Hópuppsagnir kvennastétta á landsbyggðinni í boði heilbrigðisráðherra Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 15. mars 2021 14:31 Tvö sveitarfélög hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna vanda dvalar- og hjúkrunarheimila. Það eru sveitarfélögin Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Yfirlýsingin snýr að mestu um hvernig þau hafa mætt tómlæti að hálfu Sjúkratrygginga Íslands sem fer með samningsumboð fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins. Baráttan endalausa Í upphafi voru sveitarfélögin fjögur sem sögðu upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands: Akureyri, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Áður höfðu sveitarfélögin bent á skort á fjármagni til reksturs heimilanna. Flestir sem láta sig þessi mál varða vita að gerðar voru ítrekaðar tilraunir til þess að ná fram leiðréttingu um langt skeið en án árangurs. Sveitarfélögin gripu þá til þeirra örþrifaráða að segja upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilanna við Sjúkratryggingar Íslands. Nú virðist vera búið að tryggja réttarstöðu starfsmanna á Hornafirði. Vigdísarholt sem er fyrirtæki í eigu ríkisins tekur yfir reksturinn. Það er gert í gegn um lög um aðilaskipti sem virka þannig að réttindi og skyldur færast samkvæmt ráðningarsamningi yfir til nýja rekstraraðilans sem verður vinnuveitandi starfsmanna. Þetta þýðir að starfmennirnir færast sjálfkrafa yfir til nýs rekstraraðila með sömu kjörum og áður. Starfsmenn sem áður voru á launaskrá sveitarfélagsins halda sínum kjörum hjá fyrirtæki í eigu ríkisins. Heimilum mismunað Við tilfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð og í Vestmannaeyjum virðist ekki það sama gilda, þó svo að ríkið taki við rekstrinum. Búið er að segja upp öllu starfsfólki heimilanna, fullkomin óvissa ríkir meðal starfsfólks, meirihluti þeirra eru konur og merkilegt að ráðast í slíka hópuppsögn starfsmanna, sömu starfsmanna sem hafa lagt á sig ómælda vinnu og umhyggju gagnvart því heimilisfólki sem býr á heimilunum. Svona hópuppsagnir skapa einnig óvissu og getur leitt til óöryggis hjá heimilisfólkinu sjálfu, því óneitanlega myndast góð og traust tengsl á milli starfsfólks og heimilimanna. Íbúar heimilanna eru oft nefndir okkar viðkvæmasti hópur og þess vegna þarf að vanda til verka með virðingu að leiðarljósi. Heilbrigðisráðherra hefur val um að láta lög um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti gilda. Hún velur því að láta slíkt ekki gilda í áðurnefndum sveitarfélögum. Aldraðir Akureyringar í óvissu Á Akureyri er staðan enn óljós. Í fréttatilkynningu frá 18. ágúst á sl. ári mátti lesa að Heilbrigðisstofnun Norðurlands tæki yfir rekstur öldrunarheimilanna og að breytt rekstrarfyrirkomulag hefði í för með sér að á þriðja hundrað starfsmenn myndu halda réttindum og kjörum sínum samkvæmt kjarasamningum. Með öðrum orðum að ef ætlunin væri að fara að lögum um aðilaskiptasamninga. Enda hefðu öldrunarheimilin lengi átt því láni að fagna að hafa frábært og reynslumikið starfsfólk innanborðs. Lögð væri rík áhersla á að heimilin yrðu fyrir sem minnstum áhrifum af þessum breytingum. Allt virtist vera í föstum skorðum nema að fyrir nokkru síðan auglýstu Sjúkratryggingar Íslands eftir rekstraraðila og nú hefur komið í ljós að tvö fyrirtæki í einkarekstri hafa lýst áhuga á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar. Þetta eru Heilsuvernd og Umönnun sjálfseignarstofnun. Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga standa nú yfir viðræður við fyrirtækin á grundvelli rekstrargagna frá Akueyrarbæ. Það er afar mikilvægt að vel takist til. Starfsfólk og íbúar öldrunarstofnanna eiga skilið öryggi en ekki innantóm loforð. Þau virðast því miður of oft vera gefin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Tvö sveitarfélög hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna vanda dvalar- og hjúkrunarheimila. Það eru sveitarfélögin Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Yfirlýsingin snýr að mestu um hvernig þau hafa mætt tómlæti að hálfu Sjúkratrygginga Íslands sem fer með samningsumboð fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins. Baráttan endalausa Í upphafi voru sveitarfélögin fjögur sem sögðu upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands: Akureyri, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Áður höfðu sveitarfélögin bent á skort á fjármagni til reksturs heimilanna. Flestir sem láta sig þessi mál varða vita að gerðar voru ítrekaðar tilraunir til þess að ná fram leiðréttingu um langt skeið en án árangurs. Sveitarfélögin gripu þá til þeirra örþrifaráða að segja upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilanna við Sjúkratryggingar Íslands. Nú virðist vera búið að tryggja réttarstöðu starfsmanna á Hornafirði. Vigdísarholt sem er fyrirtæki í eigu ríkisins tekur yfir reksturinn. Það er gert í gegn um lög um aðilaskipti sem virka þannig að réttindi og skyldur færast samkvæmt ráðningarsamningi yfir til nýja rekstraraðilans sem verður vinnuveitandi starfsmanna. Þetta þýðir að starfmennirnir færast sjálfkrafa yfir til nýs rekstraraðila með sömu kjörum og áður. Starfsmenn sem áður voru á launaskrá sveitarfélagsins halda sínum kjörum hjá fyrirtæki í eigu ríkisins. Heimilum mismunað Við tilfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð og í Vestmannaeyjum virðist ekki það sama gilda, þó svo að ríkið taki við rekstrinum. Búið er að segja upp öllu starfsfólki heimilanna, fullkomin óvissa ríkir meðal starfsfólks, meirihluti þeirra eru konur og merkilegt að ráðast í slíka hópuppsögn starfsmanna, sömu starfsmanna sem hafa lagt á sig ómælda vinnu og umhyggju gagnvart því heimilisfólki sem býr á heimilunum. Svona hópuppsagnir skapa einnig óvissu og getur leitt til óöryggis hjá heimilisfólkinu sjálfu, því óneitanlega myndast góð og traust tengsl á milli starfsfólks og heimilimanna. Íbúar heimilanna eru oft nefndir okkar viðkvæmasti hópur og þess vegna þarf að vanda til verka með virðingu að leiðarljósi. Heilbrigðisráðherra hefur val um að láta lög um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti gilda. Hún velur því að láta slíkt ekki gilda í áðurnefndum sveitarfélögum. Aldraðir Akureyringar í óvissu Á Akureyri er staðan enn óljós. Í fréttatilkynningu frá 18. ágúst á sl. ári mátti lesa að Heilbrigðisstofnun Norðurlands tæki yfir rekstur öldrunarheimilanna og að breytt rekstrarfyrirkomulag hefði í för með sér að á þriðja hundrað starfsmenn myndu halda réttindum og kjörum sínum samkvæmt kjarasamningum. Með öðrum orðum að ef ætlunin væri að fara að lögum um aðilaskiptasamninga. Enda hefðu öldrunarheimilin lengi átt því láni að fagna að hafa frábært og reynslumikið starfsfólk innanborðs. Lögð væri rík áhersla á að heimilin yrðu fyrir sem minnstum áhrifum af þessum breytingum. Allt virtist vera í föstum skorðum nema að fyrir nokkru síðan auglýstu Sjúkratryggingar Íslands eftir rekstraraðila og nú hefur komið í ljós að tvö fyrirtæki í einkarekstri hafa lýst áhuga á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar. Þetta eru Heilsuvernd og Umönnun sjálfseignarstofnun. Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga standa nú yfir viðræður við fyrirtækin á grundvelli rekstrargagna frá Akueyrarbæ. Það er afar mikilvægt að vel takist til. Starfsfólk og íbúar öldrunarstofnanna eiga skilið öryggi en ekki innantóm loforð. Þau virðast því miður of oft vera gefin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun