Þjónusta á forsendum þess sem nýtir hana Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 10. mars 2021 11:30 Þjónusta við eldra fólk er ekki einfalt mál. Mest er það vegna þess að fólk er misjafnt með misjafnar þarfir. Fólk hefur líka mismunandi aðstæður og getu til að sækja sér þjónustu eða óska eftir henni. Þá hefur fólk og þeir sem standa því næst misjafnan áhuga og vilja til að fá þjónustu. Þá geta aðstæður þar sem fólk býr verið misjafnar; dreifbýli-þéttbýli; býr einn-býr ekki einn; stuðningshúsnæði- „venjulegt“ húsnæði; nálægt þjónustu-fjarri þjónustu. Þá getur stuðningur fjölskyldu, vina og umhverfis skipt miklu um þjónustuþörf og vilja. Allt eru þetta breytur sem við þekkjum, og mörg okkar hafa reynt. En sú breyta sem skiptir einna mestu máli m.t.t. þess að fá þjónustu er hver veitir hana , hver borgar og hver ber ábyrgð á henni. Í grófum dráttum má segja að þjónusta við eldra fólk sem þarf aðstoð sé þrískipt. Félagsþjónusta sem snýr að einfaldri aðstoð við heimilishald og félagsstarf og afþreyingu. Heilbrigðisþjónusta í formi heimahjúkrunar eða heilsugæslustöðva, endurhæfingar (ýmist á stöð eða í heimahúsi), eða læknis þjónusta sem er flóknari og krefst innlagnar eða eftirlits hjá sérfræðilæknum. Loks er þjónusta á hjúkrunarheimili þegar þjónustuþörfin er orðin meiri en svo að hægt sé að sinna henni í heimahúsi eða viðkomandi geti sótt hana út í bæ. Fyrri tveir þættirnir (félagsþjónusta og heilbrigðisþjónusta) eru ekki einstakar fyrir eldra fólk, við getum öll þurft á þessari þjónustu að halda óháð aldri, en flestir þeir sem búa á hjúkrunarheimilum eru aldraðir. Það sem snýr að félagsþjónustu er skipulagt og að mestu greitt af sveitarfélögum í landinu ( notendur greiða í mismiklum mæli). Það sem snýr að heilbrigðisþjónustu er greitt af ríkinu (og notendum í einhverjum mæli). Þegar kemur að hjúkrunarheimilum eru daggjöld greidd af ríkinu til stofnana sem eru reknar af sveitarfélögum, einkaaðilum, félagasamtökum, sjálfseignarstofnunum (stundum blöndu af þessu öllu) og í sumum tilfellum ríkinu sjálfu eða félögum eða stofnunum í þess eigu. Finnist einhverjum þetta flókið, kemur það ekki á óvart, því það er það! Ég hef lengi talað fyrir samþættingu þjónustu við eldra fólk. Að við byggjum ekki óþarfa veggi milli þjónustuþátta. Að við horfum á samfellu í þjónustu. Að henni sé stýrt og að ábyrgðin á veitingu hennar sé að sem mestu leiti á einni hendi. Mér finnst sveitarfélögin best til þess fallin að hafa stjórn á þjónustunni. Eins og með aðra nærþjónustu eiga þau að þekkja best hvar skóinn kreppir, hvar þörfin er og hvernig er best að tryggja góða nýtingu fjármagns, aðstöðu og mannafla. Umfram allt þarf þó þjónustan að vera á forsendum þess sem nýtir hana. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Þjónusta við eldra fólk er ekki einfalt mál. Mest er það vegna þess að fólk er misjafnt með misjafnar þarfir. Fólk hefur líka mismunandi aðstæður og getu til að sækja sér þjónustu eða óska eftir henni. Þá hefur fólk og þeir sem standa því næst misjafnan áhuga og vilja til að fá þjónustu. Þá geta aðstæður þar sem fólk býr verið misjafnar; dreifbýli-þéttbýli; býr einn-býr ekki einn; stuðningshúsnæði- „venjulegt“ húsnæði; nálægt þjónustu-fjarri þjónustu. Þá getur stuðningur fjölskyldu, vina og umhverfis skipt miklu um þjónustuþörf og vilja. Allt eru þetta breytur sem við þekkjum, og mörg okkar hafa reynt. En sú breyta sem skiptir einna mestu máli m.t.t. þess að fá þjónustu er hver veitir hana , hver borgar og hver ber ábyrgð á henni. Í grófum dráttum má segja að þjónusta við eldra fólk sem þarf aðstoð sé þrískipt. Félagsþjónusta sem snýr að einfaldri aðstoð við heimilishald og félagsstarf og afþreyingu. Heilbrigðisþjónusta í formi heimahjúkrunar eða heilsugæslustöðva, endurhæfingar (ýmist á stöð eða í heimahúsi), eða læknis þjónusta sem er flóknari og krefst innlagnar eða eftirlits hjá sérfræðilæknum. Loks er þjónusta á hjúkrunarheimili þegar þjónustuþörfin er orðin meiri en svo að hægt sé að sinna henni í heimahúsi eða viðkomandi geti sótt hana út í bæ. Fyrri tveir þættirnir (félagsþjónusta og heilbrigðisþjónusta) eru ekki einstakar fyrir eldra fólk, við getum öll þurft á þessari þjónustu að halda óháð aldri, en flestir þeir sem búa á hjúkrunarheimilum eru aldraðir. Það sem snýr að félagsþjónustu er skipulagt og að mestu greitt af sveitarfélögum í landinu ( notendur greiða í mismiklum mæli). Það sem snýr að heilbrigðisþjónustu er greitt af ríkinu (og notendum í einhverjum mæli). Þegar kemur að hjúkrunarheimilum eru daggjöld greidd af ríkinu til stofnana sem eru reknar af sveitarfélögum, einkaaðilum, félagasamtökum, sjálfseignarstofnunum (stundum blöndu af þessu öllu) og í sumum tilfellum ríkinu sjálfu eða félögum eða stofnunum í þess eigu. Finnist einhverjum þetta flókið, kemur það ekki á óvart, því það er það! Ég hef lengi talað fyrir samþættingu þjónustu við eldra fólk. Að við byggjum ekki óþarfa veggi milli þjónustuþátta. Að við horfum á samfellu í þjónustu. Að henni sé stýrt og að ábyrgðin á veitingu hennar sé að sem mestu leiti á einni hendi. Mér finnst sveitarfélögin best til þess fallin að hafa stjórn á þjónustunni. Eins og með aðra nærþjónustu eiga þau að þekkja best hvar skóinn kreppir, hvar þörfin er og hvernig er best að tryggja góða nýtingu fjármagns, aðstöðu og mannafla. Umfram allt þarf þó þjónustan að vera á forsendum þess sem nýtir hana. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun