Mikill áhugi á Íslandi og markaðsherferðir hafnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. mars 2021 20:00 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð ferðamálaráðherra, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segja bjartara yfir sumrinu í ferðaþjónustu eftir tíðindi dagsins. Vísir Forstjóri Icelandair segir afar jákvætt að farþegar utan Schengen fái að koma til landsins með gild bólusetningar-eða mótefnavottorð. Mikilvægustu markaðir félagsins séu þar. Íslandsstofa hefur þegar hafið markaðssátak í Bretlandi og skynjar mikinn áhuga á Íslandi. Dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra tilkynntu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að í vikunni yrðu tekin gild bólusettningar-eða mótefnavottorð frá farþegum ríkja utan Schengen, eins og frá Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þetta eykur mjög svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig gagnvart fólki sem hefur örugg vottorð, þannig að þetta eru mjög góðar fréttir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Ferðamenn þurfa þó að hafa verið bólusettir með bóluefnum sem eru viðurkennd hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Rússneska bóluefnið Spútnik hefur enn ekki fengið viðurkenningu. „Það er verið að fara yfir Spútnik hjá stofnuninni og ef og þegar það verður samþykkt fær fólk sem hefur verið bólusett með því sömu afgreiðslu og aðrir,“ segir Þórdís. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um sex prósent við tíðindi dagsins en árið 2019 mátti rekja 41% allra gistinátta á hótelum hér á landi til bandarískra og breskra ferðamanna. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er ánægður með aðgerðirnar. „Þetta eru afar jákvæð tíðindi. Við höfum verið með mjög metnaðarfullar áætlanir fyrir sumarið í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum og þetta eykur vonir um að þær gangi eftir. Við erum búin að vera í markaðsetningu og söluaðgerðum í Bretlandi og Bandaríkjunum því þetta eru stærstu og mikilvægustu markaðir okkar og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði,“ segir Bogi. Hann segir ferðahug í fólki. „Við höfum skynjað mikinn ferðavilja hjá fólki ekki síst í Bretlandi og Bandaríkjunum og mikinn áhuga á landinu,“ segir Bogi. Milljón horft á kynningu á Íslandi Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu þar segir að eftir tíðindi dagsins hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað,“ segir Sigríður. Hún segir að ákvörðun stjórnvalda hafi þegar verið kynnt erlendum ferðaheildsölum sem séu gríðarlega ánægðir því Ísland sé eftirsóknarverður áfangastaður. Þá hafi almannatengslaskrifstofur sem Íslandsstofa vinnur með í Bretlandi og Bandaríkjunum verið látnar vita. Sigríður býst þó ekki við mikilli fjölgun ferðamanna fyrr en í maí. „Í Bretlandi ráðleggja stjórnvöld Bretum að byrja ekki að ferðast fyrr en 17. maí þannig að þetta hefur ekki áhrif strax en mun hafa mjög góð áhrif á ferðamannasumarið,“ segir Sigríður. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. 16. mars 2021 14:46 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra tilkynntu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að í vikunni yrðu tekin gild bólusettningar-eða mótefnavottorð frá farþegum ríkja utan Schengen, eins og frá Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þetta eykur mjög svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig gagnvart fólki sem hefur örugg vottorð, þannig að þetta eru mjög góðar fréttir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Ferðamenn þurfa þó að hafa verið bólusettir með bóluefnum sem eru viðurkennd hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Rússneska bóluefnið Spútnik hefur enn ekki fengið viðurkenningu. „Það er verið að fara yfir Spútnik hjá stofnuninni og ef og þegar það verður samþykkt fær fólk sem hefur verið bólusett með því sömu afgreiðslu og aðrir,“ segir Þórdís. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um sex prósent við tíðindi dagsins en árið 2019 mátti rekja 41% allra gistinátta á hótelum hér á landi til bandarískra og breskra ferðamanna. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er ánægður með aðgerðirnar. „Þetta eru afar jákvæð tíðindi. Við höfum verið með mjög metnaðarfullar áætlanir fyrir sumarið í Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum og þetta eykur vonir um að þær gangi eftir. Við erum búin að vera í markaðsetningu og söluaðgerðum í Bretlandi og Bandaríkjunum því þetta eru stærstu og mikilvægustu markaðir okkar og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði,“ segir Bogi. Hann segir ferðahug í fólki. „Við höfum skynjað mikinn ferðavilja hjá fólki ekki síst í Bretlandi og Bandaríkjunum og mikinn áhuga á landinu,“ segir Bogi. Milljón horft á kynningu á Íslandi Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu þar segir að eftir tíðindi dagsins hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað,“ segir Sigríður. Hún segir að ákvörðun stjórnvalda hafi þegar verið kynnt erlendum ferðaheildsölum sem séu gríðarlega ánægðir því Ísland sé eftirsóknarverður áfangastaður. Þá hafi almannatengslaskrifstofur sem Íslandsstofa vinnur með í Bretlandi og Bandaríkjunum verið látnar vita. Sigríður býst þó ekki við mikilli fjölgun ferðamanna fyrr en í maí. „Í Bretlandi ráðleggja stjórnvöld Bretum að byrja ekki að ferðast fyrr en 17. maí þannig að þetta hefur ekki áhrif strax en mun hafa mjög góð áhrif á ferðamannasumarið,“ segir Sigríður.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. 16. mars 2021 14:46 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49
Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. 16. mars 2021 14:46
Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36