Róleg nótt í Geldingadal Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2021 07:20 Frá eldgosinu í gærkvöldi. Rax Nóttin var frekar róleg í Geldingadal á Reykjanesi. Hraunflæðið á svæðinu hefur að mestu verið það sama og það var í gærkvöldi, þó það hafi sveiflast upp og niður. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur ekkert sést á vefmyndavélum af svæðinu frá því fyrir klukkan sex í morgun og er það vegna veðurs. Mjög lítil skjálftavirkni var í nótt en einn jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á svæðinu á þriðja tímanum. Fannst hann vel í Grindavík. Í gær mældust um 500 jarðskjálftar og sá stærsti var 2,8. Skjálftavirkni hefur verið töluvert minni í nótt og hafa tæplega hundrað skjálftar mælst. Þá mældist gasmengun á mælistöð í skamman tíma í Hvalfirði í nótt en annars ekkert á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vindurinn gæti hafa borið gasið. Þá er búist við verra veðri og meiri vindi í dag sem ætti að dreifa gasinu frekar. Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur ekkert sést á vefmyndavélum af svæðinu frá því fyrir klukkan sex í morgun og er það vegna veðurs. Mjög lítil skjálftavirkni var í nótt en einn jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á svæðinu á þriðja tímanum. Fannst hann vel í Grindavík. Í gær mældust um 500 jarðskjálftar og sá stærsti var 2,8. Skjálftavirkni hefur verið töluvert minni í nótt og hafa tæplega hundrað skjálftar mælst. Þá mældist gasmengun á mælistöð í skamman tíma í Hvalfirði í nótt en annars ekkert á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vindurinn gæti hafa borið gasið. Þá er búist við verra veðri og meiri vindi í dag sem ætti að dreifa gasinu frekar. Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið.
Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira