Handbolti

Snorri Steinn: Ég er grautfúll

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Snorri Steinn, þjálfari Vals var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í dag. 
Snorri Steinn, þjálfari Vals var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í dag.  Vísir: Vilhelm

„Ég er grautfúll. Við köstuðum þessu frá okkur og ég er mjög svekktur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals eftir naumt tap gegn ÍBV í kvöld.

Valsmenn voru með leikinn í sínum höndum bróðurpart leiksins en þegar um stundarfjórðungur var eftir hleyptu þeir Eyjamönnum inn í leikinn, sem sigruðu svo að lokum.

„Seinni hálfleikurinn er ekki góður og við gerum hrikalega mikið af tæknifeilum, ég er ekki með töluna á því en það var alveg yfir 10. Það er nátturulega ekki nógu gott.“

Mikið af mörkum ÍBV komu í seinni hálfleik þar sem að mark Valsmanna var tómt.

„Við vorum í undirtölu og tókum markmanninn útaf. Við eigum að gera betur.“

Næsti leikur Vals er KFUM slagur við Hauka og er margt sem þarf að fara yfir fyrir hann.

„Við erum að fara að spila á móti besta liði landsins og vorum að tapa í dag þannig það er ýmislegt sem þarf að fara yfir,“ sagði Snorri Steinn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×