Evrópusamstarfið þungamiðjan en samskipti við framleiðendur alltaf í gangi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2021 12:47 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/vilhelm Evrópusamstarfið er þungamiðjan í bóluefnakaupum Íslendinga að sögn forsætisráðherra. Stjórnvöld eiga þó áfram í samskiptum við framleiðendur innan þess og utan til þess að tryggja að bólusetning gangi eins hratt og mögulegt getur hér á landi. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi áhyggjum og að íslensk stjórnvöld skoði nú aðra kosti í þeim efnum. Aðspurð um málið segir Katrín stöðuna óbreytta frá því sem verið hefur og enga stefnubreytinginu varðandi Evrópusamstarfið. „Hins vegar er það þannig að hér eftir sem hingað til höfum auðvitað líka verið í samskiptum beint við framleiðendur, eins og var kunnugt í tengslum við hugsanlega Pfizer-tilraun, og líka við þá framleiðindur sem ekki eru innan ESB samstarfsins,“ segir Katrín. Hvaða framleiðendur eru það? „Það eru auðvitað framleiðendur sem við þekkjum til en það er ekkert haldbært að frétta af því. Hins vegar er það bara hlutverk stjórnvalda að vera á tánum í þessum málum og tryggja að þetta geti gengið eins hratt og örugglega fyrir sig og hugsast getur. En þungamiðjan í þessum málum er samstarf Evrópuríkja og þar hefur gengið á ýmsu á undanförnum dögum eins og við höfum séð í fréttum.“ Bóluefni sem eru utan Evrópusamstarfsins eru til dæmis frá kínverska framleiðandinn Sinovac og síðan rússneska bóluefnið Spútnik. Í morgun greindi Lyfjastofnun Evrópu frá því að svokallað áfangamat væri hafið á rússneska bóluefninu. Tvö aðildarríki Evrópusambandsins, Ungverjaland og Slóvakía, hafa þegar tekið efnið í notkun. Það hefur verið rætt um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Finnst þér þetta ekki ganga nógu hratt? Finnst þér að það þurfi að leita annarra leiða? „Við höfum sett okkur þá stefnu að á meðan á þessu ferli stendur séum við að gera allt sem við getum til þess að tryggja þetta. En svo erum við á þeim góða stað núna að hér hefur gengið ótrúlega vel í baráttunni við faraldurinn. Við erum núna á mjög góðum stað og það er auðvitað stóra málið.“ Eruð þið þá fyrst og fremst að horfa til framleiðenda sem standa utan við Evópusamstarfið eða getið þið samið við framleiðendur sem þar hefur þegar verið samið við? „Til að mynda vorum við í samskiptum við ýmsa framleiðendur varðandi möguleika á vísindarannsóknum tengdum bóluefnunum og þó að Pfizer málið hafi náð lengst í þeim efnum vorum við auðvitað í samskiptum við aðra framleiðendur varðandi það.“ Eru slík samskipti enn í gangi? „Það er í raun og veru ekkert annað að gerast en það sem hefur verið í gangi allan tímann. Íslensk stjórnvöld eru í þessu verkefni á hverjum degi en um leið og eitthvað haldbært er að frétta þá verður það kynnt.“ Hún segir stöðuna því óbreytta enn sem komið er. „Við erum á mjög góðum stað hvað varðar okkar áætlanir í bólusetningum. Framkvæmd bólusetninga hefur gengið mjög vel og ég ítreka að ég hef fullar væntingar til þess að það gangi eftir að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur fyrir mitt ár,“ segir Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi áhyggjum og að íslensk stjórnvöld skoði nú aðra kosti í þeim efnum. Aðspurð um málið segir Katrín stöðuna óbreytta frá því sem verið hefur og enga stefnubreytinginu varðandi Evrópusamstarfið. „Hins vegar er það þannig að hér eftir sem hingað til höfum auðvitað líka verið í samskiptum beint við framleiðendur, eins og var kunnugt í tengslum við hugsanlega Pfizer-tilraun, og líka við þá framleiðindur sem ekki eru innan ESB samstarfsins,“ segir Katrín. Hvaða framleiðendur eru það? „Það eru auðvitað framleiðendur sem við þekkjum til en það er ekkert haldbært að frétta af því. Hins vegar er það bara hlutverk stjórnvalda að vera á tánum í þessum málum og tryggja að þetta geti gengið eins hratt og örugglega fyrir sig og hugsast getur. En þungamiðjan í þessum málum er samstarf Evrópuríkja og þar hefur gengið á ýmsu á undanförnum dögum eins og við höfum séð í fréttum.“ Bóluefni sem eru utan Evrópusamstarfsins eru til dæmis frá kínverska framleiðandinn Sinovac og síðan rússneska bóluefnið Spútnik. Í morgun greindi Lyfjastofnun Evrópu frá því að svokallað áfangamat væri hafið á rússneska bóluefninu. Tvö aðildarríki Evrópusambandsins, Ungverjaland og Slóvakía, hafa þegar tekið efnið í notkun. Það hefur verið rætt um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Finnst þér þetta ekki ganga nógu hratt? Finnst þér að það þurfi að leita annarra leiða? „Við höfum sett okkur þá stefnu að á meðan á þessu ferli stendur séum við að gera allt sem við getum til þess að tryggja þetta. En svo erum við á þeim góða stað núna að hér hefur gengið ótrúlega vel í baráttunni við faraldurinn. Við erum núna á mjög góðum stað og það er auðvitað stóra málið.“ Eruð þið þá fyrst og fremst að horfa til framleiðenda sem standa utan við Evópusamstarfið eða getið þið samið við framleiðendur sem þar hefur þegar verið samið við? „Til að mynda vorum við í samskiptum við ýmsa framleiðendur varðandi möguleika á vísindarannsóknum tengdum bóluefnunum og þó að Pfizer málið hafi náð lengst í þeim efnum vorum við auðvitað í samskiptum við aðra framleiðendur varðandi það.“ Eru slík samskipti enn í gangi? „Það er í raun og veru ekkert annað að gerast en það sem hefur verið í gangi allan tímann. Íslensk stjórnvöld eru í þessu verkefni á hverjum degi en um leið og eitthvað haldbært er að frétta þá verður það kynnt.“ Hún segir stöðuna því óbreytta enn sem komið er. „Við erum á mjög góðum stað hvað varðar okkar áætlanir í bólusetningum. Framkvæmd bólusetninga hefur gengið mjög vel og ég ítreka að ég hef fullar væntingar til þess að það gangi eftir að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur fyrir mitt ár,“ segir Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda