Gefum fólki tækifæri Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 6. mars 2021 11:00 Fyrir nokkru síðan skrifaði 45 ára kona opið bréf til landlæknis þar sem hún rakti baráttu sína við offitu allt frá barnsaldri. Hún hefur einnig mátt glíma við gigt í nokkuð mörg ár og hún var kominn á leiðarenda gagnvart lyfjagjöf vegna gigtarinnar, engin lyf virkuðu lengur en læknirinn sagði henni að það myndi vissulega hjálpa að léttast. Þetta var seint á síðastliðnu ári, hún alveg komin í þrot og við það að gefast upp þar sem allt þetta óx henni mjög í augum, skiljanlega. Hún frétti af lyfi við offitu og hitti lækninn sinn sem skrifaði upp á það fyrir hana ásamt því að sækja um lyfjaskírteini þar sem lyfið var yfir þeim mörkum sem eru að finna innan þrepa lyfjaafgreiðslukerfisins. Árangurinn lét ekki á sér standa, hún léttist og gat þá farið út án skammartilfinningar. Hún fékk jafnframt hreyfiseðil og hittir næringarfræðing reglulega og líður nokkuð vel með sig. Við lestur þessarar greinar ákvað ég að hafa samband við þessa konu og hún sagði mér frá nokkrum sem eru í sömu sporum, þau nota lyf sem heitir Saxenda sem gefur þessu sama fólki von, það upplifir sig við stjórnvölinn. Það er annað sem þessir einstaklingar eiga sameiginlegt, það er að þó svo að þau séu í miðri meðferð með lyfinu er niðurgreiðslu hætt. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu að hætta að niðurgreiða lyfið nema að uppgefnum skilyrðum: • Líkamsþyngdarstuðull (BMI) > 35 kg/m2, og • lífsógnandi þyngdartengdur fylgikvilli eins og: - Sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdómur, og • Þegar ekki hefur náðst tilskilinn árangur í þyngdarstjórnun með hitaeiningaskertu mataræði og aukinni hreyfingu, þrátt fyrir góðan vilja einstaklings, meðferðarfylgni til langs tíma og virkt eftirlit fagaðila. Við endurnýjun: Eftir 4 mánuði - að viðkomandi hafi náð a.m.k. 5% þyngdartapi fyrstu þrjá mánuði meðferðar eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. 6 mánuðum þar á eftir - viðhaldið árangri í þyngdarstjórnun eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. Þetta þýðir það að einstaklingur þarf að hafa líkamsþyngdarstuðul BMI yfir 35 og vera kominn með sykursýki og/eða hjarta- og æðasjúkdóm og auk þess að hafa ekki tekist að stjórna þyngd með breyttu mataræði og breyttum lífsstíl. Allt þetta þarf að uppfylla til að fá lyfjaskirteini. Þó svo að lyfið sé mun ódýrara en lyfið sem konan var á fyrir vegna gigtar. Það hefur líka borið við að einstaklingar sem fengu lyfjaskírteini í byrjun meðferðar fá ekki endurnýjun að þremur mánuðum liðnum ef sykurinn orðinn betri eða blóðþrýstingurinn lægri, þetta er allt of knappur tími. Til að taka þetta saman þá þýðir þetta að einstaklingur þarf að vera með lífsógnandi þyngdartengdan fylgikvilla til þess að fá niðurgreiðslu á lyfinu. Einstaklingurinn þarf að vera orðinn sjúklingur með tilheyrandi kostnaði í stað þess að leyfa áfram niðurgreiðslu á lyfinu. Það virðist beðið eftir því að fólk verði sjúklingar. Vissulega á ekki að gefa lyf sé ekki þörf á því en það er frekar óskýrt hvernig ber að túlka þessa synjun. Oft er talað um að breyttur lífsstíll sé langhlaup og ekki átaksverkefni, það er eitt að fá líkamann til að hlýða en svo er höfuðið eftir, það tekur tíma og þann tíma verður að gefa. Heilbrigðiskerfið verður að virka þannig að það nýti alla miðla til þess að koma í veg fyrir að fólk ávinni sér alvarlegt sjúkdómsástand með tilheyrandi kostnaði eins og konan benti svo réttilega á í grein sinni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru síðan skrifaði 45 ára kona opið bréf til landlæknis þar sem hún rakti baráttu sína við offitu allt frá barnsaldri. Hún hefur einnig mátt glíma við gigt í nokkuð mörg ár og hún var kominn á leiðarenda gagnvart lyfjagjöf vegna gigtarinnar, engin lyf virkuðu lengur en læknirinn sagði henni að það myndi vissulega hjálpa að léttast. Þetta var seint á síðastliðnu ári, hún alveg komin í þrot og við það að gefast upp þar sem allt þetta óx henni mjög í augum, skiljanlega. Hún frétti af lyfi við offitu og hitti lækninn sinn sem skrifaði upp á það fyrir hana ásamt því að sækja um lyfjaskírteini þar sem lyfið var yfir þeim mörkum sem eru að finna innan þrepa lyfjaafgreiðslukerfisins. Árangurinn lét ekki á sér standa, hún léttist og gat þá farið út án skammartilfinningar. Hún fékk jafnframt hreyfiseðil og hittir næringarfræðing reglulega og líður nokkuð vel með sig. Við lestur þessarar greinar ákvað ég að hafa samband við þessa konu og hún sagði mér frá nokkrum sem eru í sömu sporum, þau nota lyf sem heitir Saxenda sem gefur þessu sama fólki von, það upplifir sig við stjórnvölinn. Það er annað sem þessir einstaklingar eiga sameiginlegt, það er að þó svo að þau séu í miðri meðferð með lyfinu er niðurgreiðslu hætt. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu að hætta að niðurgreiða lyfið nema að uppgefnum skilyrðum: • Líkamsþyngdarstuðull (BMI) > 35 kg/m2, og • lífsógnandi þyngdartengdur fylgikvilli eins og: - Sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdómur, og • Þegar ekki hefur náðst tilskilinn árangur í þyngdarstjórnun með hitaeiningaskertu mataræði og aukinni hreyfingu, þrátt fyrir góðan vilja einstaklings, meðferðarfylgni til langs tíma og virkt eftirlit fagaðila. Við endurnýjun: Eftir 4 mánuði - að viðkomandi hafi náð a.m.k. 5% þyngdartapi fyrstu þrjá mánuði meðferðar eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. 6 mánuðum þar á eftir - viðhaldið árangri í þyngdarstjórnun eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. Þetta þýðir það að einstaklingur þarf að hafa líkamsþyngdarstuðul BMI yfir 35 og vera kominn með sykursýki og/eða hjarta- og æðasjúkdóm og auk þess að hafa ekki tekist að stjórna þyngd með breyttu mataræði og breyttum lífsstíl. Allt þetta þarf að uppfylla til að fá lyfjaskirteini. Þó svo að lyfið sé mun ódýrara en lyfið sem konan var á fyrir vegna gigtar. Það hefur líka borið við að einstaklingar sem fengu lyfjaskírteini í byrjun meðferðar fá ekki endurnýjun að þremur mánuðum liðnum ef sykurinn orðinn betri eða blóðþrýstingurinn lægri, þetta er allt of knappur tími. Til að taka þetta saman þá þýðir þetta að einstaklingur þarf að vera með lífsógnandi þyngdartengdan fylgikvilla til þess að fá niðurgreiðslu á lyfinu. Einstaklingurinn þarf að vera orðinn sjúklingur með tilheyrandi kostnaði í stað þess að leyfa áfram niðurgreiðslu á lyfinu. Það virðist beðið eftir því að fólk verði sjúklingar. Vissulega á ekki að gefa lyf sé ekki þörf á því en það er frekar óskýrt hvernig ber að túlka þessa synjun. Oft er talað um að breyttur lífsstíll sé langhlaup og ekki átaksverkefni, það er eitt að fá líkamann til að hlýða en svo er höfuðið eftir, það tekur tíma og þann tíma verður að gefa. Heilbrigðiskerfið verður að virka þannig að það nýti alla miðla til þess að koma í veg fyrir að fólk ávinni sér alvarlegt sjúkdómsástand með tilheyrandi kostnaði eins og konan benti svo réttilega á í grein sinni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun