Borgarlínan – Bein leið Jón Ingi Hákonarson og Sar Dögg Svanhildardóttir skrifa 19. mars 2021 08:00 Borgarlínan er eitt viðamesta verkefnið sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið að í sameiningu. Frumdrög fyrsta kafla hafa nú litið dagsins ljós og því mikilvægt að sveitarfélögin styðji vel við verkefnið og og bregðist hratt við breytttum aðstæðum hverju sinni. Nú er ljóst að ýmsar framkvæmdir eru á eftir áætlum og þá myndast rými til að horfa til annarra liða sáttmálans og ýta framar í tímalínunni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar í Garðabæ og Hafnarfirði lögðu fram í vikunni tillögu í bæjarstjórnum bæjarfélagnna þar sem kallað er eftir því að vinnu að frumdrögum að leið D, sem markar leiðina frá Kópavogi með viðkomu í Garðabæ og til Hafnarfjarðar, verði flýtt. Frumdrög er fyrsta skrefið að gerð áfangans og því er ekkert því til fyrirstöðu að hefja þá vinnu eins fljótt og auðið er. Af hverju er mikilvægt að flýta þessari vinnu nú þegar rými hefur skapast til þess? Það er mikilvægt vegna þess að liggja þarf fyrir ákvörðun um það hvernig áfanginn frá Hamraborg til Hafnarfjarðar eigi að líta út þannig að hönnum stoppistöðvar Hamraborgarinnar geti farið af stað. Á Hamraborgarstöðin að vera á tveimur hæðum eða eiga vagnarnir að hittast á brúnni eins og í dag? Það skiptir líka miklu máli að hraða uppbyggingu í Hafnarfirði þar sem nú lítur út fyrir að Tækniskólinn muni flytja alla sína starfsemi í hjarta Hafnarfjarðar. Það er ljóst að uppbygging Borgarlínunnar í Hafnarfirði verður að færast framar í röðina vegna þessara breyttu forsendna. Í Garðabæ skiptir máli að framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi styðji við íðbúðauppbyggingu sveitarfélagsins með tilliti til þéttingar byggðar. Því að meðan ekkert bólar á stokknum tefst upbbygging þéttingu byggðar við það svæði. Það er á ábyrgð okkar bæjarfulltrúa að vera vakandi yfir breyttum forsendum. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Hafnarfirði og Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sara Dögg Svanhildardóttir Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Borgarlínan er eitt viðamesta verkefnið sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið að í sameiningu. Frumdrög fyrsta kafla hafa nú litið dagsins ljós og því mikilvægt að sveitarfélögin styðji vel við verkefnið og og bregðist hratt við breytttum aðstæðum hverju sinni. Nú er ljóst að ýmsar framkvæmdir eru á eftir áætlum og þá myndast rými til að horfa til annarra liða sáttmálans og ýta framar í tímalínunni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar í Garðabæ og Hafnarfirði lögðu fram í vikunni tillögu í bæjarstjórnum bæjarfélagnna þar sem kallað er eftir því að vinnu að frumdrögum að leið D, sem markar leiðina frá Kópavogi með viðkomu í Garðabæ og til Hafnarfjarðar, verði flýtt. Frumdrög er fyrsta skrefið að gerð áfangans og því er ekkert því til fyrirstöðu að hefja þá vinnu eins fljótt og auðið er. Af hverju er mikilvægt að flýta þessari vinnu nú þegar rými hefur skapast til þess? Það er mikilvægt vegna þess að liggja þarf fyrir ákvörðun um það hvernig áfanginn frá Hamraborg til Hafnarfjarðar eigi að líta út þannig að hönnum stoppistöðvar Hamraborgarinnar geti farið af stað. Á Hamraborgarstöðin að vera á tveimur hæðum eða eiga vagnarnir að hittast á brúnni eins og í dag? Það skiptir líka miklu máli að hraða uppbyggingu í Hafnarfirði þar sem nú lítur út fyrir að Tækniskólinn muni flytja alla sína starfsemi í hjarta Hafnarfjarðar. Það er ljóst að uppbygging Borgarlínunnar í Hafnarfirði verður að færast framar í röðina vegna þessara breyttu forsendna. Í Garðabæ skiptir máli að framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi styðji við íðbúðauppbyggingu sveitarfélagsins með tilliti til þéttingar byggðar. Því að meðan ekkert bólar á stokknum tefst upbbygging þéttingu byggðar við það svæði. Það er á ábyrgð okkar bæjarfulltrúa að vera vakandi yfir breyttum forsendum. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Hafnarfirði og Garðabæ.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar