„Það er engin bráðahætta í gangi“ Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. mars 2021 00:20 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum í Skógarhlíð. Vísir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. „Menn segja að þetta sé lítið gos. Um 500 metra löng sprunga, lítið rennsli og hraunið rennur mjög hægt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann segir ýmislegt munu skýrast þegar birti til. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands flugu yfir svæðið í kvöld í þyrlu frá Landhelgisgæslunni og tóku út gosið. Klippa: Víðir Reynisson um eldgosið Tveir straumar „Þetta eru tveir straumar. Annar rennur í vestur og hinn í suðvestur,“ segir Víðir. Landslagið virðist hentugt fyrir gos. Hraunendarnir eru sem stendur í um 2,6 kílómetra fjarlægð frá Suðurstrandavegi sem hefur verið lokaður vegna skemmda og er enn þótt bæjarstjórinn í Grindavík hafi fengið undanþágu til að komast til síns heima í kvöld. Víðir segir almannavarnir helst vera að velta gasmenguninni fyrir sér. Áttin sé vestlæg og spálíkön sýni að gasmengunin verði í Þorlákshöfn, Ölfusinu, Hveragerði, Árborg, eftir Suðurlandinu og hugsanlega Vestmannaeyjum. Víðir setur þó varnagla varðandi það að gosið sé mögulega minna en þær tölur sem núverandi spálíkan noti. Varðandi hættu segir Víðir óljóst hve lengi gosið standi yfir. Engar áhyggjur næstu tólf tímana „Það er engin bráðahætta í gangi. Við vitum ekki hvað þetta getur staðið lengi. Eins og staðan er núna höfum við ekki áhyggjur næstu tólf tímana.“ Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er eðlileg að sögn Víðis. Rauð viðvörun hafi verið gefin út fyrir flug en starfsemi sé eðlileg og flugvöllurinn opinn. Víðir segir vindáttina hagstæða fyrir Grindvíkinga sem væntanlega munu bara finna fyrir gosinu með augunum, þ.e. sjá bjarmann á himninum frá gosinu. Því hafi ekki fylgt neinir skjálftar og því ættu Grindvíkingar að geta sofið vel eins og síðustu nætur þar sem skjálftavirkni hefur verið minni. Þá biðlar Víðir til fólks að vera ekki að fara nálægt gosinu. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur séu opin fyrir umferð en fólk eigi ekki að fara nálægt gosstöðvunum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Menn segja að þetta sé lítið gos. Um 500 metra löng sprunga, lítið rennsli og hraunið rennur mjög hægt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann segir ýmislegt munu skýrast þegar birti til. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands flugu yfir svæðið í kvöld í þyrlu frá Landhelgisgæslunni og tóku út gosið. Klippa: Víðir Reynisson um eldgosið Tveir straumar „Þetta eru tveir straumar. Annar rennur í vestur og hinn í suðvestur,“ segir Víðir. Landslagið virðist hentugt fyrir gos. Hraunendarnir eru sem stendur í um 2,6 kílómetra fjarlægð frá Suðurstrandavegi sem hefur verið lokaður vegna skemmda og er enn þótt bæjarstjórinn í Grindavík hafi fengið undanþágu til að komast til síns heima í kvöld. Víðir segir almannavarnir helst vera að velta gasmenguninni fyrir sér. Áttin sé vestlæg og spálíkön sýni að gasmengunin verði í Þorlákshöfn, Ölfusinu, Hveragerði, Árborg, eftir Suðurlandinu og hugsanlega Vestmannaeyjum. Víðir setur þó varnagla varðandi það að gosið sé mögulega minna en þær tölur sem núverandi spálíkan noti. Varðandi hættu segir Víðir óljóst hve lengi gosið standi yfir. Engar áhyggjur næstu tólf tímana „Það er engin bráðahætta í gangi. Við vitum ekki hvað þetta getur staðið lengi. Eins og staðan er núna höfum við ekki áhyggjur næstu tólf tímana.“ Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er eðlileg að sögn Víðis. Rauð viðvörun hafi verið gefin út fyrir flug en starfsemi sé eðlileg og flugvöllurinn opinn. Víðir segir vindáttina hagstæða fyrir Grindvíkinga sem væntanlega munu bara finna fyrir gosinu með augunum, þ.e. sjá bjarmann á himninum frá gosinu. Því hafi ekki fylgt neinir skjálftar og því ættu Grindvíkingar að geta sofið vel eins og síðustu nætur þar sem skjálftavirkni hefur verið minni. Þá biðlar Víðir til fólks að vera ekki að fara nálægt gosinu. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur séu opin fyrir umferð en fólk eigi ekki að fara nálægt gosstöðvunum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira