Innlent

Nýjar myndir af gosinu í Geldingadal

Samúel Karl Ólason skrifar
image00010.jpeg
Landhelgisgæsla Íslands

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar tók í morgun nýjar myndir af eldgosinu í Geldingadal.

Það var gert í ferð þyrlunnar með vísindamenn á vegum Veðurstofu Íslands.

Eldgosið kom öllum á óvart þegar það hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Geldingadalur er lokaður dalur fjarri byggð, djúpur og afrennslislaus. Hann er á bak við fjöll, austan við Fagradalsfjall, þar sem skjálftavirknin hefur verið hvað mest síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×