Handbolti

Loks búið að stað­festa leik­tíma ís­lenska liðsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leiktími íslenska landsliðsins er loks kominn á hreint.
Leiktími íslenska landsliðsins er loks kominn á hreint. Vísir/Bára

Handknattleikssamband Íslands hefur loks fengið staðfestingu á leiktímum íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni HM sem fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu á næstu dögum.

Til stóð að breyta upphaflegum leiktíma þar sem það átti að herða útgöngubann í Skopje vegna kórónuveirunnar. Sem stendur er útgöngubann frá klukkan 22.00 til 05.00 en það átti að færa það frá 17.00 til 22.00.

Það hefði þýtt að leikir Íslands hefðu ekki geta farið fram en þeir voru upphaflega settir innan þess tímaramma. Nú hefur verið fallið frá ákvörðun um að færa útgöngubannið og því geta leikirnir farið fram á þeim sem þeir áttu að gera.

Þetta kom fram í yfirlýsingu HSÍ sem og sú ákvörðun að leikjunum verður streymt á netinu. Nánari upplýsingar varðandi streymið verða birtar þegar þær berast. Þá verða leikirnir í beinni textalýsingu hér á Vísi.

Leikir Íslands

19. mars: Ísland – Norður Makedónía, 16.00

20. mars: Ísland – Grikkland, 18.00

21. mars: Ísland – Litáen, 18.00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×