„Já, þetta kom mér aðeins á óvart“ Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2021 22:48 Ríkisútvarpið var vart búið að birta frétt sem byggði á viðtali við Benedikt í kvöldfréttum, þar sem hann sagðist flest benda til þess að ekki færi að gjósa að kvikan fór að leita uppá við. Stöð 2 Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur gerði því skóna í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að ekki myndi gjósa en kvikan fór ekki eftir því. „Já, það bendir allt til þess að það sé farið að gjósa,“ segir Benedikt í samtali við Vísi nú í kvöld. Og segir þetta til marks um hversu mikil ólíkindaskepna kvikan sé. Benedikt segir að þetta sé eins og Páll Einarsson hafi varað við. Og svona hafi þetta verið í Kröflu á sínum tíma. Menn voru farnir að slá mögulegt gos af þar en þar hafði skjálftavirkni verið viðvarandi í mörg ár. „Já þetta hagar sér aðeins öðruvísi nú en að einhverju leyti eins. Eins og hægi á skjálftavirkni áður en gosið byrjar,“ segir Benedikt. En þetta hefur þá komið þér í opna skjöldu? „Já, þetta kom mér aðeins á óvart. En þannig leit þetta út á öllum mælitækjum að þetta sé í rénun og lítur reyndar enn út þannig. Mjög lítil virkni er, einhver órói en ekkert sem æpir á mann. Það fer ótrúlega lítið fyrir þessu, nema bara bjarminn. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist svona.“ Heldur óheppleg framsetning á fréttum á vef Ríkisútvarpsins. Benedikt segir að menn verði bara að fá að gera grín að þessu. Þannig liggur fyrir að erfitt er að ráða í hvað verður. Gárungarnir hafa það í flimtingum að heldur óheppileg séu ummæli Benedikts í kvöldfréttum í svari við spurningunni um að líkur á gosi fari minnkandi með hverjum deginum? „Já ég myndi segja það, ég á ekkert von á gosi á næstunni miðað við hvernig þróunin er núna,“ sagði Benedikt. Næsta frétt fyrir ofan þá frétt á vef Ríkisútvarpsins er svo: Farið að gjósa! „Já, menn verða bara að gera grín að þessu. En við horfðum bara á okkar mælitæki og þetta er það sem þau voru að segja okkur í dag. En við bara lærum af þessu. En, já, þetta kom á óvart að þetta skyldi byrja núna.“ Benedikt segir spurður að flestir virðist vera ánægðir með að loks hafi byrjað að gjósa. Það hafi orðið vart vonbrigða þegar fór að draga úr þessu en það stafar enginn sérstök hætta að gosi í Fagradalsfjalli, svo fjarri mannabyggð er það. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Já, það bendir allt til þess að það sé farið að gjósa,“ segir Benedikt í samtali við Vísi nú í kvöld. Og segir þetta til marks um hversu mikil ólíkindaskepna kvikan sé. Benedikt segir að þetta sé eins og Páll Einarsson hafi varað við. Og svona hafi þetta verið í Kröflu á sínum tíma. Menn voru farnir að slá mögulegt gos af þar en þar hafði skjálftavirkni verið viðvarandi í mörg ár. „Já þetta hagar sér aðeins öðruvísi nú en að einhverju leyti eins. Eins og hægi á skjálftavirkni áður en gosið byrjar,“ segir Benedikt. En þetta hefur þá komið þér í opna skjöldu? „Já, þetta kom mér aðeins á óvart. En þannig leit þetta út á öllum mælitækjum að þetta sé í rénun og lítur reyndar enn út þannig. Mjög lítil virkni er, einhver órói en ekkert sem æpir á mann. Það fer ótrúlega lítið fyrir þessu, nema bara bjarminn. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist svona.“ Heldur óheppleg framsetning á fréttum á vef Ríkisútvarpsins. Benedikt segir að menn verði bara að fá að gera grín að þessu. Þannig liggur fyrir að erfitt er að ráða í hvað verður. Gárungarnir hafa það í flimtingum að heldur óheppileg séu ummæli Benedikts í kvöldfréttum í svari við spurningunni um að líkur á gosi fari minnkandi með hverjum deginum? „Já ég myndi segja það, ég á ekkert von á gosi á næstunni miðað við hvernig þróunin er núna,“ sagði Benedikt. Næsta frétt fyrir ofan þá frétt á vef Ríkisútvarpsins er svo: Farið að gjósa! „Já, menn verða bara að gera grín að þessu. En við horfðum bara á okkar mælitæki og þetta er það sem þau voru að segja okkur í dag. En við bara lærum af þessu. En, já, þetta kom á óvart að þetta skyldi byrja núna.“ Benedikt segir spurður að flestir virðist vera ánægðir með að loks hafi byrjað að gjósa. Það hafi orðið vart vonbrigða þegar fór að draga úr þessu en það stafar enginn sérstök hætta að gosi í Fagradalsfjalli, svo fjarri mannabyggð er það.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira