Geta öll börn hjólað inn í sumarið? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 19. mars 2021 07:00 Þau sem voru það heppin að hafa afnot af reiðhjólum í æsku muna væntanlega jafn vel eftir því og undirritaður hversu mikil frelsistilfinning það var, þegar hægt var að taka hjól sitt út að vori og hjóla um og finna vindinn (og jú stundum regnið) leika um andlitið. Allt í einu gat maður verið kominn niður í fjöru að skoða undrin þar eða í nálæga hesthúsabyggð eða í lítinn skóg, í raun hvert sem fætur og fararskjótinn gátu borið mann. Föstudaginn 19. mars 2021 hefst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tíunda sinn. Söfnunin hefur verið undanfarin ár ákveðinn vorboði og er mikill spenningur fyrir því að taka á móti vorinu sem yfirleitt hefur í för með sér milt veður og við sjáum blómin springa út og grasið grænka. Vonir okkar eru að sem flest börn fái að upplifa það að taka á móti vorinu og sumrinu á eigin hjólum, glöð og kát. Með því að standa að hjólasöfnun eru Barnaheill – Save the Children á Íslandi að leggja sitt af mörkum til þess að börn og ungmenni sem búa við erfiðar aðstæður, hvort sem um er að ræða félagslegar eða fjárhagslegar, fái tækifæri til þess að eignast hjól. Því hjólreiðar veita frelsi en líka aðgang inn í félagslíf þeirra barna og ungmenna sem eiga hjól nú þegar. Með hjólreiðum er hægt að upplifa svo margt og fara á fjarlægja staði. Svo ekki sé nú minnst á hreyfinguna og því að vera úti í náttúrunni. Barnaheill hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi, en í honum er lögð mikil og rík áhersla á að öll börn og ungmenni eigi að hafa tækifæri til þess að taka þátt í tómstundum og skemmtunum. Hjólasöfnunin er eitt af þeim verkefnum sem við viljum nota til að tryggja að svo megi verða. Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn sóun og hvetjum því almenning til þess að láta hjól af hendi rakna, hjól sem annars myndu liggja ónotuð eða jafnvel send til förgunar. Söfnunin fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskuna. Hefur söfnunin notið þess að fá dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2.500 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þau sem voru það heppin að hafa afnot af reiðhjólum í æsku muna væntanlega jafn vel eftir því og undirritaður hversu mikil frelsistilfinning það var, þegar hægt var að taka hjól sitt út að vori og hjóla um og finna vindinn (og jú stundum regnið) leika um andlitið. Allt í einu gat maður verið kominn niður í fjöru að skoða undrin þar eða í nálæga hesthúsabyggð eða í lítinn skóg, í raun hvert sem fætur og fararskjótinn gátu borið mann. Föstudaginn 19. mars 2021 hefst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tíunda sinn. Söfnunin hefur verið undanfarin ár ákveðinn vorboði og er mikill spenningur fyrir því að taka á móti vorinu sem yfirleitt hefur í för með sér milt veður og við sjáum blómin springa út og grasið grænka. Vonir okkar eru að sem flest börn fái að upplifa það að taka á móti vorinu og sumrinu á eigin hjólum, glöð og kát. Með því að standa að hjólasöfnun eru Barnaheill – Save the Children á Íslandi að leggja sitt af mörkum til þess að börn og ungmenni sem búa við erfiðar aðstæður, hvort sem um er að ræða félagslegar eða fjárhagslegar, fái tækifæri til þess að eignast hjól. Því hjólreiðar veita frelsi en líka aðgang inn í félagslíf þeirra barna og ungmenna sem eiga hjól nú þegar. Með hjólreiðum er hægt að upplifa svo margt og fara á fjarlægja staði. Svo ekki sé nú minnst á hreyfinguna og því að vera úti í náttúrunni. Barnaheill hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi, en í honum er lögð mikil og rík áhersla á að öll börn og ungmenni eigi að hafa tækifæri til þess að taka þátt í tómstundum og skemmtunum. Hjólasöfnunin er eitt af þeim verkefnum sem við viljum nota til að tryggja að svo megi verða. Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn sóun og hvetjum því almenning til þess að láta hjól af hendi rakna, hjól sem annars myndu liggja ónotuð eða jafnvel send til förgunar. Söfnunin fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskuna. Hefur söfnunin notið þess að fá dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2.500 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun