefnið Spútnik. Í morgun greindi Lyfjastofnun Evrópu frá því að svokallað áfangamat væri hafið á rússneska bóluefninu. Tvö aðildarríki Evrópusambandsins, Ungverjaland og Slóvakía, hafa þegar tekið efnið í notkun. Það hefur verið rætt um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Finnst þér þetta ekki ganga nógu hratt? Finnst þér að það þurfi að leita annarra leiða? „Við höfum sett okkur þá stefnu að á meðan á þessu ferli stendur séum við að gera allt sem við getum til þess að tryggja þetta. En svo erum við á þeim góða stað núna að hér hefur gengið ótrúlega vel í baráttunni við faraldurinn. Við erum núna á mjög góðum stað og það er auðvitað stóra málið.“ Eruð þið þá fyrst og fremst að horfa til framleiðenda sem standa utan við Evópusamstarfið eða getið þið samið við framleiðendur sem þar hefur þegar verið samið við? „Til að mynda vorum við í samskiptum við ýmsa framleiðendur varðandi möguleika á vísindarannsóknum tengdum bóluefnunum og þó að Pfizer málið hafi náð lengst í þeim efnum vorum við auðvitað í samskiptum við aðra framleiðendur varðandi það.“ Eru slík samskipti enn í gangi? „Það er í raun og veru ekkert annað að gerast en það sem hefur verið í gangi allan tímann. Íslensk stjórnvöld eru í þessu verkefni á hverjum degi en um leið og eitthvað haldbært er að frétta þá verður það kynnt.“ Hún segir stöðuna því óbreytta enn sem komið er. „Við erum á mjög góðum stað hvað varðar okkar áætlanir í bólusetningum. Framkvæmd bólusetninga hefur gengið mjög vel og ég ítreka að ég hef fullar væntingar til þess að það gangi eftir að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur fyrir mitt ár,“ segir Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira