Eitt minnsta gos sem sögur fara af og hraunflæðið á við Elliðaár Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2021 14:53 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hélt upplýsingafund vegna eldgossins á Reykjanesskaga klukkan 14 í dag. Vísir/Elísabet Ólíklegt er að mikil jarðskjálftavirkni verði í kjölfar eldgossins í Geldingadal en áfram er von á smáskjálftum. Engin hætta stafar af gasmengun í byggð að svo stöddu en mengunin gerir að að verkum að mjög hættulegt getur verið að fara upp að svæðinu við vissar aðstæður. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna eldgossins í dag. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri hjá Veðurstofu Íslands, sagði útlit fyrir að um 30 kíló af gasi komi frá eldgosinu á sekúndu og að spár geri ráð fyrir að það skapi ekki hættu í byggð. Þó geti fólk með öndunarfærasjúkdóma og viðkvæm öndunarfæri þurft að fara varlega og fylgjast með loftgæðamælingum. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði það líklegasta í stöðunni vera að eldgosið fjari út. Það sem sé að koma upp sé bara brot af þeirri kviku sem hafi safnast í skorpunni og erfitt sé að spá til um framhaldið. Ekki sé búist við hamförum, eins og hann orðaði það. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðursstofunni, sagði líklegast að þetta gos haldi áfram í nokkra daga og að engin ástæða sé til að halda eitthvað annað að svo stöddu. Minna en það leit út fyrir að vera í nótt Magnús sagði að þetta væri eitt minnsta gos sem sögur fara af á Íslandi. „Við höfum verið að fylgjast með þessu í nótt og svo þegar við sáum þetta í dagsbirtu í morgun þá var það dálítið minna heldur það leit út fyrir að vera í nótt.“ Mælingar sýni að hraunið sé mest um tíu metra þykkt og að 0,2 til 0,3 milljón rúmmetrar af kviku væru komnir upp á yfirborðið. Kortið sýnir staðsetningu gosstöðvanna miðað við Grindavík og fleiri staði. „Það þýðir að í þessa fimmtán til sextán tíma sem gosið hefur staðið hefur rennslið verið svipað eins og í Elliðaánum og það er bara ekki stórt gos. Þetta er þrefalt, fjórfalt minna heldur en var í litla gosinu á Fimmvörðuhálsi og kannski eins og fyrsta gosið í Kröflueldum,“ segir Magnús. Gosið sé á mjög hentugum stað í Geldingadölum sem sé hægt að líkja við eins konar baðker. Litlar líkur séu á því að hraunir fari þar út fyrir. „Þessi atburður er ekki alvarlegur sem slíkur en hann er ekki búinn og við eigum bara eftir að sjá hvernig þetta þróast.“ Magnús segir að það séu töluverð tíðindi að eldgos byrjað á Reykjanesskaga. „Þetta eru 800 ár um það bil síðan þetta gerðist síðast og verður að túlka sem svo að það sé hafið nýtt eldgosatímabil á skaganum.“ Hættulegt að nálgast svæðið án gosmælis Elín Björk mælti gegn því að fólk myndi reyna að ganga að gossvæðinu í dag þar sem veður og skyggni ætti eftir að versna og marga klukkutíma taki að komast að svæðinu. „Þetta verður vosbúð og það er eins gott að vera vel klæddur og vel búin. Ef menn ætla að fara að labba þarna þá þurfa menn að vera með gasmæli til að vera öruggir. Eins og ástandið er og eins og veðrið er þá er kannski bara best að horfa á þetta í gegnum vefmyndavélarnar. Það er spáð tíu til fimmtán metrum á sekúndu þarna og að labba til baka með fimmtán metra á sekúndu í fangið er ekkert spennandi fyrir alla.“ Hún varaði jafnframt við því að gasið væri ekki alltaf sjáanlegt og geti stefnt heilsu fólks í voða. Magnús tók undir með henni og sagði mikilvægt að taka mið af vindátt. Í lægð geti gasið safnast saman í dalnum. „Þó að þetta sé einn hundraðasti hluti af Holuhraunsgosinu þá breytir það því ekki að þetta er í lokaðri dæld og í lægð þá verður þetta bara dauðagildra. Þannig að við skulum fara varlega og nálgast þetta af virðingu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fegurð eldgossins í gegnum linsu ljósmyndarans Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt en það þykir sjónrænt og jafnvel fallegt. Það hófst skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi og síðan þá hefur dregið nokkuð úr virkni. 20. mars 2021 12:30 Víðir mælir með að vel búið göngufólk gangi frá Bláa lóninu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn beinir þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. 20. mars 2021 12:23 „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna eldgossins í dag. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri hjá Veðurstofu Íslands, sagði útlit fyrir að um 30 kíló af gasi komi frá eldgosinu á sekúndu og að spár geri ráð fyrir að það skapi ekki hættu í byggð. Þó geti fólk með öndunarfærasjúkdóma og viðkvæm öndunarfæri þurft að fara varlega og fylgjast með loftgæðamælingum. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði það líklegasta í stöðunni vera að eldgosið fjari út. Það sem sé að koma upp sé bara brot af þeirri kviku sem hafi safnast í skorpunni og erfitt sé að spá til um framhaldið. Ekki sé búist við hamförum, eins og hann orðaði það. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðursstofunni, sagði líklegast að þetta gos haldi áfram í nokkra daga og að engin ástæða sé til að halda eitthvað annað að svo stöddu. Minna en það leit út fyrir að vera í nótt Magnús sagði að þetta væri eitt minnsta gos sem sögur fara af á Íslandi. „Við höfum verið að fylgjast með þessu í nótt og svo þegar við sáum þetta í dagsbirtu í morgun þá var það dálítið minna heldur það leit út fyrir að vera í nótt.“ Mælingar sýni að hraunið sé mest um tíu metra þykkt og að 0,2 til 0,3 milljón rúmmetrar af kviku væru komnir upp á yfirborðið. Kortið sýnir staðsetningu gosstöðvanna miðað við Grindavík og fleiri staði. „Það þýðir að í þessa fimmtán til sextán tíma sem gosið hefur staðið hefur rennslið verið svipað eins og í Elliðaánum og það er bara ekki stórt gos. Þetta er þrefalt, fjórfalt minna heldur en var í litla gosinu á Fimmvörðuhálsi og kannski eins og fyrsta gosið í Kröflueldum,“ segir Magnús. Gosið sé á mjög hentugum stað í Geldingadölum sem sé hægt að líkja við eins konar baðker. Litlar líkur séu á því að hraunir fari þar út fyrir. „Þessi atburður er ekki alvarlegur sem slíkur en hann er ekki búinn og við eigum bara eftir að sjá hvernig þetta þróast.“ Magnús segir að það séu töluverð tíðindi að eldgos byrjað á Reykjanesskaga. „Þetta eru 800 ár um það bil síðan þetta gerðist síðast og verður að túlka sem svo að það sé hafið nýtt eldgosatímabil á skaganum.“ Hættulegt að nálgast svæðið án gosmælis Elín Björk mælti gegn því að fólk myndi reyna að ganga að gossvæðinu í dag þar sem veður og skyggni ætti eftir að versna og marga klukkutíma taki að komast að svæðinu. „Þetta verður vosbúð og það er eins gott að vera vel klæddur og vel búin. Ef menn ætla að fara að labba þarna þá þurfa menn að vera með gasmæli til að vera öruggir. Eins og ástandið er og eins og veðrið er þá er kannski bara best að horfa á þetta í gegnum vefmyndavélarnar. Það er spáð tíu til fimmtán metrum á sekúndu þarna og að labba til baka með fimmtán metra á sekúndu í fangið er ekkert spennandi fyrir alla.“ Hún varaði jafnframt við því að gasið væri ekki alltaf sjáanlegt og geti stefnt heilsu fólks í voða. Magnús tók undir með henni og sagði mikilvægt að taka mið af vindátt. Í lægð geti gasið safnast saman í dalnum. „Þó að þetta sé einn hundraðasti hluti af Holuhraunsgosinu þá breytir það því ekki að þetta er í lokaðri dæld og í lægð þá verður þetta bara dauðagildra. Þannig að við skulum fara varlega og nálgast þetta af virðingu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fegurð eldgossins í gegnum linsu ljósmyndarans Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt en það þykir sjónrænt og jafnvel fallegt. Það hófst skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi og síðan þá hefur dregið nokkuð úr virkni. 20. mars 2021 12:30 Víðir mælir með að vel búið göngufólk gangi frá Bláa lóninu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn beinir þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. 20. mars 2021 12:23 „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjá meira
Fegurð eldgossins í gegnum linsu ljósmyndarans Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt en það þykir sjónrænt og jafnvel fallegt. Það hófst skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi og síðan þá hefur dregið nokkuð úr virkni. 20. mars 2021 12:30
Víðir mælir með að vel búið göngufólk gangi frá Bláa lóninu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn beinir þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. 20. mars 2021 12:23
„Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent