Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2021 13:15 Skammtar af rússneska bóluefninu Spútnik V í Íran. AP/Saeed Kaari/KAC Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. Samningurinn er við Adienne Srl, ítalskt dótturfyrirtæki svissneska lyfjafyrirtækisins. Rússneski fjárfestingarsjóðurinn fjármagnar bæði þróun bóluefnisins og markaðssetningu þess erlendis. Framleiðslan á Ítalíu á að hefjast í júlí og er stefnt að því að framleiða allt að tíu milljónir skammta á þessu ári, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússneska bóluefninu hefur ekki verið tekið fagnandi í Evrópu fram að þessu. Christa Wirthumer-Hoche, stjórnarformaður Lyfjastofnunar Evrópu, sagði um helgina að hún réði Evrópusambandslöndum að veita Spútnik V-bóluefninu ekki neyðarheimild fyrr en stofnunin hefur náð að staðfesta öryggi þess og virkni. Framleiðendur bóluefnisins hafa krafist opinberrar afsökunarbeiðni vegna ummæla Wirthumer-Hoche. Spútnik V hefur fengið grænt ljós í 46 löndum, þar á meðal Indlandi, Suður-Kóreu, Brasilíu, Kína, Tyrklandi og Íran. Evrópusambandsríkin Ungverjaland, Slóvakía og Tékkland hafa þegar veitt bóluefninu leyfi eða hafa umsókn þess efnis til meðferðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið hægt fyrir sig í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld stöðvuðu útflutning á bóluefni AstraZeneca sem var framleitt þar til Ástralíu í síðustu viku. Það var í fyrsta skipti sem Evrópuríki beitti útflutningshömlum á bóluefni sem ESB kom á vegna deilna þess við AstraZeneca um afhendingu bóluefnis. Rússland Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Tengdar fréttir Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. 4. mars 2021 23:22 Lyfjastofnun Evrópu hefur áfangamat á Sputnik V Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið svokallað áfangamat (e. rolling review) á rússneska bóluefninu Sputnik V gegn Covid-19. 4. mars 2021 09:55 Sputnik V með um 92 prósent virkni Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet. 2. febrúar 2021 13:48 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Samningurinn er við Adienne Srl, ítalskt dótturfyrirtæki svissneska lyfjafyrirtækisins. Rússneski fjárfestingarsjóðurinn fjármagnar bæði þróun bóluefnisins og markaðssetningu þess erlendis. Framleiðslan á Ítalíu á að hefjast í júlí og er stefnt að því að framleiða allt að tíu milljónir skammta á þessu ári, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússneska bóluefninu hefur ekki verið tekið fagnandi í Evrópu fram að þessu. Christa Wirthumer-Hoche, stjórnarformaður Lyfjastofnunar Evrópu, sagði um helgina að hún réði Evrópusambandslöndum að veita Spútnik V-bóluefninu ekki neyðarheimild fyrr en stofnunin hefur náð að staðfesta öryggi þess og virkni. Framleiðendur bóluefnisins hafa krafist opinberrar afsökunarbeiðni vegna ummæla Wirthumer-Hoche. Spútnik V hefur fengið grænt ljós í 46 löndum, þar á meðal Indlandi, Suður-Kóreu, Brasilíu, Kína, Tyrklandi og Íran. Evrópusambandsríkin Ungverjaland, Slóvakía og Tékkland hafa þegar veitt bóluefninu leyfi eða hafa umsókn þess efnis til meðferðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið hægt fyrir sig í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld stöðvuðu útflutning á bóluefni AstraZeneca sem var framleitt þar til Ástralíu í síðustu viku. Það var í fyrsta skipti sem Evrópuríki beitti útflutningshömlum á bóluefni sem ESB kom á vegna deilna þess við AstraZeneca um afhendingu bóluefnis.
Rússland Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Tengdar fréttir Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. 4. mars 2021 23:22 Lyfjastofnun Evrópu hefur áfangamat á Sputnik V Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið svokallað áfangamat (e. rolling review) á rússneska bóluefninu Sputnik V gegn Covid-19. 4. mars 2021 09:55 Sputnik V með um 92 prósent virkni Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet. 2. febrúar 2021 13:48 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. 4. mars 2021 23:22
Lyfjastofnun Evrópu hefur áfangamat á Sputnik V Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið svokallað áfangamat (e. rolling review) á rússneska bóluefninu Sputnik V gegn Covid-19. 4. mars 2021 09:55
Sputnik V með um 92 prósent virkni Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet. 2. febrúar 2021 13:48