Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2021 02:32 Rauðglóandi hraunið sést hér úr lofti í kvöld. Vísir/Sigurjón Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. Talið er að sprungan þar sem hraun flæðir nú upp í Geldingadal sé allt að 700 metra löng. Ekki er talið að nein hætta stafi af gosinu og það raunar sagt á besta mögulega stað. Norska ríkisútvarpið ræðir við norska jarðfræðinginn Børge Johannes Wigum, sem búsettur er í Reykjavík. Hann segir eldgosið hafa komið fólki á óvart, þrátt fyrir hina miklu skjálftavirkni dagana á undan. „Eldfjall sem legið hefur lengi í dvala lifnar við á suðvesturhorni Íslands,“ segir AP-fréttaveitan í fyrirsögn sinni. CNN slær því upp í fyrirsögn að eldgosið sé í grennd við höfuðborgina Reykjavík en bæði Berlingske í Danmörku og De Telegraaf í Hollandi einblína á flugumferð í sínum fyrirsögnum. „Eldgos stöðvar flugumferð til Reykjavíkur“ segir í fyrirsögn Berlingske. Þá ræðir Reuters-fréttaveitan við Rannveigu Guðmundsdóttur íbúa í Grindavík. „Ég sé rauðan himininn út um gluggann hjá mér. Allir hérna eru að fara upp í bílana sína til að keyra upp eftir,“ segir Rannveig. Þá rifjar Reuters upp eldgosið sem varð í Eyjafjallajökli fyrir rúmum áratug. „Ólíkt því sem gerðist við gosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stöðvaði um það bil 900 þúsund flug og neyddi hundruð Íslendinga til að flýja heimili sín, er ekki talið að þetta gos spúi mikilli ösku eða reyk upp í loft.“ Þá fjalla breskir fjölmiðlar einnig um gosið, sem prýðir forsíður bæði BBC og Guardian. Sky News segir eldfjallið „Fagradals Mountain volcano“ hafa loksins vaknað til lífsins í kvöld eftir þúsundir lítilla jarðskjálfta undanfarnar vikur. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum. 20. mars 2021 01:26 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Talið er að sprungan þar sem hraun flæðir nú upp í Geldingadal sé allt að 700 metra löng. Ekki er talið að nein hætta stafi af gosinu og það raunar sagt á besta mögulega stað. Norska ríkisútvarpið ræðir við norska jarðfræðinginn Børge Johannes Wigum, sem búsettur er í Reykjavík. Hann segir eldgosið hafa komið fólki á óvart, þrátt fyrir hina miklu skjálftavirkni dagana á undan. „Eldfjall sem legið hefur lengi í dvala lifnar við á suðvesturhorni Íslands,“ segir AP-fréttaveitan í fyrirsögn sinni. CNN slær því upp í fyrirsögn að eldgosið sé í grennd við höfuðborgina Reykjavík en bæði Berlingske í Danmörku og De Telegraaf í Hollandi einblína á flugumferð í sínum fyrirsögnum. „Eldgos stöðvar flugumferð til Reykjavíkur“ segir í fyrirsögn Berlingske. Þá ræðir Reuters-fréttaveitan við Rannveigu Guðmundsdóttur íbúa í Grindavík. „Ég sé rauðan himininn út um gluggann hjá mér. Allir hérna eru að fara upp í bílana sína til að keyra upp eftir,“ segir Rannveig. Þá rifjar Reuters upp eldgosið sem varð í Eyjafjallajökli fyrir rúmum áratug. „Ólíkt því sem gerðist við gosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stöðvaði um það bil 900 þúsund flug og neyddi hundruð Íslendinga til að flýja heimili sín, er ekki talið að þetta gos spúi mikilli ösku eða reyk upp í loft.“ Þá fjalla breskir fjölmiðlar einnig um gosið, sem prýðir forsíður bæði BBC og Guardian. Sky News segir eldfjallið „Fagradals Mountain volcano“ hafa loksins vaknað til lífsins í kvöld eftir þúsundir lítilla jarðskjálfta undanfarnar vikur.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum. 20. mars 2021 01:26 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39
Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum. 20. mars 2021 01:26
Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu