Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2021 19:00 Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug Jarðhræringar á Reykjanesskaga halda áfram þótt skjálftum stærri en þrír hafi fækkað verulega. Virknin jókst í morgunsárið syðst í kvikuganginum, og er virknin nær staðbundin þar. Á sama tíma myndaðist óróahviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Sú þriðja í röðinni. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu en kvikan er á um eins kílómetra dýpi og þarf ekki mikið til þess að brjótast út. Vísindamenn telja að kvikan hafi þrjá möguleika til þess að vaxa syðsta endanum. Það er að hún þrýstir út frá sér á þeim stað þar sem hún er. Að hún leiti til hliðar í stað þess að ná upp á yfirborðið eða að kvikan nái upp á yfirboðið með eldgosi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir stöðuna krítíska og að fylgjast þurfi vel með. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsVísir/Egill „Þegar að kvikan er svona skammt undir yfirborðinu að þá eru merki kannski ekki svo sterk. Það er ekkert stórt sem að gerist áður en að kvikan kemur upp til yfirborðs. Þetta er alls saman mjög krítískt og búið að búa til leið fyrir kvikuna til þess að ná nánast alla leið upp á yfirborð. Stærð gossins, komist það upp á yfirborðið, væri í líkindum við þrjár til fjórar Elliðaár, yrði rólegt hraungos og tíu sinnum minna en eldgosið í Holuhrauni í lok ágúst 2014. Vísindamenn telja að kvikan getið hegðað sér á þrjá vegu í kvikugöngunum. Hún gæti staðið í stað og þanist út á þeim stað sem hún er í jarpskorpunni. Hún gæti fundið sér leið áfram lárétt undir jarðlögum eða haldið áfram þá leið sem hún stefnir, upp á yfirborðið. Vísir/HÞ Þannig að brjótist eldgos út á þessu svæði þá gæti það gerst á þess að menn myndu vita af því? „Við reiknum með að sjá einhver ummerki sérstaklega í skjálftunum og hugsanlega aflögun en þau merki gætu verið mjög veik. Við höfum dæmi eins og eldgosið á Fimmvörðuhálsi þar sem að merkin voru svo væg að það voru bændur í kring sem sáu fyrst eldgosið,“ segir Freysteinn. Vísindaráð almannavarna fundaði ekki í dag en í tilkynningu frá því í gær segir að gera megi ráð fyrir jarðskjálftavirkni og óróahviðum sambærilegum og þeim sem mældust nú í morgun samfara stækkun kvikugangsins. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01 Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Jarðhræringar á Reykjanesskaga halda áfram þótt skjálftum stærri en þrír hafi fækkað verulega. Virknin jókst í morgunsárið syðst í kvikuganginum, og er virknin nær staðbundin þar. Á sama tíma myndaðist óróahviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Sú þriðja í röðinni. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu en kvikan er á um eins kílómetra dýpi og þarf ekki mikið til þess að brjótast út. Vísindamenn telja að kvikan hafi þrjá möguleika til þess að vaxa syðsta endanum. Það er að hún þrýstir út frá sér á þeim stað þar sem hún er. Að hún leiti til hliðar í stað þess að ná upp á yfirborðið eða að kvikan nái upp á yfirboðið með eldgosi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir stöðuna krítíska og að fylgjast þurfi vel með. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsVísir/Egill „Þegar að kvikan er svona skammt undir yfirborðinu að þá eru merki kannski ekki svo sterk. Það er ekkert stórt sem að gerist áður en að kvikan kemur upp til yfirborðs. Þetta er alls saman mjög krítískt og búið að búa til leið fyrir kvikuna til þess að ná nánast alla leið upp á yfirborð. Stærð gossins, komist það upp á yfirborðið, væri í líkindum við þrjár til fjórar Elliðaár, yrði rólegt hraungos og tíu sinnum minna en eldgosið í Holuhrauni í lok ágúst 2014. Vísindamenn telja að kvikan getið hegðað sér á þrjá vegu í kvikugöngunum. Hún gæti staðið í stað og þanist út á þeim stað sem hún er í jarpskorpunni. Hún gæti fundið sér leið áfram lárétt undir jarðlögum eða haldið áfram þá leið sem hún stefnir, upp á yfirborðið. Vísir/HÞ Þannig að brjótist eldgos út á þessu svæði þá gæti það gerst á þess að menn myndu vita af því? „Við reiknum með að sjá einhver ummerki sérstaklega í skjálftunum og hugsanlega aflögun en þau merki gætu verið mjög veik. Við höfum dæmi eins og eldgosið á Fimmvörðuhálsi þar sem að merkin voru svo væg að það voru bændur í kring sem sáu fyrst eldgosið,“ segir Freysteinn. Vísindaráð almannavarna fundaði ekki í dag en í tilkynningu frá því í gær segir að gera megi ráð fyrir jarðskjálftavirkni og óróahviðum sambærilegum og þeim sem mældust nú í morgun samfara stækkun kvikugangsins.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01 Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01
Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17